Öfugt lögregluríki.

Ég hef upplifað persónulega tilraunir til þöggunar og þvinganir valdhafa í áratug og varað við þeim síðustu fimm árin.

Ég hef viljað leggja mitt af mörkum til þess að aldrei verði hér ástand eins og er í sumum löndum heims, þar sem er svonefnt lögregluríki, - valdhafar hafa fólk á skrá, hlera síma þess, njósna um það og ógna því á allan hátt.

Það þarf að vera vel á verði hér á landi til að afstýra því að slíkt gerist, og fyrir því berjast þúsundir mótmælenda eins og ég. Ég vil að hér sé opið samfélag frelsis og óttaleysis.

En ég er agndofa yfir því ef þeir sem telja sig vera í hópi gagnrýnenda stjórnarhátta hér á landi, - mótmælendur sem ekki beita ofbeldi, taka sig út úr hópnum og vilja fara að beita lögregluna aðgerðum sem flokkast ekki undir annað ógnanir, sams konar ógnanir og verstu valdhafar heimsins beita gagnvart almenningi.

Verst er ef bloggið, hinn bráðnauðsynlegi vettvangur frjálsra, heiðarlegra og sanngjarnra skoðanaskipta er notaður fyrir slíkt.

Minni að lokum enn og aftur á frelsin fjögur sem Roosevelt Bandaríkjaforseti skilgreindi sem markmið. Hann vildi að stefnt yrði að heimi þar sem þessar fjórar tegundir frelsis ríktu:

1. Skoðana- og tjáningarfrelsi.
2. Trúfrelsi
3. Frelsi frá skorti.
4. FRELSI FRÁ ÓTTA.


mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið er að fólki er ekkert kennt um lýðræði í skólum.  ég er rúmlega fertugur og hef aðeins lært þetta af sjálfsdáðum síðustu árin.

Lýðræði fylgja fleiri kvaðir en bara að kjósa, borgarar þurfa að skilja hvernig lýðræði á að takmarka vald þannig að smá (eða stór) kóngar rísi ekki upp innan kerfisins. 

Hvernig á fávís almenningur að skilja að ríki og einstaklinga má best meta út frá því hvernig þau meðhöndla verstu óvini sína?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:00

2 identicon

Satt og rétt margt þarna hjá þér Ómar. Aftur á móti langar mig að leggja þetta fyrir þig til hugleiðingar.

Er mögulegt að hið margfræga íslenska málefnalega og kurteisa þrælseðli sem Laxness gerir svo skýr skil í bókum sínum sé farið að verða dulítið gamalt og íslendingar séu að vakna upp við að þeir geta staðið hnarreistir í eigin landi?

Altént, þegar ég las um saurberana í íslenskum fjölmiðlum þá skildi ég vel hrollinn í lögreglunni. Það hlýtur að vera erfitt að vera með slíkt fólk að framan og aftan og geta sig hvergi hrært.

Magnús Egilsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:04

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er allt í lagi að birta nöfn á þessum sérstöku lögreglumönnum sem skera sig úr í valdbeitingu og offorsi, en allt annað mál að leggja út einhverjar leiðbeiningar um heimili þeirra er alveg utangáttar. En mín skoðun er að hér sé meiri leynimakk og leynilögga en menn gera sér allmennt grein fyrir. Ég hafði gott tækifæri að skoða þessa starfsemi erlendis og fer hrollur um mann þegar maður sér kunnugleg andlit og aðgerðir hér á landi.

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 22.1.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það vekur óneitanlega spurningar ef ríkisstjórninni ætlar að takast að misnota lögregluna , í hugleysi sínu stilla þeir lögreglunni upp sem andliti spillingarinnar, og ætlast til að þeir taki skellinn.

Þetta má ekki láta eftir þeim....

Haraldur Davíðsson, 22.1.2009 kl. 14:14

5 identicon

Eyjólfur. Ef það er bara allt í lagi að birta nöfn þessarra sérstöku lögreglumanna sem skera sig úr í valdbeitingu og offorsi eiga þá mótmælendur ekki að sýna gott fordæmi og leggja fram nöfn þeirra mótmælenda sem skera sig mest úr í ótugtarskap og offorsi og eru að henda grjóti og saur að lögreglunni?

Halldór Ingvi Emilsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:43

6 identicon

Það er undir okkur komið hvernig við högum okkur. Látum ekki ofbeldisfulla friðarspilla eyðileggja fyrir okkur friðsamleg mótmæli.

Og mikil er ábyrgð þess er setur slíkt á netið. Ég vona að hann sofi rótt ef einhver vitleysingurinn fer eftir leiðbeiningum hans.

Netið er okkar vopn. Látum ekki ruglukolla misbeita því í hugsunarleysi.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:32

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst minna talað um að þegar grjótkastið stóð sem hæst í gær, þá stilltu mótmælendur sér upp á milli lögreglu og grjótkastara til að vernda hana. Pælið í því áður en öllum hópnum er gefinn stimpill eftir ljótasta samnefnara.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 15:47

8 identicon

Því miður verður ekki horft fram hjá því að innan um friðsama mótmælendur er grímubúinn skríll og glæpalýður sem sækir bara í hasar og í að fá útrás fyrir ofbeldistilhneigingar sínar. Þessir aðilar voru meðal annars að verki í nótt þegar lögreglumenn slösuðust þar á meðal sumir alvarlega. Þessi óaldarlýður eyðileggur fyrir hinum og svo gæti farið að lögreglan þyrfti að grípa til mun rótækari aðgerða með háþrýstidælum og þaðan af verra. Ég hvet mótmælendur til að setja sér eftirfarandi fjögur boðorð og fari eftir þeim:
1. Fremstu mótmælendur fari aldrei innfyrir þá línu sem lögreglan dregur.
2. Mótmælin beinist gegn réttum aðilum (ekki lögreglu) og hendur séu aldrei látna skipta. Ræða og rit eru sterkasta vopnið, mótmælin eiga að einkennast af söngvum og köllum.
3. Ekkert sé skemmt og engu sé hent eða úðað, hvorki á byggingar né fólk.
4. Engum sé hótað líkamsmeiðingum, hvorki með athöfnum né orðum.

Haraldur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband