Aðgerðarleysið bar árangur.

Nokkrar setningar frá árinu 2008 eiga eftir að verða fleygar í sagnfræðiritum framtíðarinnar.

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í vor í þingræðu eftir að á hann hafði verið deilt fyrir fjármálastjórn hansf: "Já, en sjáið þið ekki veisluna, drengir?!" Nú er veisla fyrir þá sem kunna að græða á brunaútsölum.

Geir H. Haarde forsætisráðherra tók í viðtali orð annars manns þegar deilt var á hann í ágúst vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Þá voru tveir mánuðir frá því AÞG hafði sagt að bankakerfið ætti ekki lífs von og Davíð hafði sagt Geir það í símtali.

Geir sagði í viðtalinu að nú væri loksins að hverfa sá óskaplegi viðskiptahalli sem fylgt hefði þenslunni undanfarin ár og að því leyti væri ekki svo fráleitt að taka undir setninguna: "Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er farið að bera árangur."

Setningin rataði inn í fyrirsögn viðtalsins.

Þennan mikla samdráttarárangur upplifir þjóðin nú og getur sem sagt þakkað aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar að eiga ekki peninga til innflutnings og margkyns annarra útgjalda.


mbl.is Seðlabankinn varaður við í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Þessar tilvitnanir eru tær snilld ! Er að hugsa um að ramma þær inn og hafa á skrifborðinu. Þetta kítlar " humor "-taugarnar í mesta skammdeginu :-)  

Kristján Þór Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Þórður Runólfsson

Ég verð alltaf fastari og fastari á því að hér hafa verið framin landráð. Aðgerðaleysi eru landráð.

Ef að þú kemur ekki slösuðum manni til hjálpar, þá er hægt að sækja þig til saka og dæma.

Að það skuli á því herrans ári 2008, vera aukinn þungi í hjálparstarfi innanlands er þyngra en tárum tekur.

Skömm kjörinna fulltrúa er mikil og ábyrgðin ekki minni. Enn því miður þá standa þeir ekki undir þessari ábyrgð og varpa henni yfir á boginn bök og sligaðar herðar.

Þórður Runólfsson, 18.12.2008 kl. 17:26

3 identicon

Og þessir menn virðast vera utan lög og reglu. Ekki virðist vera hægt að sækja þá til saka!  Geta stjórnmálamenn unnið þjóð sinni meiri skaða en þessir með gerðu? Að ógleymdum samverkamönnum þeirra sem líka virðast vera utan lög og reglu.

Helga (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:29

4 identicon

Sæll Ómar.

Bandarískur hagfræðiprófessor og kunningi minn til margra ára spurði 14. júlí 2008 hvernig ég mæti stöðu íslenzka fjármálakerfisins.  Hér er samdægurs svar mitt:

The Icelandic financial system has been operating without ANY effective supervision by the monetary authorities for the past few years.

An IMF mission which visited Iceland two or three years ago [viðbót: í maí 2006] described the ongoing credit expansion by the Icelandic credit system as "staggering" - a term used in a Washington Post headline to describe hurricane Katrina's "staggering blow", as I noted in a comment on the subject matter in an Icelandic newspaper at the time.

Now the system is in deep doo-doo - the major Icelandic banks (two of them newly privatised) have been on an external short-term borrowing binge which has caused the financial system’s net external indebtedness to explode into a multiple of the country’s gross export earnings.

It is too early to tell exactly how it all will turn out - except it won’t be pretty.

Það er ekki trúverðugt að þeir ágætu hagfræðingar sem starfa við Seðlabanka Íslands hafi ekki haft sömu áhyggjur og ég af stöðu mála og horfum um mitt ár 2008 - og eftir maí 2006, þegar IMF gaf stjórnvöldum nákvæma lýsingu á lykilatriðum þess vanda sem kollsteypti hagkerfinu fyrir nokkrum vikum.

Yfirstjórn Seðlabanka Íslands bar lögboðin skylda til að taka í taumana a.m.k. tveimur árum fyrir umrætt símtal.  Þó er ekki loku fyrir það skotið að hún hafi tekið á þeirri hlið málsins sem kann að hafa valdið þeim mestum áhyggjum.

Í lokaútgáfunni (júlí 2006) af IMF skýrslunni sem ég vitnaði til í maí 2006 hafði einu orði verið breytt í umsögn sendinefndar IMF um aðsteðjandi vanda og ástæður hans:

"Staggering" var breytt í "remarkable"!

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:47

5 identicon

You ain´t seen nothing yet" er toppurinn.

Svo sagði Sigurbjörn Einarsson Biskup í sinni síðustu ræðu eitthvað a þessa leið.

"Það mun koma á daginn að fagurgali þessara manna hefur ekkert innihald"

Með baráttukveðju. 

Ólafur Auðunsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 18:16

6 Smámynd: Alexander X

"Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er farið að bera árangur." er ágæt, en kemst ekki á toppinn. Þar situr þessi, sökum forspársgildis: "Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið."

Geir Haarde er "snillingur"...

Alexander X, 18.12.2008 kl. 18:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helga. Meirihluti þingmanna á Alþingi getur með þingsályktun ákveðið að Landsdómur höfði mál gegn einum eða fleiri ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Kæruatriðin eiga að vera nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, og málsóknin bundin við þau, en Landsdómur hefur enn ekki komið saman.

Lög um Landsdóm nr. 3/1963:

1. grein. Landsdómur fer með og dæmir mál þau er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.

2. grein. Í landsdómi eiga sæti 15 dómendur og eru þeir þessir:

   a. þeir fimm dómarar við Hæstarétt sem hafa átt þar lengst sæti, dómstjórinn í Reykjavík og prófessorinn í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Hæstiréttur kveður til varadómendur hæstaréttardómara úr hópi annarra hæstaréttardómara og síðan lagakennara háskólans, hæstaréttarlögmanna eða héraðsdómara, sem fullnægja skilyrðum til þess að vera skipaðir dómarar í hæstarétti. Varamaður dómstjórans í Reykjavík er sá héraðsdómari í Reykjavík sem hefur lengst gegnt því embætti. Lagadeild háskólans kýs varamann prófessorsins í stjórnskipunarrétti;

   b. átta menn kosnir af sameinuðu Alþingi með hlutfallskosningu til 6 ára í senn.

Þorsteinn Briem, 18.12.2008 kl. 18:59

8 identicon

Og í þessu sambandi má ekki gleyma þessu margnotaða tilsvari hinna ýmsu ráðherra: "Eftirá að hyggja..."

Eða þessum orðum GHH á síðasta landsfundi sjálfstæðisflokksins: "Ef mesta framfaraskeið hagsögunnar endurspeglar mistök í hagstjórn, skulum við sjálfstæðismenn fúslega gangast við þeim"

sigurvin (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Perlunum rignir inn og þetta er að verða fjársjóður magnaðra ummæla sem felst í þessum frábæru athugasemdum.

Ómar Ragnarsson, 18.12.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband