Ekki keppni fatahönnuða.

Keppni er nefnd Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hvað þýðir það?

Atriðin hljóta að vera nokkurn veginn í þessari mikilvægisröð.

1. Þetta er söngvakeppni, ekki endilega söngkeppni eða söngvarakeppni, þótt söngurinn skipti auðvitað máli. Þetta er keppni um besta lagið, lag sem eigi eftir að lifa í flutningi ótal söngvara.  Lagið "Heyr mína bæn" var besta lagið í einni keppninni og vann verðskuldað þótt söngkonan var ekki sú besta, - Ellý söng þetta lag margfalt betur síðar.

2. Textinn við lagið. Einhvert vanmetnasta atriðið. Til úskýringar nefni ég lag, sem var ekki í söngvakeppni, en er mjög gott. Bítlarnir gerðu þetta lag sem hét fyrst "Scrambled egg." Hefði það orðið jafn frábært með þeim texta og með hinum endanlega texta: "Yesterday"?

3. Söngurinn. Hann skiptir miklu máli. Við þekkjum mörg dæmi um það.

4. Útsetning lagsins og hlutverkaskipan.

5. Sviðsuppsetning (kóreógrafí).

6. Útlit og aldur flytjandans þarf að passa við lagið og lyfta því frekar en hitt. 

7. Fatnaður.

Mjög mikilvægt er að einráður stjórnandi sjái um að þessi atriði séu öll í lagi og vinni saman, en ekki hvert á móti öðru og að þeim sé rétt forgangsraðað.

Á þetta hefur oft skort og hér kem ég að hættu sem er á ferðum núna: Þetta er ekki keppni í fatnaði, ekki keppni fatahönnuða.

Kann vel að vera að fatnaðurinn, sem viðkomandi fatahönnuður hefur valið, veki lang mesta athygli, og myndi sigra í sérstakri keppni fatahönnuða á stórri tískusýningu, en þá hættir fatnaðurinn að styðja lagið og flutning þess og stelur athyglinni frá því.

Við munum eftir fatnaðinum hlægilega í Gleðbankanum og buxnakjól Selmu, sem rændi hana sigri.

Besta dæmið sem ég veit um fatnað er úr norskri kosningabaráttu á áttunda áratugnum.

Formaður Miðflokksins kom í sjónvarpskappræður með æpandi rauðskræpótt hálsbindi og allir á heimlinu fóru að tala um hálsbindið og tóku ekki eftir því sem maðurinn sagði.

Eftir á var hálsbindinu kennt um ósigur flokks hans og gott ef ekki stjórnarskipti.

Ég er dauðhræddur við þetta kjólhlass sem Jóhanna Guðrún á að vera í. Sverrir Stormsker kallar það gardínuafganga. Það hefur þegar vakið athygli, umtal og deilur og mér líst ekkert á blikuna.


mbl.is Jóhanna Guðrún ekkert stressuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Brá þar Sverri í brún,
á brókinni ekki er hún,
dúllan sem æður í dún,
dísæta Jóhanna Guðrún.

Þorsteinn Briem, 11.5.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það hefur einkennt íslenska keppendur í eurivísjon, fyrir utan Pál Óskar, að vera afspyrnu hallærisleg í klæðaburði á sviði...  Þessi kjóll er bara... slakur

Óskar Þorkelsson, 11.5.2009 kl. 22:50

3 identicon

Heill og sæll,

Ég verð reyndar að viðurkenna fullkomna vanþekkingu á þessari keppni, horfi yfirleitt ekki á hana og veit ekkert um lögin þarna í ár frekar en venjulega.

En einhvern veginn held ég að röðin á mikilvægi þessara atriða sé aðeins önnur en þú nefnir. Í "fullkomnum heimi" skiptir textinn ekki síður máli en lagið, en ég efast um að fólk sé að velta textanum fyrir sér í Eurovision. Eða hvað? Man einhver einhvern texta...? Enda eru textarnir yfirleitt frekar einfaldir, til að flækjast ekki fyrir.

Svo skiptir líklega söngvarinn og útlit hans ekki síður máli en sjálfur söngurinn. En líklega er það rétt að við höfum aldrei grætt neitt sérstaklega á klæðnaðinum, hvernig sem stendur eiginlega á því.

Hefur annars einhver tekið saman hvort árangur Íslands er nokkuð betri eftir að landinn fór að syngja þarna á ensku?

Þorfinnur (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 01:08

4 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Ómar.

Við hjónin áttum leið í dag um Lyngdalsheiðina, hún var vægast sagt skelfileg, endalaus þvottabretti eftir látlausa rigningu.

Ég sagði við mína frú að þetta hefði nú verið vinsæl rallý leið hér á árum áður og í kjölfar þeirra umræðna komst þú til tals minn kæri.

Þá varpaði frú mín upp kostulegri spurningu sem vafalítið margir aðrir hafa gert. Hvað er það sem Ómar hefur ekki gert, eða hefur ekki skoðun á. Um þetta ræddum við í dag á heiðinni og stytti það okkur sannarlega stundir.

Við komumst að því að það væri fátt en við gleymdum því greinilega að þú ert jafnvel góður fatahönnuður einnig.

Eigum við ekki að vona að þvottapokakjóllinn virki.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. Þú ert gullmoli kæri Ómar eða jafnvel hreinlega demantur.

Karl Tómasson, 12.5.2009 kl. 01:49

5 identicon

Þetta er fjallkonulegur kjóll og þjóðlegur, eins og að vera í fánanum næstum því. Miklu flottara en að vera ber eins og tískan er í dag.

rósa (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 05:41

6 identicon

Ég skil ekki af hverju hún verður ekki í  kjólnum sem hún var í í undankeppninni hér heima. Hann  var flottur og hún stórglæsileg og bar hann afskaplega vel.Þessi blái minnir mig á svanaslysið hennar Bjarkar hér um árið

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 08:01

7 Smámynd: Billi bilaði

Þorfinnur: Þú spyrð hvort nokkur kunni texta úr þessari keppni. Ekki er ég mikill Eurovision-aðdáandi, en ætli ég geti samt ekki farið með góð brot úr nokkrum textum:

Waterloo, All kinds of everything, Gleðibankann, Hægt og hljótt, og hitt lagið hans Valgeirs "Lýstu mína leið, lostafulli gamli máni" - (hvað heitir það: "Horfðu aftur í augun á mér"?), Sókrates, og jafnvel fleiri.

Billi bilaði, 12.5.2009 kl. 11:44

8 Smámynd: Hlédís

Svana-"slysið" forðum! Mikil einföldun/-feldni er þetta! Svanabúningurinn var ekki "tísku"-hönnun, Ragna Birgisdóttir! Við getum allt eins sagt að Eurovision sé eitt "Allsherjar-Slys" þar sem tísku- og glys -fórnarlömb gefa hvort öðru einkunnir! Hugsaðu málið.

Hlédís, 12.5.2009 kl. 15:09

9 identicon

Þakka þér fyrir Hlédís mín. Þú kannt alltaf að orða hlutina.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 19:58

10 Smámynd: Hlédís

Þakka notalegar viðtökur við fremur - svona - sterkum fullyrðingum, Ragna!

Hlédís, 12.5.2009 kl. 20:06

11 identicon

Þessi kjóll  passaði henni bara stórkostlega ,

er það ekki dáltið lélegt að vera koma með svona comment rétt fyrir eurovision ?

og fyndið að sjá hvað margir smitast síðan af þér Ómar og  Sverrir Stormskeir, eins og þið séuð bara orðnar tískulöggur íslands.!

En þetta er allveg týpískt dæmi með íslendinga, það þarf allltaf að koma með negatív comment á aðra, alldrey þessi samvinna frá byrjun , og síðan ef allt gengur eftir óskum , þá er hægt að kalla hana stelpan okkar, eða eins og í sportinu strákarnir okkar.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:17

12 identicon

Brostu Sigurður.Þetta kallast bara skoðanaskipti um kjólinn sem mönnum finnst annaðhvort ljótur eða fallegur.Hann er dauður hlutur og það skiptir engu máli.Stúlkan er aftur á móti gullfalleg og syngur eins og engill og ég hef hvergi séð hallað á hana enda er hún bara flott.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:54

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að dæma kjólinn að öðru leyti en því að hann á að styðja heildarmyndina og styrkja lagið og flutninginn en ekki að stela athyglinni af því.

En nú er Jóhanna Guðrún Jónsdóttir (það eru til fleiri konur sem heita Jóhanna Guðrún, af hverju er föðurnafninu alltaf sleppt?) komin áfram og kannski voru áhyggjur mínar óþarfar, - kjóllinn farinn að venjast og stelur því ekki senunni.

Ómar Ragnarsson, 12.5.2009 kl. 22:55

14 identicon

Ég er lélegasti Eurovision spekúlant sögunnar... verð að viðurkenna að ég þekki hvorki textann í Waterloo né All Kinds of Everything..! - þó ég hafi auðvitað heyrt þessi lög þúsund sinnum. Held samt að afskaplega fáir hafi velt textunum í gær fyrir sér, á meðan sum lögin eru eftirminnileg, sem og sviðsframkoma sumra.

En ég horfði með öðru auganu í gær og hún komst áfram. Glæsilegt. Var það "vegna kjólsins" eða "þrátt fyrir kjólinn"? Ég held hvorugt. Held hún hafi farið áfram á söngnum, fyrst og fremst. Virkilega flott frammistaða. Hinsvegar bráðvantar millikafla í þetta lag, það er einsog það sé ekki fullklárað.

Ég vona samt að það verði skipt um kjól á laugardaginn. Það er ómögulegt að gifta sig tvisvar í sama brúðarkjólnum!

Annars sakna ég þess að Ísland setur aldrei neitt "show" eða "spectacle" á svið. Við tökum þetta alltof alvarlega og atriðin okkar eru alltaf mjög hefðbundin á meðan ýmsar aðrar þjóðir taka nettan sirkus á þetta. Eina almennilega "atriði" Íslands frá upphafi var Sylvía Nótt. Vantar meira svoleiðis.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:31

15 Smámynd: Hlédís

Æ, kæri Þorfinnur! Það er ALVEG nóg af 'svoleiðis' - þó Sylvía hafi bara verið ágæt.

Hlédís, 13.5.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband