Hver er best, F-35, SAAB Gripen eða TU-160?

Þoturnar, sem mörg HATO lönd, eru nú að fá sér og koma til Íslands til að sinna loftgæslueftirliti, eru af gerðinni F-35, og hafa fengið mikla umfjöllun, vegna þess hve dýrar þær hafa verið og með flókinn búnað. 

Honum hafa fylgt mörg óhöpp, enda um um afar metnaðarfulla eiginleika að ræða. 

Þær geta nýst í fjölbreytilegu umhverfi á sjó og landi og lent og tekið sig lóðrétt til flugs. 

Ítarleg umfjöllun sérfræðinga á netinu hefur talið hinn mikla kostnað eðlilegan miðað við gríðarlega metnaðarfulla smíði, sem enn er verið að endurbæta. 

Ungverjar hafa fengið sér SAAB Gripen herþotur, sem liðka um þessar mundir fyrir inngönnguu Svía í NATO. 

Í umfjöllun handbóka um hernaðarflugvélar koma þessar sænsku orrustuþotur mjög vel út, allt upp í það að vera þær liprustu og bestu á markaðnum.  

Á tima staðgenglastríðsins, sem nú er háð í Úkraínu milli Rússa og NATO, eru líka nefndir rússneskir kandídatar að slíkum titli, en á tímabili um síðustu aldamót sýndu herþotur af gerðinni Sukhoi 27 og 37 yfirburða snilldartakta á flugsýningum. 

En þotan Tupolev 160 M sem Putin er að dást að, er einfaldlega kraftmesta og hraðskreiðasta herþota heims. 

En hún á langt í land með að ná eins mikilli útbreiðslu og F-35 hjá Kananum, en á pöntunarlista yfir þær þotur eru þegar komnar nokkur þúsund. 

Aðilarnir að Ukranínustríðinu forðast að tefla þessum flugvélum fram eins og er, af ótta við að það geti stigmagnað stríðið. 


mbl.is Pútín ferðast á hljóðhraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðgengilsstríð segir mannvitsbrekkan.  Er það staðgengilsstríð þegar þjóð berst fyrir sjálfstæði sínu með aðstoð utanfrá gegn innrásarher?

Þvílíkur jólasveinn.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.2.2024 kl. 18:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var síðast í útvarpsfréttum í kvöld sagt frá samningi okkar Íslendinga og annarra NATO þjóða til fjögurra ára um beina aöstoð okkar við Úkraínu, þar sem við erum í samvinnu um þessa aðstoð.. 

Margar þjóðir hafa veitt Úkraínu beina fjárhags- og vopnaaðstoð, og í dag kvörtuðu Úkraínumenn sáran yfir því að þessi hlutdeild hefði orðið mun minni en lofað var og stefndi það stöðu í vaxandi hættu. 

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur kippt sér hendinni út af bandarísku aðstoðinni og afleiðinganna hefur gætt óþyrmilega í stríðsrekstrinu. 

Raunar hafa fjölbreyttar fréttir af þessum málum verið daglega um alllanga hríð án þess að Bjarni hafi veitt því neina athygli.

Fyrir liggja margítrekaðar stuðningsyfirlýsingar valdamanna í lýðræðislöndum heims við varnarstríð Úkraínumann  Rússa vegna árásar þeirra,  þar sem Úkraínumenn séu að berjast fyrir lýðræðisríki heimsins. 

Hvar hefur Bjarni eiginlega verið? Hver er jólasveinn?

Ómar Ragnarsson, 24.2.2024 kl. 22:40

3 identicon

Að styðja þjóð til að halda sjálfstæði sínu gegn innrásarher er ekki staðgengilsstríð. Höfum það á hreinu.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.2.2024 kl. 00:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú síðast í fréttum í kvöld var greint frá óánægju Úkraínumanna með það að loforð um það að þeir fengju F-16 þotur í hendur til þess að berjast með þeim við Rússa hefði enn ekki verið efnt.  

Ómar Ragnarsson, 25.2.2024 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband