Þarf MH áfallahjálp?

Svo er að sjá af fréttum af bálreiðum foreldrum að MH og fleiri menntaskólar séu svo lélegir að nemendur, sem í þeim lenda þurfi áfallahjálp. Samkvæmt þessu hefðu sex af sjö börnum okkar hjóna þurft áfallahjálp á sínum tíma vegna þess að aðeins eitt barnið fór í M.R.

Hin fengu menntun í MH og Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Í öllum tilfellum var þetta val þeirra sjálfra en ekki virtist um það að ræða að við sem foreldrar þeirra hefðum brugðist þeim með því að krefjast þess ekki af þeim að ganga í M.R. eða Versló.

Ef það er rétt hjá móður stúlku í Hagaskóla að aðrir menntaskólar en M.R. og Versló séu svo lélegir að börn, sem ekki komast í þá, þurfi áfallahjálp má spyrja á móti hvort til dæmis M.H. þurfi ekki áfallahjálp vegna þess harða dóms sem gefið er í skyn að foreldrar fella yfir þeim skóla og öðrum.

Við hjónin fórum ekkert á límingunum vegna þess í hvaða skóla börnin okkar fóru. Ekki er að sjá, að þeir þrír skólar sem þau gengu í, hafi haft slík úrslitaáhrif á menntun þeirra og gengi í lífinu að mismun sé að sjá þar á.


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er alveg dæmalaust rugl í þessum blessuðum mæðgum

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Tryptophan

Án þess að ég hafi hugmyndum það, þá hvarlar það að mér að menntskælingurinn tilvonandi þurfi áfallahjálp vegna viðbragða móður sinnar frekar en nokkurs annars.
MH er annars frábær skóli, og fyrir þá sem velja hann er hann líklega besti kosturinn.

Tryptophan, 24.6.2009 kl. 02:26

3 identicon

Kennarar geta verið misgóðir, en kennslubækur eru yfirleitt þær sömu. Því er það fyrst og fremst undir nemandanum sjálfum komið hver árangur námsins verður. Eða eru skólarnir að verða eins og fatnaður? Ef merkið er ekki nógu þekkt, þá kemur flíkin að litlu gagni. Ég held að gildismat marga á höfuðborgarsvæðinu sé að verða nokkuð brenglað.  

Hún getur komið að góðum notum og veitt gott skjól, þott merkið sé ekki þekkt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 07:18

4 identicon

 Afsakið. Síðasta setningin í minni athugasemd hér fyrir ofan átti ekki að fljóta með.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 07:45

5 Smámynd: Dexter Morgan

Ég spái því að þessi stelpa, (og sennilega mamma hennar líka), sé mökkmáluð ljóska, sem þekkir ekki orðið "NEI". Velkominn í "the real live" !

Dexter Morgan, 24.6.2009 kl. 08:24

6 Smámynd: Ólafur Gíslason

Ég mótmæli fordómum gagnvart ljóshærðu fólki! 

Ólafur Gíslason, 24.6.2009 kl. 08:36

7 identicon

Það sem virðist hafa farði alveg fyrir ofan garð og neðan í þessari umræðu er það að hér er ekki verið að "væla" yfir því að stúlkan komst ekki inn í skólan, heldur er hér ádeila á þá stöðu sem upp er komin að það eru engar reglur og engin viðmið sem grunnskólar/barnaskólar landsins þurfa að fara eftir. Það að setja fyrir 10 bekkinga gömul samræmd próf sem búið er að notast við í kenslu sem lokapróf út úr 10 bekk í nokkrum skólum á meðan aðrir skólar lögðu erfið og ný próf fyrir sína nemendur.

Ádeilan hér er það að Þorgerður Kartrín lét afnema samræmdpróf í 10 bekk og það hefur haft mikil og neikvæð áhrif á þennan árgang sem var svo "heppin" að lenda í því að vera ekki með nein ákveðin staðal fyrir framhaldsskólana, til að fara eftir þegar þeir tóku inn nemendur í ár. Þannig að skólar sem hafa ekki mikin metnað eða höfðu metnað að koma öllum sínum nemendum inn í fyrsta val, höfðu bara létt próf, á meðan að þeir skólar sem höfðu metnað að halda uppi orðspori skólans, líkt og Landakotsskóli, koma nemendum sínum ekki inn í 1, 2 og jafvel ekki 3 val.

Hugsið aðeins áður en þið farið að dæma.

Hér er móðir sem berst eins og ljónynja fyir barninusínu sem brotið hefur verið á, og þið horfið með fyrirlitningu á hana og dæmið í stað þess að segja frábært hjá henni að taka á skarði og gera það sem margt foreldrið hefur langað til en ekki þorða að gera núna þegar börnin þeira sem hafa átt það skilið, fá neitun frá topp 3 skólunum á listanum hjá sér, vegna gallaðs kerfis.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:27

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er sammála Aðalheiði um það réttlætismál að mælikvarðarnir sem unga fólkið er mælt eftir séu sanngjarnir og réttir. Að því leyti er ég sammála mæðgunum um að úrbóta sé þörf.

Það sem skemmir fyrir málstað þeirra er hins vegar það, að þær sjálfar setja sig í dómarasæti og dæma menntaskóla landsins og raða þeim. Eftir hvaða mælikvarða gera þær það? Er það sanngjarn mælikvarði?

Sjálfur var ég í M.R. og hef alltaf verið stoltur af skólanum mínum. Raunar var ekki annar menntaskóli þá í Reykjavík. Minn nánasti samstarfsmaður, Haukur Heiðar Ingólfsson, var í M.A. og ég hygg að ég hefði alveg eins getað verið í þeim skóla án þess að fá áfallahjálp.

Eini skólinn sem ég hef verið í sem setja hefði mátt sérstakan gæðastimpil á var Laugarnesskólinn um miðja síðustu öld þegar þar var slíkt úrvalslið ungra kennara að fátítt má telja í íslenskri skólasögu.

Hjá einum kennaranum mínum tíðkaðist umbunarkerfi sem var hagstætt þeim nemendum sem vel gekk. Sá kennari raðaði í bekkinn á mánaðar fresti eftir einkunum, þannig að nemandinn við hæstu einkunina sat fremst til vinstri í "dúx"-sætinu en sá sem var með lægstu einkunina sat aftast til hægri, í "tossasætinu."

Þetta var uppörvandi fyrir þá sem best gekk en ómannúðlegt að mínum dómi gagnvart þeim sem verst gekk. Þegar litið er yfir heildina hygg ég að þetta hafi ekki skilað heildarárangri í samræmi við það sem sóst var eftir.

Ekki í samræmi við það sem sagt var um einn höfðingja í fornsögunum að "öllum kom hann til nokkurs þroska."

Ómar Ragnarsson, 24.6.2009 kl. 09:58

9 identicon

Ómar. Þú, ásamt mörgum öðrum hér á moggablogginu, hengur þig of mikið í þetta orð "áfallahjálp".

Ef til vill var það sagt í hita leiksins, en fólk á ekki að taka því svona bókstaflega. Mér sýnist á öllu að fréttanefið sé hreinlega að bregðast gamla fréttamanninum. Hér hefur þú mæðgur (að gefnu tilefni skal tekið fram að þau eru mér algjörlega ókunnug), sem benda á stóran galla í kerfinu sjálfu. ÞAÐ er fréttin. Það er algjört aukaatriði hvort stúlkan hafi þurft á áfallahjálp að halda eða ekki. Hún hafði einkunnir sem að öllu jöfnu hefðu átt að duga inn í hennar fyrsta val, ég þekki það af eigin raun þar sem ég fór sjálfur í Verzlunarskólann, en vegna þess hve kerfið er meingallað þá kemst hún hvorki í hennar fyrsta né annað val. Má ég í því sambandi benda á fréttina í Morgunblaðinu í morgun þar sem sagt var frá nema sem hefði getað komist inn í MR ef hann hefði verið fyrsta val, en þar sem hann var annað val þá fékk hann ekki inngöngu.

Það er heldur engin frétt að mæðgurnar dæmi skóla opinberlega. Allir gera það, allir nemar sem sækja um skólavist í menntaskóla þurfa einmitt að dæma menntaskólana. Af hverju þurfa nemar annars að setja í X í fyrsta val, Y í annað val, Z í þriðja val og svo framvegis? Jú, nemar vilja komast í ákveðna skóla, sem þeim líst best á. Þessi stúlka komst inn í sitt þriðja val, þannig hún er líklega ekkert allt of ósátt við að hafa komist þangað inn. Hún er líklega bara ósátt við að hafa ekki komist í sitt fyrsta, já eða annað val.

Það er ömurlegt að horfa upp á öll þessi blogg sem hafa ekki séð fréttina í þessu, heldur ráðast með ómaklegum hætti á móðurina, dótturina og skólana sjálfa. En vonandi verður þetta til þess að samræmd próf verði tekin upp að nýju.

Scully (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:37

10 identicon

Ég er alls ekki sammála þeim sem öskra á samræd próf aftur og standa í þeirri trú að það vanti viðmið svo framhaldsskólarnir geti haldið áfram að flokka inn til sín þessa svokölluðu afburða nemendur - bara eftir samræmdum viðmiðum. Það breytir akkúrat engu.

Það þarf að spyrja spurningarinnar um það hvernig framhaldsskóla við viljum. Ef við viljum að framhaldsskólar endurspegli samfélagið þá verða þeir að taka inn breiðan hóp nemenda, bæði afburða nemendur og nemendur sem þurfa stuðning til náms og alla þar á milli.

Ef við viljum ekki að skólarnir endurspegli samfélagið - þá höfum við t.d. MR. Það gerir MR ekki sjálfkrafa að góðum skóla að taka bara inn "góða" nemendur. Það segir okkur ekkert um það hvort kennararnir þar séu góðir eða námsefnið á einhvern hátt betra eða að betur sé hugað að nemendum.

 Það mætti jafnvel færa fyrir því rök að það þurfi betri kennara og meiri fagmennsku að koma nemanda til manns sem á erfitt með nám.

 Ég er móðir fyrrverandi og núverandi MH-inga og sé ekki hvað sá skóli hefur fram yfir aðra framhaldsskóla. Það hefur enginn getað sýnt mér fram á það að kennarar þar séu betri en aðrir framhaldsskólakennarar- þeir eru örugglega ekkert lélegri heldur.

 Jón Torfi Jónasson sagði í útvarpinu í gær að rannsóknir sýni að það skipti litlu máli úr hvaða skóla nemendur koma þegar þeir stunda háskólanám. Nemandi sem er með yfir 9 í einkunn út úr grunnskóla er að öllum líkindum dugmikill nemandi og hann heldur áfram að vera það þegar hann útskrifast úr MR. Það er ekki MR að þakka heldur honum sjálfum og þess vegna gengur honum vel í háskóla líka.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 12:06

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samræmd próf voru mein gölluð og meirihluti fagaðila í kennarastéttinni eru sammála um að gott hafi verið að losna við þau.

Ef mikil ásókn er í tiltekinn menntaskóla, þá er ekkert óeðlilegt að inntökuskilyrði séu sett. Þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði eiga ekki að væla yfir höfnun eins og þessi móðir gerir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2009 kl. 12:33

12 identicon

Þú nærð ekki punktinum, Gunnar. Þetta væl er einmitt til þess að benda á veikleika í kerfinu, sem þarf að laga. Svona líkt og kennarar gerðu, skv. þér, þegar samræmdu prófin voru afnumin.

Ef kerfið er meingallað, er þá eitthvað að því að benda á það? Samræmdu prófin voru, skv. þér Gunnar, meingölluð og kerfinu var breytt. Nú er staðan þannig að kerfið eins og það er í dag er gallað, og þá er það kallað væl, kvörtun og þaðan af verra.

Ef einhver hefði boðið mér að sleppa við samræmdu prófin í 10. bekk þegar ég var þar, hefði ég tekið það fegins hendi. Það hefði verið hægt að skreyta það með ýmsum fögrum orðum eins og að 'samræmd próf steypi alla í sama mót' og allt það, en þegar ég lít til baka þá er ég afskaplega feginn því að hafa tekið þessi próf. Þau undirbjuggu mig fyrir menntaskólaárin og þær kröfur sem þar voru gerðar. Sem aftur undirbjuggu mig fyrir háskólanám, þar sem ég er enn.

Sem leiðir svo að annari spurningu : Hvað ætla allir þessir nemendur, með þessar "fínu einkunnir" úr barnaskóla, að gera þegar kemur að prófum í menntaskóla?

Scully (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 13:17

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stúlkan fékk inngöngu í ágætan menntaskóla. Hvað er vandamálið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2009 kl. 13:24

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal, HÍ

Ræður framhaldsskóli gengi í háskóla?

Í þessari rannsókn var kannað hvort námsframvinda nemenda í háskóla tengdist því frá hvaða framhaldsskóla nemendur brautskráðust. Jafnframt var tekið tillit til námsárangurs ungmennanna á samræmdu prófi í íslensku við lok grunnskóla, búsetu og hvort í hlut áttu stúlkur eða piltar.

Auk þess var námsframvinda skoðuð í ljósi háskólafagsins eða sviðsins sem nemandinn valdi. Rannsóknin byggist á upplýsingum um námsferil ’75 árgangsins frá lokum grunnskóla til 27 ára aldurs. Meginniðurstöður voru þær að ekkert einfalt samband kom fram á milli frammistöðu í háskólanámi eftir því frá hvaða framhaldsskóla nemendur brautskráðust, þegar tekið var tillit til gengis þeirra á samræmdu prófi í grunnskóla."

Þorsteinn Briem, 24.6.2009 kl. 13:25

15 identicon

Ég hélt að það væri löngu komið fram.

Þú ættir kannski að lesa fréttina, og fréttina í Morgunblaðinu í morgun svo þú skiljir hvert málið er.

Scully (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 13:57

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir vilja vera nemendur í MR en aðrir til dæmis í MH eða Versló. Sonur minn býr nærri MR en hann vildi frekar vera í MH og nú er hann í Kvikmyndaskóla Íslands, sem einnig er á framhaldsskólastigi.

Ég var bæði í MA og MH og geri ekki upp á milli þeirra.

Og þegar ég var í MA voru þar margir Reykvíkingar sem hefðu vel getað stundað nám í MR, ef þeir hefðu viljað.

Þorsteinn Briem, 24.6.2009 kl. 14:35

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Scully, þetta væl í mæðgununum er rugl en með því er ég ekki að segja að ekki megi bæta kerfið. Tillagan um inntökupróf fyrir þá sem ekki búa í hverfi skólans er vel athugandi en eflaust yrðu einhverjir ónægðir með slíkt líka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2009 kl. 14:39

18 identicon

Mér finnst þetta furðuleg umræða. Eiga bestu nemendurnir að fara í sömu skólana? En þá verða veikari skólar enn verri, samkvæmt Darwin, þar til gagnlausir, þar til þeir hverfa. Viljum við það? Niveau skólans er ekki síður haldið uppi af góðum nemendum en af góðu kennaraliði. Góðir nemendur gætu rifið upp skóla, sem hefur ekki verið hátt metinn. Væri það ekki spennandi? Þannig gæti MR einn góðan veðurdag orðinn það lélegur, að enginn sæktist eftir námi þar. Væri það bara ekki flott. Höfum við ekki fengið meira en nóg af arfalélegum mönnum úr þeim skóla?  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 19:42

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég þakka athugasemdirnar sem varpa ljósi á margar hliðar þessa máls. Bendi á grein Karls Garðarssonar í Morgunblaðinu í dag, 25. júní, og á leiðara um málið, þar sem ákveðin hlið málsins kemur fram.

Ómar Ragnarsson, 25.6.2009 kl. 12:26

20 identicon

Samræmd próf voru ekki afnumin eftir því sem ég best veit heldur er krökkunum gefið val um það hvort þau taka þau eður ei, það er bara ekki skylda lengur.

það hefur hins vegar borið á því að kennara þeirra segja þeim að það hafi ekki nein áhrif á framhaldið hjá þeim  velji þau þann kost að taka prófin ekki, sem eru auðvitað röng ráð og eru margir að súpa seyðið af þvi núna.

(IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:39

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samræmd "könnunarpróf" eru tekin í 4. - 7. og 10. bekk í september og það er ekkert val. Samræmd vorpróf í þessum bekkjum voru hins vegar aflögð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband