Fleiri rök en hlýnun fyrir breytta orkunotkun.

Þeir sem halda dauðahaldi í áframhaldandi sóun á óendurnýjanlegum orkulindum jarðar lifa í voninni um að kenningar um hlýnun séu rangar og því þurfi ekkert að gera til að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda eða hagga við notkun jarðefnaeldsneytis.

En jafnvel þótt engin loftslagsrök væru fyrir gerbreytingu í orkunotkun eru önnur rök fyrir slíkri byltingu, sem vega í raun þyngst og ekki verður vikist undan. Það er sú staðreynd, að þrátt fyrir hugsanlegan fund nýrra olíulinda á norðurhveli jarðar, svo sem á Drekasvæðinu, verða þær lindir aldrei nema brot af þeim olíulindum sem eru undir Arabalöndunum.

Á "olíuöldinni" mun karlarnir með vefjarhettina vera í lykilaðstöðu allt til enda þessar aldar mesta bruðls, sóunar og ábyrgðarleysis gagnvart komandi kynslóðum, sem mannkynssagan kann frá að greina.

Verst af öllum vilja þeir Íslendingar haga sér sem vilja ganga svo hart fram í ofnotkun háhitasvæða Íslands með takmarkalausri sókn eftir orku á spottprís fyrir stóriðju, að í stað þess að Íslendingar geti lifað í besta landi heims eftir nokkra áratugi með sjálfbærri notkun innlendra orkugjafa fyrir samgöngutæki og skip, sem sannanlega eru endurnýjanlegir og hreinir, er stefnt að því að við verðum búin að missa þetta allt frá okkur í hendur gráðugra útlendinga.


mbl.is 12 „kaldir" mánuðir að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Því miður, Ómar hugsum við ekki lengur fram í tíma en 5 - 10 ár.

Úrsúla Jünemann, 18.12.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir vísindamenn sem vinna að orkuöflun á háhitasvæðum, eru meðvitaðir um að ekki er hægt að ganga takmarkalaust á orkulindina. Hvers vegna hefurðu ekki áhyggjur af því að kartöflubændur í Þykkvabænum selji frá sér allt útsæðið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef litið er til hitafarsins í Reykjavík nú þegar lítið lifir enn af árinu virðist ekkert geta breytt því að árið verður það 13. í samfelldri röð þeirra ára sem öll hafa verið ofan meðallagsins 1961-1990."

http://esv.blog.is/blog/esv/#entry-748157

Þorsteinn Briem, 18.12.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Kommentarinn

Gunnar þegar kartöflubændurnir selja of mikið af útsæðinu þá geta þeir annaðhvort keypt það til baka eða sett niður minna en í fyrra og lært af mistökunum. Orkulindirnar okkar er ekki hægt að gróðursetja eftir hentisemi heldur eru þær endanleg stærð. Menn hafa ráðstafað ótrúlega stórum hluta þessarar orku fyrir einhæft atvinnulíf. Ef maður svo spyr hvernig eigi að fá orku til að knýja bíla og skipaflotann okkar þegar færi gefst þá er litið á Það sem eitthvað sinni tíma vandamál sem leysist af sjálfu sér t.d. með orku frá djúpborunum sem KANNSKI heppnast. Hvernig væri nú að fá þessa hluti á hreint áður en við sóum þessu í vitleysu. Álverð er á niðurleið og þegar kanarnir fatta að endurvinna gosdósirnar sýnar í stað þess að urða þetta alltsaman þá verður enn minni eftirspurn eftir áli....

Kommentarinn, 20.12.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband