"Ömmi frændi"

Strax í starfi sínu sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RUV kom ijós mikill félagsmálaáhugi Ögmundar Jónassonar. Fljótlega varð hann formaður Starfsmannafélags Sjónvarpsins og var mjög annt um hag hvers einasta félagsmanns.

Hann vann sér trúnað og vinsældir og fékk fjótlega viðurnefnið "frændi" hjá okkur því að var eins og hvert okkar væri í fjölskyldu hans. Þá myndaðist vinátta með okkur sem hefur haldist æ síðan.

Mér er það eftirminnilegt hve yfirvegaður hann var í upphafi verkfalls opinberra starfsmanna og vildi ekki stíga feilspor. Það er algengur misskilningur að hann hafi verið upphafsmaður að hinni frægu stöðvun útsendinga RUV þar sem stefið "Ár vas alda" stimplaði sig óverðskuldaað inn sem eitthvert leiðinlegast stef allrra tíma.

Ögmundur spurði strax í upphafi þeirrar spurningar hvort við myndum ekki fá svona algera stöðvun í hausinn.

Eitt gott kom þó út úr þessu, afnám einokunar RUV á markaðnum. Nú myndi engum detta í hug að fara aftur í gamla farið, að minnsta kosti ekki meðan RUV verður áfram sú kjölfesta sem nauðsynleg er.

Eldskírn sína utan félagsins fékk Ögmundur á frægum baráttufundi í Austurbæjarbíói í upphafi þessa verkfalls
Þá flutti hann mjög eftirminnilega ræðu, eina af þessum sem maður gleymir ekki.

Framhaldið þekkja flestir og það kom svo sem ekki á óvart að hann skyldi hasla sér völl á vinstri væng stjórnmálanna. Hann er vel að því kominn að vera orðinn ráðherra.

Ögmundur vill alla hluti gera vel og á vafalaust eftir að leggja sig fram. Honum flyt ég árnaðaróskir í tilefni þessa.


mbl.is Ögmundur verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ömmi frændi hélt mikið útipartí á Grímshaganum þegar hann varð sextugur í sumar og öðrum íbúum götunnar þykir svo vænt um Ömma að þeir féllust á að götunni yrði lokað fyrir allri bílaumferð vegna þessa virðulega samkvæmis.

Að vísu eru bara tveir íbúar í götunni, Ögmundur og Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró. Þar er því mikil fisklykt, þannig að teitin var í styttra lagi. Þar að auki fór að rigna.

En sjálfur forsetabíllinn lokaði götunni fyrir bílaumferð og Jóhann á svo fallegar dætur að öll þessi atriði voru svo yfirþyrmandi og guðdómleg að ég hefði talið undirritaðan vera kominn til Himnaríkis ef Lína langsokkur hefði einnig verið í teitinni.

Þorsteinn Briem, 30.1.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta tek undir þetta um Ömma frænda! Hann var sannur foringi og frábær formaður SFS. Og hélt afar vel á málum okkar á Laugaveginum í verkfallinu mikla 1984

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

En hvernig á formaður BSRB að geta hagrætt í heilbrigðiskerfinu?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 30.1.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það sem er líklegast er að hann geri ekki neitt...það eru jú að koma kosningar.

Það var þetta sem Geir átti við þegar hann vildi ekki boða til kosninga.  Hins vegar varð að skipta stjórninni út til að stjórnvöld fengju vinnufrið og það einfaldlega kostar þetta.  Hér gerist ekki neitt þangað til eftir kosningar í vor þegar fólk verður aftur farið að hugsa til lengri tíma með nýtt og skýrt umboð.  Þær þurfa því að koma sem fyrst svo þessu millibilsástandi linni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 30.1.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband