Kanarnir geta tekið við sér.

Bandaríkjamenn geta stundum verið seinir að taka við sér, en þegar þeir loksins gera það, getur munað um það. 

Fram til 7. desember 1941 héldu þeir í vonina um að geta horft álengdar á önnur stórveldi í styrjöld og voru þó búnir að þrengja svo mjög að Japönum hvað snerti ýmsa hráefnisöflun þeirra,  að tilefni til styrjaldar var orðið ærið.

Eftir árásina á Perluhöfn tók þá aðeins sjö vikur að stöðva alla bílaframleiðslu og breyta verksmiðjum sínum í hergagnaverksmiðjur sem dældu út 50 þúsund flugvélum á ári auk ógrynnis af öðrum vígvélum.

Hitler gerði í fyrstu gys að þeim áætlunum en fékk fljótlega að kenna á bitrum veruleikanum.

Á síðari hluta sjöunda áratugarins var orðið ólíft í mörgum borgum Bandaríkjanna vegna ofboðslegrar mengunar af völdum eiturspúandi bílaflota.

Þá tóku þeir rösklega við sér og ástandið snarlagaðist á ótrúlega stuttum tíma vegna róttækra aðgerða þegar notkun blýs var bönnuð og settir hvarfakútar í bíla.

Í kjölfar olíukreppunnar 1979 fékk umhverfisverndarstofnunin (Environmental Protection Agency, skammstafað EPA mikið vald og setti til dæmis harða staðla um leyfilega meðaleyðslu fólksbílanna sem verksmiðjurnar framleiddu.

Stofnunin dældi út EPA-stöðlum á báða bóga en bílaframleiðendum tókst að nýta sér glufu í lagasetningunni hvað varðaði pallbíla og fjölnotabíla með því að gera slíka bíla að tískufyrirbrigði, en þeir voru undanþegnir skyldu til bensínsparnaðar. 

Stofnunin hefur allan tímann haldið eftir miklu valdi, sem nú er hægt að nota til þess að taka Bandaríkjamenn upp á eyrunum án þess að það þurfi að tefjast um of í þinginu.

Það er því líklegt að rétt eins og skammstöfunin AGS er orðin okkur Íslendingum munntöm síðustu mánuðu muni íslenska skammstöfunin UVS  (Umhverfis Verndar Stofnunin) sem þýðing á EPA verða áberandi í umræðunni hér á landi. 

Því miður var of stutt og ófullkomin sú umræða sem var í Kastljósi í kvöld um þessi málefni.

Það þarf ekki að deila um hlýnunina. Ellefu heitustu árin í 150 ára sögu mælinga hafa verið síðustu 15 árin og hröð jökla og hafíss getur ekki átt sér stað í kólnandi árferði.  

 


mbl.is Bandaríkin taka á loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband