Álit okkar erlendis gríðarlega mikilvægt.

Á síðustu árum hefur alþjóðasamfélagið breyst svo mikið að óhugsandi er fyrir nokkra þjóð að líta á sig sem eyland nema að fórna miklu til. Endurreisn álits okkar erlendis má meta til þúsunda milljarða króna ef menn vilja endilega setja slíkan stimpil á allt.

Ég hef sjálfur orðið vitni að því hvernig þjóðhöfðingi okkar getur opnað dyr erlendis sem enginn annar getur gert. Þjóðhöfðingjar njóta nefnilega sérrréttinda sem engir aðrir hafa og þjóðhöfðingi sem nýtir sér slíkt í nánum samhljómi við þjóð sína og þjónustu við hana getur gert mikið gagn.

Við Íslendingar lifum á samskiptum við útlönd. Við erum mikil útflutningsþjóð og þurfuma að sama skapi að flytja mikið inn.

Við megum ekki láta útrás fjárglæfra koma óorði á orðið útrás. Þrátt fyrir kreppuna eigum við enn fyrirtæki erlendis sem hafa staðið sig vel og standa enn af sér storminn. Össur er gott dæmi um fyrirtæki, sem byggir í grunninn á hugviti einu og útfærslu þess.

Við eigum líka fyrirtæki hér heima sem flytja út vörur, sem byggjast á hugviti og útsjónarsemi svo sem fyrirtækið CCP.

Danir eiga engar orkulindir eða hráefni í formi auðs en komast samt af.

Við erum í stöðu nokkurs konar efnahagslegs áfengissjúklings sem fór yfirum á allsherjarfylleríi. Þegar áfengissjúklingar fara í meðferð játa þeir því að þeir þurfi utanankomandi aðstoð til þess í sátt við umhverfið. Þeir þurfa ekki aðeins að hætta að drekka, heldur einnig að endurheimta glatað traust og heiður.

Það þurfum við og verðum líka að gera sem þjóð.


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almennur miskilningur að Danir séu bara svona klárir. Þeir eiga mikið ræktunarland, auðugar olíulindir og námur. Þeir eru með jákvæðan vöruskiptahalla vegna útflutnings á auðlindum.

Þeir eru vissulega með mikinn hugvitsútflutning en þeir eru aðallega að nýta náttúru sína.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlutur iðnaðar í vergri landsframleiðslu var NÁKVÆMLEGA SÁ SAMI, 26,3%, í Danmörku og á Íslandi árið 2007.

DANMÖRK:


Verg landsframleiðsla (GDP) árið 2007:

Landbúnaður: 1,6%,
iðnaður: 26,3%,
þjónusta: 72,1%.

Vinnuafl árið 2004:

Landbúnaður: 3%,
iðnaður: 21%,
þjónusta: 76%.


ÍSLAND:

Verg landsframleiðsla (GDP) árið 2007:

Landbúnaður: 5,3%,
iðnaður: 26,3%,
þjónusta: 68,4%.


Vinnuafl árið 2005:

Landbúnaður: 5,1%,
iðnaður: 23%,
þjónusta: 71,4%.


Denmark
Economy 2008, CIA World Factbook
.

Verg landsframleiðsla
(Gross Domestic Product) er verðmæti allra vara og þjónustu sem framleidd er í landinu á ári. (Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra).

Þorsteinn Briem, 2.2.2009 kl. 13:24

3 Smámynd: Kristján Logason

Þetta eru mjög merkilegar niðurstöður Steini og sannar enn og aftur að ál iðnaðurinn er ekki að skila því sem vera bæri til þjóðfélagsins. Hann er jú stærsti hluti iðnaðarins.

Annað er að miðað við þessar tölur þá hafa menn haldið á lofti kolröngum tölum um ál iðnaðinn.

Nú væri sérstaklega gaman að sjá samanburð á ferðaþjónustu og áliðnaði, svona ef menn geta tekið þetta saman hlutlaust einu sinni 

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kristján Logason. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér undanfarna mánuði vegna gengisfalls íslensku krónunnar og þeir eyða mun meiru hér hver og einn í erlendri mynt en fyrir ári. Og nú kostar Bandaríkjadalur 80% fleiri krónur en 2. febrúar í fyrra.

Hver erlendur ferðamaður eyddi hér að meðaltali um hundrað þúsund krónum árið 2007, þannig að gera má ráð fyrir að þeir eyði hér hver og einn allt að tvö hundruð þúsund krónum í ár, alls um eitt hundrað milljörðum króna um allt landið, enda þótt þeim fjölgi ekkert frá síðastliðnu ári.

Um hálf milljón erlendra ferðamanna kom hingað í fyrra og þar að auki um sjötíu þúsund ferðamenn með um 80 skemmtiferðaskipum, en vegna skammrar dvalar hérlendis eyða þeir hér lægri fjárhæð, hver og einn, en aðrir ferðamenn. En skemmtiferðaskip geta lagst að bryggju í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og Húsavík.

Erlendir ferðamenn kaupa hér mikið af íslenskum landbúnaðarafurðum í verslunum og veitingahúsum og það er að sjálfsögðu útflutningur á íslenskum landbúnaðarafurðum.

Hins vegar seljum við ekki ál, þar sem álverin hér eru ekki íslensk, en við seljum rafmagn til álveranna í samræmi við heimsmarkaðsverð á áli, sem féll um meira en 50% í Bandaríkjadölum talið frá júlí í fyrra til ársloka.

Hver ferðamaður dvelur hér að meðaltali í viku og hálf milljón erlendra ferðamanna eyddi hér samtals um fimmtíu milljörðum króna í fyrra. Flestir þeirra dvelja skamman tíma í Reykjavík, þannig að þeir dreifa þessum gjaldeyri um allt landið.

Heimsmarkaðsverð á olíu féll um 73% frá 22. maí í fyrra til 15. janúar í ár, úr 133 Bandaríkjadölum fyrir tunnuna í 36 dollara, en íslenska krónan féll á sama tíma um 77% gagnvart dollar.


Olíukostnaður íslenskra útgerða lækkaði því ekki á þessu tímabili en íslenskir fiskútflytjendur fá nú mun hærra verð fyrir fiskinn erlendis í krónum talið en fyrir ári, þrátt fyrir 5-10% verðlækkun á fiski erlendis undanfarið í erlendri mynt.

Nú fást 80% fleiri krónur fyrir hvern Bandaríkjadal en 2. febrúar í fyrra, 56% fleiri fyrir evru, 114% fleiri fyrir japanskt jen og 30% fleiri fyrir breskt sterlingspund.

02.02.2009 (í dag): "Samkvæmt samtölum við fiskútflytjendur fór að bera á minnkandi útflutningi og lægra verði síðasta haust, og hefur jafnt og þétt verið að minnka og lækka síðan, með smá undantekningu kringum jólin.

Hefur fiskverðið lækkað að jafnaði um 5-10% í erlendri mynt og benda útflytjendur á að þar með sé hækkunin frá 2007 komin að mestu til baka."

Þorsteinn Briem, 2.2.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband