Dulnefni fyrir Dettifossvirkjun, stærstu þrá virkjanafíklanna.

Lang stærsti draumurinn, skammstafað LSD, varð til hér á landi í lok síðustu aldar, og gerðist það í kjölfar svipaðrar hugmyndar Norðmanna um risavirkjun á norska hálendinu.  

Þeirri virkjun var helst talið það til gildis, að vegna eindæma mikillar fallhæðar skilaði hver lítri vatns hæstu verðmæti á Norðurlöndum. 

Þrátt fyrir það féllu Norðmenn endanlega frá sínu lSD árið 2002 með þeirri yfirlýsingu þáverandi forsætisráðherra landsins, að tími stórra vatnsaflsvirkjana í Noregi væri liðinn. 

Þegar niðurstöður íslensku rammaáætlunarinnar fóru að tínast inn tókst að seinka þeim nógu mikið til þess að þau yrðu ekki kynnt fyrr en búið var að kynna hið íslenska LSD. sem sýndi að tveir virkjanakostir væru langverstir og svipaðir, Kárahnjúkavirkjun og virkjun vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum.  

Virkjun hennar ætti auðvitað að heita sínu rétta nafni, Dettifossvirkjun, en samkvæmt lenskunni, sem notuð er hér á landi, að nefna ekki fossana, sem virkjaðir eru, eru nöfnin til dæmis Kjalölduveita í efri hluta Þjórsár í staðinn fyrir Þjórsárfossaveita. 

Virkjun Jökulsár á Fjðllum er því nefnd dulnöfnunum Helmingsvirkjun og Arnardalsvirkjun. 

 

P.S.   Samkvæmt upplýsingum á sínum tíma um tilvist heitsins Helmningsvirkjun, felst sú virkjun Jökulsár í þvi að taka nafn lítillar tjarnar í Kreppu sem heitir Helmingur, stækka það lítillega með lítilli stíflu og veita Jöklu í það og leiða austur í Fljótsdal, Hin "litla" stífla yrði að vísu sjö kílómetra löng! Haft var eftir Guðlaugi Þór ráðherra í fréttum í kvðld að áhrifin af dómi Hæstaréttar gætu orðið víðtæk. Enginn þyrfti því að verða hissa þótt úrskurðinum yrði beitt með svenefndri lögjöfnun gegn verndaflokki rammaáætlunar, sem í praksis gæti jafnvel gert friðanir af öllu tagi ógildar. 


mbl.is Hæstiréttur ógilti friðlýsingu á Jökulsá á Fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, fólk með verndunarmaníu sér víst undarleg plott og samsæri í hverju horni. Þeirra kvöldbæn er víst "Guð forði stjórnvöldum frá því að afla þjóðarbúinu tekna með því að setja á kaf steinvölu eða þúfu sem einhver útlendur túristi gæti viljað sjá eftir tuttugu ár. Og fórnum ekki upplifun útlendinga fyrir framtíð barna okkar. Amen".

Vagn (IP-tala skráð) 28.3.2024 kl. 16:22

2 identicon

Meðan sjá má orð eins og "setja á kaf steinvölu eða þúfu" í pistli um raunveruleg áform um virkjun Dettifoss sem nú eru sett á flot opinberlega, ber það vitni um aldeilis grjótharðan og einbeittan brotavilja gegn íslenskum náttúruverðmætum. 

Ómar Þ. Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2024 kl. 13:36

3 identicon

Lærði af fagmanni í að uppnefna og gera lítið úr skoðunum þeirra, og jafnvel gera þeim upp skoðanir, sem ekki eru mér fullkomlega sammála. Takk fyrir kennsluna.

Vagn (IP-tala skráð) 29.3.2024 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband