Óákveðnir langstærsti hópurinn.

Allt fram til síðastliðins hausts hafði Sjálfstæðisflokkurinn þá sérstöðu samkvæmt skoðanakönnunum að þurfa ekki nema einn samstarfsflokk til að mynda meirihlutastjórn. Fyrir jól gátu Samfylking og VG myndað meirihlutastjórn en eftir áramót hafa engir tveir flokkar meirihluta atkvæða nema Sjálfstæðismenn og VG. Slíkt stjórnarmynstur verður þó að teljast ólíklegt eftir það sem á undan er gengið. 

Þetta er þó ekki alveg marktækt og ýmsar ástæður fyrir því. 

Þessi skoðanakönnun er með 42% óákveðna og mér skilst að hún sé bara á netinu. Í síðustu könnunum hafa framboð utan fjórflokkanna verið með 8-14% atkvæða. Þess vegna er aðeins að marka allra stærstu drætti í fylgisbreytingum stærstu flokkanna.

"Aðrir" eru líklega fleiri en einn aðili og því færu þetta 16-28 þúsund atkvæði í vaskinn utan fjórflokkanna í hverri könnun, ef 5% reglan væri í gildi. Þaðálíka fjöldi og í heilu landsbyggðarkjördæmi. 

Ef allt þetta fylgi fellur út fyrir þingfylgið virðist þingmannafjöldi tveggja af þremur stærstu flokkunum duga til myndunar meirihlutastjórnar þótt minnihluti atkvæða fylgdi þessum stjórnum. 


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér reiknast svo til að 563 aðilar hafi svarað spurningunni eða u.þ.b.  0,002% af þjóðinni.  Það er ekki marktækt.  

Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn og spái því að sjallarnir fái svona 1000 atkvæði.     Jæja, ok, 1500.     

Anna Einarsdóttir, 13.2.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Offari

Óákveðnir hafa alltaf komið vel út úr skoðanakönnunum. En aldrei náð sæti á þingi.

Offari, 13.2.2009 kl. 18:38

3 identicon

Suðurneskarlar 985konur 767alls 1.752

Nýjustu tölur frá Suðurnesjum hvað atvinnuleysið er í dag þar á bæ alls 1752 manns. Ég sagði frá því fyrir 3 dögum eða svo hér á þessari síðu að atvinnuleysistölurnar voru komnar í 1640 manns og spáði því í leiðinni að þær yrðu um 2500 manns á kjördag sem verður þann 25.apríl nk. sem ég fer að halda nú í fljótu bragði að það sé varlega áætlað hjá mér. Ef þjóðin ætlar að verðlauna gömlu flokkanna í næstu kosningum og afhenda þeim aftur veldissprotann sem bera ábyrgð á leikreglunum hér á landi undangenginna ára þá er þessari þjóð ekki viðbjargandi því miður.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:40

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Frá því að skoðanakannanir hófust og tóku þjóðarpúlsinn, hefur fylgi við Sjálfstæðisflokkinn ætíð verið töluvert meira en í kosningum. Alltaf er spurning um aðferðafræðina sem liggur að baki.

Það verður því að líta svo á að fylgi við Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönnunum sé hámarksfylgi.

Ljóst er að næstu 10 vikur verði heilmikil „vertíð“ hjá þeim sem framkvæma skoðanakannanir. Í mörgum löndum er ekki heimilt að gera þær síðustu dagana fyrir kosningu og eru góð og gild rök fyrir því.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2009 kl. 18:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á smokkum stendur smáum,
og smekklegt er þarfaþing,
á sjálfsölum við það sjáum:
"Sjálfstæð Íslandshreyfing."

Þorsteinn Briem, 13.2.2009 kl. 19:52

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég bíð eftir skýringum Ómars á litlu fylgi Íslandshreyfingarinnar. Fylgi hennar hefur aldrei mælst minna, er núna átta sinnum minna en í síðustu kosningum. Ekki misskilja mig, held að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðin hljóti að eiga hljómgrunn hjá þjóðinni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.2.2009 kl. 20:47

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sigurður, þegar skoðaðar eru tölurnar fyrir utan fjórflokkinn sést svipuð þróun. Þess ber að geta að svonefnd skekkjumörk nema 2% og bitna hlutfallslega meira á litlum framboðum en stórum. Fylgi Íslandshreyfingarinnar hefur rólað frá 0-4% í heilt ár og illmögulegt að útskýra það. 

Nú hellast yfir þjóðina heilu fjöllin af stórfréttum um kreppuna og af vettvöngum fjórflokkanna. 

Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á málsvörum milljóna ófæddra Íslendinga sem okkar kynslóð hugsar um að hlunnfara á óafturkræfan hátt í örvæntingu vegna kreppu, sem verður lang líklegast tímabundin, þótt erfið sé.

Jafnvel þótt kreppan taki nokkra áratugi er það örlítið brot af sögu þjóðarinnar og hagsmunum þeirra Íslendinga sem eiga eftir að byggja þetta land.  

Ómar Ragnarsson, 14.2.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband