Lágmarkskröfur.

Ég verð að segja að ég get ekki litið á það öðruvísi en sem lágmarkskröfu að fréttamenn geti beygt algeng orð. Að ég nú ekki tali um heiti, sem þeir nota jafnvel daglega í starfi sínu. 

Ég skal lækka kröfuna og segja að það sé lágmarkskrafa að íþróttafréttamenn geti beygt heiti helstu íþróttafélaganna.

Enn einu sinni talaði íþróttafréttamaður Stöðvar tvö um Breiðablik án þess að beygja heiti félagsins þegar hann notaði það í þágufalli. 

Hann talaði um mann sem gengi úr Breiðablik, ekki úr Breiðabliki. Síðast beygði hann heiti þessa félags rangt í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ætlar þessu aldrei að linna? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, þú gerir ósanngjarnar kröfur til íþróttafréttamanna;

bolti, um bolti, frá bolti, til bolti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband