Hægt og bítandi.

Hægt og bítandi eru loksins að birtast tölur og upplýsingar um bankahrunið, en þó afar hægt. Jón Ásgeir Jóhannesson telur sig ekki hafa valdið því hvernig fór í stórri Morgunblaðsgrein í dag og kveðst aðeins hafa verið með um 6% af þeim fjármunum umleikis sem til umræðu eru.

Í flestum greinum erlendum og innlendum um hrunið er sagt að um þrjátíu manns hafi borið ábyrgð á því hvernig fór. Það þýðir að að meðaltali hefur hver þeirra átt 3,3% hlut í því eða næstum helmingi minni en Jón Ásgeir kveðst hafa átt.

Niðurstaðan virðist því geta orðið sú að vegna þess hve lítinn hlut hver á í hruninu í heild beri enginn ábyrgð.

Sem aftur leiðir til þess að ábyrgð þeirra, sem voru við stjórnvölinn og áttu að fylgjast með, setja reglur og hafa eftirlit, þ.e. ríkisstjóprn, Seðlabanki og Fjármálaeftirlit bera hlutfallslega meiri ábyrgð hver um sig en þrjátíumenningarnir. Því neita þó allir.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og því hvort nokkur muni að lokum taka á sig neina ábyrgð og hvort nokkurn tíma komi öll kurl til grafar. Mun þjóðin sætta sig við það?


mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk á tilfinninguna að Jón Ásgeir væri að stela frá þjóðinni þegar hann fékk stórt lán frá Landsbankanum í miðri kreppu, til að koma bisniss sínum í skikk. Hins vegar lenda stórar Icesave skuldir á almenningi. Hvernig hefði verið að sleppa því að lána honum og borga samsvarandi upphæð upp í Icesave?

Ari (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Bónus (Jón Prímus Mótor)

Hvað er hann nú að bralla Bónusinn?
Beikonið á Túngötunni æðir út og inn.

Búinn að missa buxurnar, ræfillinn.
Baugur undir auganu og út á kinn.

Spari er nú galtómur grísinn þinn,
Glitnir á hausinn hann er kominn.

Gastu aldrei í skortsölu skammast þín,
að skapa aldrei verðmæti, gamla svín?

Væri barasta réttast að flengja ræfilinn,
í reisu er núna á skútunni að finna Finn.

Það þýðir ekki að þræta Jón Bónusinn,
á þotunni kemstu ekki í Himnaríkið inn.

En grísinn ekki gegnir þessu,
hann grettir sig og bara hlær,
orðinn nærri að einni klessu,
undir Fréttablaðri Jón í gær.

Þorsteinn Briem, 30.12.2008 kl. 04:28

3 identicon

Hver vegna þessi leynd um heildarútlán bankanna. Voru þau yfir 9 ÞÚSUND MILLJARÐAR? Voru 59% af heildarútlánum bankanna til "erlendra aðila"? Hverjir eru þessir "erlendiu aðilar" eru það útrásarvíkingarnir? Dældu bankarnir og eigendur þeirra öllum tiltækum gjaldeyri til fyrirtækja sinna erlendis, þar til seðlabankinn var þurrausinn? Gleymdu bankarnir í græðgi sinni að gera ráð fyrir afborgunum af lánum sínum erlendis? Átti seðlabankinn að redda málum á síðustu stundu og koma í veg fyrir að allt færi á hvolf?

Mér hefur ekki tekist, hér í fjarlægðinni, að lesa greinina, - en 6%! er fjarstæða. Kannski er hann að tala um sín einkalán, snekkju, einkaþotu og íbúðir en ekki lán til fyrirtækja sinna?

Ég er ekki sammála upphafsorðum þínum, tölur og upplýsingar um bankahrunið hef ég átt erfitt með að finna og sé þær ekki birtast - hvorki hægt né bítandi.

sigurvin (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband