Of byltingarkennt?

Jarðgangabyltingin í viðtengdri frétt í Morgunblaðinu og á mbl.is, sem felst í alveg nýrri nálgun á gerð kerfis jarðganga og hraðbrauta, hér á landi er allrar athygli verð. 

Við skoðun á því mætti bera þetta saman við það sem Færeyingar, tíu sinnum mámennari þjóð hefur gert. 

Einnig að bera saman arðsemi mismunandi kosta. Hér er mikið verk að vinna. Dæmi um mistök varðandi forsendur fyrir nýjum veglínum var til dæmis árið 1955, þegar ákveðið var að framtíðarleiðin milli Reykjavíkur og Selfoss skyldi liggja um Þrengsli og mýrlendið Forirnar í Ölfusinu og Þrengslavegurinn lagður. 

Þegar á hólminn kom kom í ljós að vegstæðið með þverun Ölfusins var tæknilega óframkvæmanlegt og þar að auki um að ræða votlendi, sem á endanum reyndist ómetanlegt náttúruverðmæti, sem kallaði á friðun til framtíðar, enda síðasta stóra ósnortna votlendið á Suðurlandi. 

Þessi forsendumistök kostuðu bæði mannslíf og örkuml í alvarlegum slysum, eftir að í ljós kom að aðalleiðin yrði áfram um Hellisheiði með tveimur nýjum og hættulegum beygjum í Svínahrauni.  

Ný vegtenging austast í Svínahrauni skóp nýjar hættur vegna þess hve mörg ár tók að bíða eftir þeirri nyju vegarlínu, sem síðar var lögð austur yfir hraunið. 


mbl.is Leggja til 100 km jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum að tala við Dani og sjá hvort þeir vilji ekki líka fjármagna jarðgöng fyrir okkur eins og Færeyinga. Fáum jafnvel kóng og stöðugri gjaldmiðil til viðbótar.

Vagn (IP-tala skráð) 11.4.2024 kl. 23:15

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Vagn gæti kanski frætt okkur um hversu háa fjárhæð Færeyingar fái frá Dönum

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.4.2024 kl. 20:27

3 identicon

Úr því Vagn svarar Hallgrími ekki þá get ég upplýst að Færeyjar fá 650 milljónir dk fast árlega plús ca 500 milljónir vegna félagslegra útgjalda vegna Færeyinga em búsettir eru í Danmörku. Þegar allt er reiknað, landhelgisgæsla og hermálaútgjöld nálgast upphæðin tvo milljarða samtals eða ca 40 milljarða íslenskra króna. Það má svo reikna hvað það leggur sig á hvert mannsbarn en um þessar mundir eru Færeyingar ca. 55000 talsins.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.4.2024 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband