Fengu einn vinnudag hvort.

Kolbrún Halldórsdóttir var aðeins búin að sitja einn vinnudag í embætti umhverfisráðherra þegar formaður Framsóknarflokksins gerði henni grein fyrir því að það væri skilyrði flokksins fyrir að verja stjórnina vantrausti að áfram yrði haldið á stóriðjubrautinni án minnstu tafar.

Steikngrímur Sigfússon kynnti í fyrradag umhverfisstefnu nýrrar ríkisstjórnar en fróðlegt er að sjá skilaboðin sem ráðuneyti hins græna fjármálaráðaráðherra senda út aðeins einum degi síðar: Þar segir að það sé skilyrði fyrir því að hægt verði að vinna bug á kreppunni að halda stóriðjustefnunni áfram.

Þetta eru sígild skilaboð til hinnar hræddu þjóðar: Það má ekki hætta á braut stóriðju og virkjana, annars er hér kreppa og atvinnuleysi.

Fyrrum ráðamaður þjóðarinnar lýsti þessu þannig fyrir mér að þegar búið yrði að virkja allt og láta stóriðjuna (kannski eitt erlent stóriðjufyrirtæki) hafa alla orku landsins með tilheyrandi eyðileggingu náttúruverðmæta yrði það bara hlutverk komandi kynslóða að ráða fram úr því að virkjanaæðið dygði ekki lengur.

Ef farið verður í byggingu álvers í Helguvík og stækkun í Straumsvík verður farið beint á svig við stefnuatriði í stjórnarsáttmálanum sem þangað rötuðu úr umhverfisstefnu landsfundar Samfylkingarinnar, sem sé þau, að orkuöflun sé sjálfbær (endurnýjanleg) og forðast sé að stunda ágenga orkunýtingu við jarðvarmavirkjanir.

Þetta yrði þverbrotið með þeirri orkuöflun sem álver í Helguvík og stækkun í Straumsvík krefjast og áfram haldið á þeirri braut ósjálfbærrar orku sem leiða mun til eyðileggingar mestu verðmæta landsins, einstæðrar náttúru.

Þegar lofað er hagvexti og nokkur þúsund störfum vegna álversframkvæmda er þess ekki getið að þegar framkvæmdunum ljúki verði þetta fólk atvinnulaust. Þegar maður pissar í skóinn hlýnar honum í bili en verður síðan enn kaldara en fyrr.  

Boðskapur fjármálaráðuneytisins leiðir huganna að því að þegar Davíð Oddssyni mislíkaði við Þjóðhagsstofnun á sínum tíma lagði hann hana bara niður í samræmi við stjórnunarstíl sinn. 

Sagt var að greiningardeildir bankanna, hagfræðingar atvinnulífsins og fjármálaráðuneytisins myndu gera þetta jafnvel, ef ekki betur. Nú hafa sérfræðingar fjármálaráðuneytisins talað og aðrir væntanlega syngja með þeim í kór. 

Margir eru á þeirri skoðun að betra hefði verið að algerlega óháð og öflug stofnun hefði séð um efnahagsgreininguna og efnahagsspárnar í stað greiningardeildianna, sem lituðu hið tryllta hagkerfi "gróðærisins" með gylltum tölum. 


mbl.is Spá hagvexti á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í raun var sagt að það væri skilyrði fyrir hagvexti að halda stóriðjustefnunni áfram. En svo er annað mál hvort að hagvöxtur sé til þess að losa undan kreppunni. Ég vill til dæmis meina að hagvöxtur á röngum forsendum sé til þess að, kannski losa tímabundið úr núverandi kreppu, en líka að koma okkur í stærri og meiri kreppu síðar meir. Hagvöxtur er ekkert annað en stækkun hagkerfisins og því ber ekki að líta á hagvöxt sem nokkuð meira eða minna en nákvæmlega það að hagkerfið sé að stækka. Sum sé jafn merkingabært og talan 1.000.000.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:13

2 identicon

Endurreisum Þjóðhagsstofnun........spádómar ráðuneyta verða aldrei trúverðugir.

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 17:59

3 identicon

Já það er merkilegt að við séum ekki búin að læra enn af mistökunum.  Og það er merkilegt hvernig sumir menn endurtaka lýgina nógu oft til að sannfæra sjálfa sig um að Straumsvík hafi borgað Búrfellsvirkjun.

Ég hef spurt kostaði bar 2 mills að byggja Búrfell eða var það ekki verðið sem borgað var fyrir orku til Straumsvíkur þegar Sjálfstæðismenn gengu berserksgang til að ganga millil bols og höfuðs á Hjörleifi Guttormssyni fyrir að koma upp um þjófnað samherjana frá Sviss.

Og ég efast um að 8 millsin sem Sverrir hækkaði verðið í hafi dugað fyrir byggingarkosnaði Búrfellsvirkjunar.

Núna er Árni Sigfússon að endurtaka lýgina.  Ekkert bjargar Suðurnesjunum nema gassalegar hugmyndir um stóriðju í álbræðslu og samvinnu við fjárglæframenn um heilsutengda ferðaþjónustu og hvað þarf til auðvitað á að færa auðmönnunum á silfurfati spítala á Suðurnesjum og þá er í lagi að segja upp einhverjum vesælum hjúkrunarfræðingum ef einhver gæðingur getur grætt eða bara blaðrað um hvað hann ætlar að græða.  Ef Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurnesjum hefði lagt bara 10% af því sem þeir hafa lagt í þessi stóru áform sín í fleirri og smærri mál fullyrði ég að atvinnuástandið á þeim slóðum væri ekki eins alvarlegt eins og raun ber vitni.

Ómar fáum fram sannleikan um Búrfell þeir reikningar allir ættu að vera til og hvern eigum við að fá í að endurskoða og reikna út hver borgaði Búrfell í raun.  Ég sting upp á Grétari Óla, (hihihi) hann er nú góður í reiknningi .)

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband