"Gegnsæi" og "allt uppi á borðinu" ?

Sú frétt á sjálfan þjóðhátíðardaginn að í nauðasamningunum um Icesave láti Íslendingar dómsvald af hendi til viðsemjenda sinna í einu og öllu varðandi ágreining um samningana er sláandi af mörgum ástæðum.

Núverandi ríkisstjórn komst til valda á þeim forsendum að gera stjórnarbót, víkja burtu laumuspili og feluleik, "fá allt upp á borðið" og hafa "gegnsæi" að leiðarljósi.

Þar af leiðandi verður að skírskota til þessara loforða stjórnarinnar og að hún standi við þessi fyrirheit en láti ekki dragast að veita upplýsingar í stað þess að mikilsverð atriði "leki" út eins og nú hefur gerst og halda áfram öðrum atriðum leyndum.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sá kostur að Íslendingar geri sig að eins konar Norður-Kóreu á Vesturlöndum sé verri en sá að leita skástu lausnar á deilumálum og vandamálum varðandi uppgjör við hrunið í samvinnu við nágrannalöndin og alþjóðastofnanir.

Allar lýðræðisþjóðirnar sem við erum nú í samskiptum við ættu samt að skilja þessa einu setningu: Í engu lýðræðislandi er hægt að ætlast til þess að þjóðþing samþykki samninga nema öll atriði þeirra liggi fyrir.

Ef lýðræðisþjóðirnar sem við eigum í samskiptum við skilja þetta ekki vaknar spurningin um það hve mikils virði grundavallarreglur lýðræðisins séu í raun hjá þeim. 

Við höfum ekki verið nógu dugleg við að draga fram einföld og sterk atriði varðandi málstað okkar og koma honum rækilega á framfæri. Stærsta verkefnið nú og framvegis verður að gera þetta. En þá verður allt að vera "gegnsætt" og "uppi á borðinu."


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband