Sagði þetta en gerði ekkert meira.

Við fáum sífellt að vita meira um ítrekaðar aðvaranir og andstöðu Davíðs Oddssonar við það sem gerðist hina örlagaríku mánuði frá febrúar til október í fyrra.

Hann segist hafa gert bankastjórum Landsbankans grein fyrir þessu fyrir rúmu ári, - sagt að þeir hefðu ekkert leyfi til að setja íslensku þjóðina á hausinn.

'Þetta virðist hann hafa sagt í einkasamtali við þá og er á honum að skilja að upp frá því hefði bankastjórunum mátt vera ljóst þeir yrðu að breyta um kúrs, enda það vitað frá fyrri árum að ef Davíð segði eitthvað gilti það sem lög.

Viðbrögð bankastjóranna voru hins vegar að bæta í og setja af stað stigvaxandi vöxt sjóðanna, allt hvað þeir gátu.

Þeir meira að segja auglýstu og fullyrtu fyrir Bretum og Hollendingum að innistæður í Icesave væru ekki bara baktryggðar af íslenska ríkinu heldur líka hinu breska og hollenska.

Þetta gerðu þeir blákalt án þess að blakað væri við þeim. Og þvert ofan í allar "aðvaranirnar" og hótanirnar mærði Davíð styrk bankanna og athafnir þeirra opinberlega fyrir hönd Seðlabankans í maí, nokkrum mánuðum eftir samtalið sem hann kveðst hafa átt við þá Landsbankamenn.

Bankastjórar Landsbankans virðast hafa tekið meintum orðum Davíðs sem innantómu gelti í hundi.

Davíð lét það nægja að hafa uppi andóf í einkasamtali en aðhafðist ekki neitt annað svo vitað sé.

Davíð segist hafa séð bankahrunið fyrir og að það hefði ekki orðið hefði hann fengið að ráða. En hefði ekki verið betra að við fengjum að vita þetta á þeim tíma sem það hefði getað breytt einhverju?

Davíð sem lærður lögfræðingur ætti að vita að sá sem hefur vitneskju um vítaverða háttsemi án þess að gera neitt í því nefnist á máli lögfræðinnar vitorðsmaður og að því leyti samábyrgur um það sem gert er. Sá verknaður að þegja um þetta opinberlega og segja þveröfugt í áheyrn allra heitir einnig á máli lögfræðinnar yfirhylming.

Margir vitrir menn hafa komist á blöð sögunnar. Davíð hlýtur að teljast einhver vitrasti maður eftirá sem um getur.  


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Annaðhvort er Davíð haldinn alvarlegum Alzheimer sjúkdómi, kannski geðveiki eða þá að hann beiti á vísvitandi hátt blekkingum.

Þegar undirritaður sat fyrirlestra hjá Sigurði Líndal í almennrir lögfræði veturinn 1972-73 kvað Sigurður vera eitt meginverkefni sitt að vernda samfélagið gegn lélegum lögfræðingum. Sjálfsagt hefur prófessorinn haft rétt fyrir sér. Davíð útskrifaðist með mjög gott lögfræðipróf en alltaf hefur hann verið með umdeildari mönnum enda maðurinn einstaklega grályndur og undirförull sem Mörður Valgarðsson.

Nú á að klína óhæfunni og skömminni á núverandi ríkisstjórn sem er í raun ekki að gera nokkurn skapaðan hlut annan en að halda áfram þeirri stefnu sem ríkisstjórn Geirs Haarde tók á þessu Icesafe máli.

Hvers vegna beittu Bretar hermdarverkalögunum? Var það ekki að knýja Íslendinga til samninga? Í byrjun október s.l. taldi ríkisstjórn Geirs Haarde að þeir kælmust upp með eitthvað múður gagnvart Bretum. Stórveldið verður ekki sigrað þó svo að okkur hafi tekist það í fiskveiðideilunum á sínum tíma.

Léttúð í fjármálum og fjármálastjórn er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem nú reynir að beita öllum tiltækum ráðum að þeyta upp öllu því moldviðri um þetta Icesafe mál.

Skömm þeirra er mikil!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2009 kl. 11:19

2 identicon

Hvort sem Davíð sagði hitt eða þetta áður eða eftir breytir það ekki hót inntaki orða hans.

Við Íslendingar berum hvorki siðferðilega, pólitíska né lagalega ábyrgð á þessum skuldum.

Jónas Knútsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

 Utanríkisráðuneyti kannast ekkert við þessi skjöl sem eiga að vera þar,DO sagðist nú ekki hafa lesið þau en vita að þau væru þarna ,ef hann hefur ekki lesið þau hvernig veit hann hvað stendur í þeim skjölum sem hann segir að séu hjá utanríkisráðuneytinu en finnast ekki ?

 Það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo.Almenningur mun ekki samþykkja það.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 5.7.2009 kl. 11:31

4 identicon

Ómar segir:... mærði Davíð styrk bankanna og athafnir þeirra opinberlega fyrir hönd Seðlabankans í maí ....

Að sjálfsögðu gerði hann það. Það væri eitthvað meira en lítið að hjá seðlabankastjóra ef hann kæmi opinberlega fram, t.d. í viðtali við útlenda sjónvarpstöð, og segði að íslenskt efnahagslíf (eða bankakerfi) væri við það að fara á hausinn. Hefði hann gert það þá hefðu bloggarar og aðrir Íslendingar orðið bandbrjálaðir út í Seðlabankastjórann fyrir að hafa sagt þetta.

Davíð gerði það eina rétta í stöðunni. Hann ruggaði ekki bátnum opinberlega vegna þess að það hefði ef til vill haft enn verri afleiðingar, þar sem ríkisstjórn og bankastjórar hefðu ekki haft tíma til að vinna að því að koma Icesave í breska lögsögu. Kreppan hefði ef til vill skollið á fyrr, en hjómið í almenningi yrði nákvæmlega á sama hátt og í dag : Að þetta væri allt saman Davíð að kenna.

Að lokum legg ég til að í stað þess að hengja sig í smáatriði eins og hver sagði hvað hvenær, þá muni ráðamenn leiða hið rétta í ljós : þ.e. hvort Davíð er að segja rétt frá með þessar skýrslur eða ekki. Annaðhvort hefur hann rétt fyrir sér eða ekki. Og það skiptir öllu máli, hvort stjórnvöld séu vísvitandi að leyna upplýsingum frá almenningi. Ekki það hvort Davíð sagði hitt eða þetta, opinberlega eða í einkasamtölum.

Scullys (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Davíð er lygari.. ekkert annað. sjálfumglaður lygari með mikilmennskubrjálæði..

Óskar Þorkelsson, 5.7.2009 kl. 12:37

6 identicon

Það gefur augaleið að íslenska þjóðin á ekki að greiða Icesave reikninganna nema að hámarki 20 þúsund evrur fyrir hvern aðila sem átti innistæðu í Landsbankanum hér heima og erlendis. Það er bannað í Evrópubandalaginu og kemur fram í EES samningnum að opinbera má ekki styðja við samkeppni eins einkaaðila í samkeppni við annan einkaaðila í sömu atvinnugrein innan EES-svæðisins. Landsbankinn yfirbauð aðra banka þ.a.s. þeir buðu hæðstu innlánsvexi í Bretlandi og Hollandi sem dæmi og að sjálfsögðu virkaði það þó að viðkomandi aðilar sem lögðu inn hjá þeim sparifé sitt eigi að vita að þar sem hæstu vextirnir eru þar er mesta áhættan þekkt lögmál í fjármálaheiminum. Hæstu vextir í heimi voru á Íslandi og verðtrygging þar að auki ofan á það gerði svo Landsbankanum kleift að senda peninganna á Frón þar sem íslenska þjóðin hélt svo sér mikla lánaveislu í nokkuð mörg ár. Landsbankinn gat ekki boðið lán erlendis því þeir hefðu orðið að bjóða hærri útlánsvexti en gekk og gerðist í Bretandi og Hollandi sem dæmi því var Ísland lykilinn til að leika þessa svikamyllu til fulls. Flæði gjaldeyris til landsins var svo mikið á ákveðnu tímabili vegna Icesave reikninganna sem dæmi að dollarinn fór í ca.59 krónur og evra niður í 76 krónur. Þegar gjaldeyrinn var kominn á slíka útsölu spiluðu útrásavíkingarnir hlutabréfaleikinn og úr varð mikið af íslenskum peningum sem voru ekki til í hagkerfinu áður en leikurinn hófst og fyrir þá peninga keyptu þeir sér gjaldeyri á slik í milljarða vís og fluttu svo erlenda fjármagnið úr landi væntanlega í örugga höfn á einhveri eyjunni þar sem skattaskjól var að finna a.m.k kosti fóru þeir með féið úr landi því þeir vissu að svikamyllan myndi hrynja yfir þjóðina fyrr en seina að sjálfsögðu. Það má kannski segja að Icesave trixið hafði EES samstarfið og íslensku þjóðina að fíflum og þar stendur hnífurinn í kúnni en lagalega er þetta ekki okkar vandamál nema eins og ég hef sagt hér áður 20 þúsund evrur hámark fyrir hvern aðila sem tapaði á málstækinu ,,Mörgum verður af aurum api''

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

P.S. Davíð Oddsson var og er snillingur sama hvort ég sé sammála honum eða ei í pólitík það verður ekki af honum tekið. 

B.N. (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 13:38

7 identicon

Margt má segja um Davíð, en eitt má hann eiga.. hann talar tæpitungulaust.

Hann er það eina sem ég hef virt D flokkinn fyrir og þó geri ég mér fyllilega grein fyrir að mikið af vandamálum okkar í dag er hægt að hengja beint á hann.

Samt er það nú svo að þegar Davíð talar þá sperri ég eyrun, hann segir oft það sem ég vil heyra, hann talar með krafti og það mættu langflestir nútímaþingmenn og ráðherrar taka til fyrirmyndar.

Ekki er ég þó það illa gefinn að sjá ekki sekt þessa ágæta manns og lep því ekki upp allt sem hann segir gagnrýnilaust.

Davíð má þó eiga það sem hann á, það voru ekki margir kollegar hans sem hafa hraunað jafn mikið yfir nýríka liðið eins og Davíð, þótt hann hafi vissulega gert upp á milli útrásavíkinganna í máli sínu, þá var það nú því miður aðeins Davíð sem lét í sér heyra þegar græðgin var komin á rautt svæði hjá okkar fyrrum bestu sonum.

Davíð er ekki alslæmur þótt alltof mikil orka hafi verið notuð í að loka á hann öllum dyrum hjá okkar núverandi slöppu ríkisstjórn !!

Styrkur Davíðs (ef styrk skal kalla) í mínum augum er sá, að Davíð sækist eftir völdum, no matter what, ekki peningum eins flestir/margir aðrir,  hann hefur því alltaf haldið reisn sinni því fátt  fer verr í landann en ráðamenn sem selja æru sína fyrir þykkara veski. Valdasýkin er ekki næstum eins illa þokkuð þótt stórhættuleg sé í höndum óvandaðra manna.

Runar (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 14:40

8 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei nei, DO hefur aldrei sóst eftir peningum. Hann var bara svo ljónheppinn á sínum tíma að þegar hann hætti sem forsætisráðherra þá hækkuðu eftirlaun forsætisráðherra og þegar hann gerðist seðlabankastjóri þá hækkuðu laun seðlabankastjóra!

En þetta var náttúrlega tilviljun og algjörlega án hans vitundar og vilja...

Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 15:15

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alveg sama hver hefði verið í stöðu seðlabankastjóra, allir hefðu sagt það sama um styrk og stöðugleika íslensku bankanna. Haldið þið virkilega að seðlabankastjóri, eða ef út í það er farið, forystumaður í íslensku ríkisstjórninni, hefði farið að segja í viðtali við fjölmiðla að íslensku bankarnir stæðu tæpt?

Ef þið haldið það, þá myndi ég hugsa málið aðeins betur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 16:12

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Þeir meira að segja auglýstu og fullyrtu fyrir Bretum og Hollendingum að innistæður í Icesave væru ekki bara baktryggðar af íslenska ríkinu heldur líka hinu breska og hollenska.“

sé þetta rétt eftir haft, ættu þá ekki einhverjir að vera í handjárnum núna, fyrir svik?
líka þeir sem töluðu gegn betri vitund?

Brjánn Guðjónsson, 5.7.2009 kl. 17:25

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég sagði þetta líka á sínum tíma en gerði ekki neitt í því, nema að segja mínum viðskiptafélögum frá því að ég teldi að krónan hlyti að hrynja fljótlega. Ég fékk sömu viðbrögð hjá sumum vinum mínum og Davíð fékk hjá landsbankamönnum. (þeir tóku bara meiri erlend lán og sögðu að ég væri asni).

Á ég þá bara að halda kjafti núna Ómar, og leifa þessum vinum mínum að halda áfram þrefa sig áfram í myrkri.

Guðmundur Jónsson, 5.7.2009 kl. 18:02

12 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ómar Ragnarsson á að vita að Seðlabankastjóri kemur ekki fram opinberlega og segir bankana á hausnum.  Þar með er hann orðinn gerandi í málinu og allt bankakerfið hefði farið á hausinn samstundis.

En nú vil ég spyrja Ómar enn og aftur:  Hvar er ábyrgð fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvins G. sem sami Ómar hefur nú boðið upp í dans og dregið annars ágæta Íslandshreyfinguna sína saman við ?? 

Og er það ekki annars skammarlegt að ganga í "hjónaband" með flokknum sem mærði útrásina, með forsetann sem öruggan bakhjarl, og röfla síðan yfir ábyrgð Davíðs á málinu ? 

Mér finnst þetta í raun aumkunarvert hjá fréttamanninum fyrrverandi  !!!

Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 18:14

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei dregið dul á þá það að það voru fyrst og fremst fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Geirs Haarde, hann sjálfur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem báru pólitíska höfuðábyrgð á því hvernig þessi mál þróuðust síðustu mánuðina fyrir bankahrunið.

Björgvin sagði fyrstur af sér og varð með því fyrstur til að axla ábyrgð, sem hann hlaut að bera, þótt raunar kæmi í ljós eftirá að Geir, Ingibjörg og Árni létu hann ekki alltaf vita um það sem hann hefði átt að fá að vita sem ráðherra viðskiptamála.

Nú kemur í ljós að í viðtali við breska sjónvarpsstöð á þessum tíma sagði Davíð Oddsson að sérstaklega væri ástæða til að hrósa Landsbankanum fyrir Icesave og hvatti fólk sérstaklega til að nýta sér þá, enda væru þeir einstaklega vel baktryggðir !

Ef hann óttaðist svo mjög um að þeir myndu setja íslensku þjóðina á hausinn, hvers vegna hvatti hann þá útlendinga sérstaklega til að leggja fé sitt þar inn?

Ómar Ragnarsson, 5.7.2009 kl. 20:38

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vil bæta því við að allt síðastliðið haust og fram í janúar tók ég þátt í búsáhaldabyltingunni undir kröfunni: Burt með ríkisstjórnina, fjármálaeftirlitið og stjórn Seðlabankans! Skoðanir mínar á ábyrgð þessara þriggja þáverandi aðila að hruninu hafa ekkert breyst síðan.

Ómar Ragnarsson, 5.7.2009 kl. 20:40

15 identicon

Af hverju eru allir að æsa sig yfir því hvað Davíð segir, hvað hann sagði, hvað hann gerir, hvað hann gerði, hvernig hann segir það og hvernig hann sagði það og út af hverju og við hvern og af hverju?

Staðreynd málsins er sú að hrun íslenska bankakerfisins er allt mér að kenna. Ég vissi það þegar árið 2005 að þetta myndi allt fara til andskotans og að við Íslendingar myndum enda sem hverjar aðrar steinsmugur með allt niðrum okkur og brún rassgötin beint út í alheimspressuna.

Ég sagði samt engum frá þessu nema einum félaga mínum sem segir aldrei neitt þannig að ég er ekki bara samsekur vitorðsmaður og samábyrgur yfirhylmari heldur ber ég líka 100% ábyrgð á því að hafa leitt a.m.k. 45 þúsund Íslendinga í erlendu myntkörfulánin eftir að ég hrærði hressilega upp í öfundar- og græðgisgenum allra sem til sáu þegar ég spókaði mig á rauða sportrunóinum, sem ég keypti einmitt á einu slíku, fyrstur manna og sagði það himneskt.

Og ekki sagði ég nei þegar Siggi Einars bauð mér tvær kúlur upp á 750 milljónir 2006 og sjö til að kaupa í Kaupþingsbanka og hækka þar með hlutaverðið til að ég og hann og allir hinir nema Davíð gætum borgað okkur út arðinn.

Ég meina ... ég græddi 76 milljónir á einum degi! Kommon ... maður segir ekki nei við því, ha ... jafnvel þótt maður hafi vitað upp á hár að þetta var allt saman ósvikið og grímulaust píramídasvindl sem enginn fótur var fyrir né fé ... heldur vegleg og verðskulduð fyrirframgreiðsla frá komandi kynslóðum sem hafa bara gott af því að vinna fyrir sér.

Maður segir bara ekki nei við slíku, ekki satt Kristján Ara, Þorgerður og þið hin öll nema Davíð sem tók enga kúlu og ekki einu sinni múturnar frá Jóni?

Maður segir ekki nei ... þótt maður sé lögfræði- viðskipta- hagfræði- eða læknismenntaður ... maður bara segir ekki nei þegar maður getur grætt alveg helling á engu og látið aðra borga það, enda ekkert annað en hið fullkomna viðskiptaplan.

Maður segir bara já, takk, Siggi, Bjarni, Hreiðar og Bjöggar og bíður svo bara eftir því að skítaskattholin og hlandkopparnir yfirfyllist. Þá tekur maður á sig smá slettu og lykt og kvittar fyrir með, Hey, það er líka fýla af ykkur.

Auðvitað vissi maður þetta allt og alveg nákvæmlega hvernig það myndi fara. Maður var bara ekkert að básúna það yfir einn né neinn og rugga bátnum áður en honum hvolfdi. En nú er hann sokkinn og sést ei meir þannig að þið vælukjóar ættuð frekar að fara og gera eitthvað gagnlegt í stað þess að góna niður í djúpin með heimagerðu kafaragleraugunum ykkar.

Látið Davíð greyið vera þarna hrægammarnir ykkar. Hann er bara gamall maður sem hélt hann væri eitthvað en er ekki neitt, hélt hann vissi eitthvað en vissi ekki neitt, hélt að hann réði einhverju en réði svo ekki við neitt ... og má alveg fara í viðtal til Agnesar að segja eitthvað, en segja samt ekki neitt.


Gott bara á Agnesi, segi ég, að þurfa að skrifa allt upp eftir kallinum ... svona álíka skemmtilegt og að þrífa upp æluna eftir aðra. Gott á hana. Keypti hún ekki líka á myntkörfuláni og montaði sig af því?

Þá ber hún líka meiri ábyrgð en Davíð ... hann fékk sína bíla í bónus frá sjálfum sér.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 22:52

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta Icesave útspil Landsbankans var að áeggjan margra "sérfræðinga", innlendra sem útlendra og var talið bráðnauðsynlegt í stöðunni sem þá var uppi. En það sögðu jafnframt margir að bankaútibúin þyrftu að vera undir lögsögu viðkomandi landa. Það var ekki gert og því fór sem fór fyrir okkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2009 kl. 08:51

17 Smámynd: ThoR-E

Góð færsla.

Það er augljóst að Davíð Oddsson er veikur maður.

En það sem alvarlegra er ... að sjálfstæðismenn um allan bæ missa sig í hvert skipti sem maðurinn opnar á sér munninn. Það sem Davíð kóngur segir eru lög.

Spurning hvort einhverjir fleiri sjálfstæðismenn séu veikir?

ThoR-E, 6.7.2009 kl. 18:36

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi á ágæta grein Ólafs Hannibalssonar í Morgunblaðinu í dag.

Ómar Ragnarsson, 6.7.2009 kl. 23:30

19 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég var á alveg ljómandi skemmtilegum og athyglisverðum miðilsfundi um daginn. Þar kom fram maður sem kvaðst hafa verið uppi í Þýskalandi framundir miðbik tuttugustu aldar og heita Adolf (Hitler eða eitthvað svoleiðis í eftirnafn). Hann sagðist alla tíð hafa séð fyrir að heimstyrjöldin seinni myndi enda með ósköpum og í viðræðum sínum við Göring og Himmler hefði hann sagt á þá leið að "þið getið herjað og eyðilagt allt í Póllandi og Rússlandi en þið hafið ekkert leyfi til þess að eyðileggja Þýskaland fjárarnir ukkar"!

Samt hefði verið látið alveg fáránlega illa við sig og vondir menn hefðu sótt að sér með vopnum og reynt að flæma sig útúr einhverju seðlabankalíku vel steyptu byrgi þar sem honum fannst hann eiga svo vel heima og vera þjóð sinni til gagns og sóma þar sem hann sat...

Jón Bragi Sigurðsson, 9.7.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband