Ólíkindatól.

Stefán Karl Stefánsson er eitthvert mesta ólíkindatól sem ég hef kynnst og hef ég þó kynnst þeim mörgum á löngum ferli. 

Hann er hættur að koma mér á óvart eftir að hann lék með Stjörnuliðinu í knattspyrnu og fór þar jafnvel enn meiri hamförum en á leiksviðinu. 

Á undan honum hafði Magnús Ólafsson, náfrændi hans, verið í liðinu, svo að maður átti von á ýmsu, en þó ekki því sem Stefán Karl gerði í fyrsta leik sínum með liðinu á þúsund stráka Shell-móti í Eyjum en í 24 ár var það fastur liður á mótinu.

Í Stjörnuliðinu hafa leikið heimsfrægir menn eins og Magnús Scheving með sín einstöku innköst og Albert Guðmundsson með dæmalaus tilþrif,  og Jón Páll Sigmarsson og Magnús Ver með kraft sinn og líkamsburði, enda skilyrði að liðsmenn séu þekktar poppstjörnur, söngvarar, leikarar, stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn.

Knattsnillingarnir Hemmi Gunn og Rúni Júl og hinn dæmalausi Laddi koma upp í hugann, svo og óvænt atvik eins og þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri plataði alla upp úr skónum og skoraði tvö glæsimörk og sýndi, að á sínum tíma hefði hann getað fetað svipaðan veg og vinur hans og líka Eyjapeyi, Ásgeir Sigurvinsson.  

En það sem Stefán Karl gerði, var algerlega dæmalaust. Þegar hann lék sinn fyrsta leik var enginn lyftingakappi í liðinu en einmitt í þetta skipti voru aflraunamenn og kraftajötnar þarna sem sérstaka sýningu.

Þeir buðu viðstöddum að reyna afl sitt við stóra hellu sem enginn gat lyft, en þá brá svo við að Stefán Karl snaraðist til og meðhöndlaði helluna þannig að allir stóðu á öndinni af undrun.

Síðan þetta gerðist kemur ekkert sem þessi maður afrekar mér á óvart.  


mbl.is Frammistaða Stefáns Karls lofuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband