Nano, iQ, Logan, Maluch og Ford T.

dacia-logan-mcv-01dacia-logan-f250px-Toyota_iQRétt um það bil sem minnst var þess að öld var síðan Ford T kom á markað, eru þrír nýir bílar á markaði sem byggjast á svipaðri hugsun um einfaldleika og nægjusemi.

Þetta eru bílarnir Tata Nano, Toyota iQ og Dacia Logan.

Aðeins einn þessara þriggja 

IMG_0196DSCF0434tata-nano-luxury-model-cartata_nano_1tata-nano-car-interior-view-insideDSC00121nýju bíla, Toyota iQ, er kominn á markað hér á landi en hann er ólíkur hinum tveimur að því leyti að hann er það sem kallað er "hlaðinn staðalbúnaði" umfram marga aðra bíla af svipaðri stærð.

iQ, sem sést hér fyrir naðan Logan-bílana, tekur þrjá fullorðna og eitt barn.

Þegar setið er frammi í honum finnst mönnum þeir vera í bíl af millistærð, vegna þess hve hann er breiður, 1,68 metrar.

En þótt bíllinn sé með fjögur sæti er hann meira en einum og hálfum metra styttri en meðalbíllinn á Íslandi, og í því felst gildi hans í borgarumferð og einnig því að hann er með minnsta beygjuhring sem sést hefur 40 ár síðan Triumph Herald var og hét, 7,8 metrar.

Það er 3 metrum minni hringur en að meðalbíl.  

Bíllinn dugar fullkomlega fyrir innanbæjarnot og líka til hraðaksturs á vegum.

Ef helmingur bílaflotans á höfuðborgarsvæðinu væri af þessari lengd myndu daglega vera auðir mörg hundruð kílómetrar af malbiki í Reykjavík sem nú eru þaktir bílum.

Engin umferðarteppa á Hringbrautinni vestan við Valsheimilið.

Dacia Logan er orðinn mjög vinsæll bíll í Þýskalandi. Fólksbílinn er í stærðarflokki með Volkswagen Polo en með jafnstóru farangursrými og S-Benz.

Ef þessi bíll væri fluttur inn til Íslands væri hann langódýrasti bíllinn, og sjö manna útgáfan af honum væri næstódýrasti bíllinn !

Í Logan er nýjasti vél- og drifbúnaður Renault-verksmiðjanna, sem eiga Dacia.

Bíllinn er framleiddur í róbóta-verksmiðju í Rúmeníu á svipaðan hátt og Suzuki Swift er framleiddur í Ungverjalandi.

Lága verðið fæst með ódýru vinnuafli og því að sleppa öllu rafmagnsdraslinu sem hefur þótt nauðsynlegt í bílum, samlæsingum, rúðuupphölurum og Guð má vita hvað.

Hann er samt með fullnægjandi öryggisbúnaði, loftpúðum og slíku.

Þessi bíl á eftir að eiga erindi til Íslands.

Hönnunin miðast við sparnað, engar dýrar bogadregnar rúður heldur allt slíkt í lágmarki en samt er bíllinn fallegur og nútímalegur.

Indverski bíllinn Tata Nano, háleiti guli bíllinn hér fyrir ofan og langódýrasti bíll heims, er Ford T okkar tíma og lausnin á bak við hann minnir á Fiat 500 og Fiat 126 sem voru í meira en 40 ár einföldustu og ódýrustu bílar í Evrópu.

Hér til hægri fyrir ofan Nano sjást tveir slíkir og líka mynd af þeim þriðja, þar sem fjórir vel vaxnir kokkar sitja í blæjubíl af þessari gerð. 

Svona naumhyggjubíla  hef ég alla tíð kosið til nota og Fiat 126 stenst öryggis- og mengunarkröfur Evrópusambandins.

Þeir voru framleiddir til ársins 2000, með tveggja strokka rúmlega 600cc vél afturí, drif á afturhjólunum, fjóra gíra í stað fimm og lítil 12 tommu dekk.

Tóku fjóra í sæti og hámarkshraðinn 105-116 km/klst.

Þyngd Fiat 126 er um 600 kíló og allar framangreindar tölur eiga líka við Nano. Fiat 126 ber nafnið "Maluch" í Póllandi, en það þýðir "Lilli." 

Nano þýðir svipað og Mini auðvitað líka.  

Litlu hjólin eru úti í hornum Nano eins og á Mini og Fiat 500 og Nano er aðeins 5 sentimetrum lengri en Mini en miklu rúmbetri, vegna þess að hann er 25 sentimetrum hærri en framangreindir bílar.

Með því fæst rými til að hafa vélina undir aftursætum bílsins, eins og sést hér að ofan á mynd af bílnum að innan. Þar sést vel hvernig þessi tilhögun skapar ótrúlegt pláss og allir sitja hátt og þægilega í bílnum.

Hæð undir lægsta punkt er eins og á jepplingi, 20 sentimetrar.

Menn hafa áhyggjur af útblæstri Nano en hann er með innspýtingu og rafeindakveikju í nýtískulegri og einfaldri vélinni.

Hann mun í þróunarlöndunum koma í staðinn fyrir vélhjól með hliðarvögnum sem líkast til eru með eins miklinn eða jafnvel meiri útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Neðsta myndin gæti heitið 2007-2008, táknræn fyrir þau aldahvorf sem nú eru að hefjast með endurmati á þeim gildum, sem þóttu góð og gild á 20. öldinni, en hljóta á breytast á þeirri 21.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Þetta er góð og þörf greining hjá þér en það er eitt sem þú gleymir Ómar. Íslendingar kunna ekki að keyra. Ég held að það væri óhætt að bæta svona 100 manns við hverja meðal björgunarsveit við að grafa fólk úr sköflum á hinum ýmsu heiðum þegar menn eru farnir af stað við hin ýmsu skilyrði þrátt fyrir aðvaranir þar um.
Reyndar hefur ekki skipt máli hvernig bílar eiga hlut að máli, til að vera hreinskilinn...

Heimir Tómasson, 1.4.2009 kl. 14:44

2 identicon

Bílar eru böl.

Það hefur verið reiknað út að þegar bílafjöldinn eykst um einn bíl það fjölgar bílastæðúm um 7. Með smábílum má einnihg minnka bílastæðin.

 Kannski hafa sérstök bílasæði fyrir smábíla?

Því hefur líka verið haldið fram að íslendingar séu búnir að velja einkabílinn sem ferðamáta. Þetta er rangt. Okkur hefur aldrei verið boðið uppá neitt annað og borgarskipulagið hefur haft einkabílinn sem forsendu skipulagsins.

Í sambandi við þessa ágætu smábíla þarf að velta fyrir sér hvort leyfa eigi torfærutröllunum að aka um göturnar. Er ekki rétt að banna þessa bíla á götum og vegum svipað og það er bannað að aka jarðýtum eftir götum, strætum og vegum landsins???

Þakka þér bloggið Ómar. Les það alltaf

Hilmar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég er að láta mig dreyma um að næsti bíll sem ég kaupi verði rafmagnsbíll... Væri alveg til í rafmagnsútgáfu af iQ, fjarlægja úr honum rafmagnsdótið (til að spara rafmagn, auðvitað), nóg pláss fyrir stóran rafgeymi undir gólfi eða þar sem vélin er núna, 2 mótórar úti við hjól (eða 4 smærri?) og voila! Fullkominn borgarbíll.

Jón Ragnarsson, 1.4.2009 kl. 16:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rafknúin útgáfa af iQ mun vera á dagskrá hjá Toyota.

Ómar Ragnarsson, 1.4.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband