Mannauðurinn.

Mannauðurinn er stærsta auðlind Íslendinga, þótt hvorki sé hægt að vigta hann í tonnum né slá á hann mælistiku hestafla eða megavatta.

Ég hef margsinnis tekið fyrirtækið CCP sem dæmi um þetta en aldrei er góð vísa of oft kveðin.  

Margir virðast eiga mjög erfitt með að samþykkja þetta og hallast frekar að því að leita í örvæntingu að hverju því sem getur gefið fljótfengnar krónur á svipaðan hátt og þegar fótkaldir menn pissa í skó sína. 

Verstu áhrif kreppunnar eru þau að missa fólk úr landi, fólk sem gæti lagt sitt af mörkum til aukinna afkasta þjóðarinnar á öllum sviðum.

Sumt af því sem mannauðurinn gefur er þó hægt að mæla í efnislegum tölum, bæði krónum og tonnum sem fást vegna þess álits og virðingar sem afrek mannauðsins getur gefið þjóðinni.

Í gróðærinu svonefnda kom nefnilega vel í ljós hvað þessi tvö atriði geta skapað mikil bein verðmæti í formi viðskiptavildar.

Grátlegasta afleiðing hrunsins var hrun álits Íslendinga og virðingar og endurheimt þessa tveggja er því brýnasta verkefni þjóðarinnar á næstu árum.  


mbl.is Íslenskur ljósmyndari verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér Ómar í einu og öllu, sem þú segir hér fyrir ofan. Það er sorglegt að hugsa til þess hvernig komið er fyrir okkur hér á Íslandi og ansi hart að þurfa að bíta í það súra epli að þurfa að sanna okkur fyrir öðrum þjóðum, eins og það að hvort  hægt sé að treysta okkur fyrir peningum yfirleitt. Þeir ættu að skammast sín þessir peningagosar sem gjörsamlega lögðu allt í rúst hér á landi og meira að segja ætti sú stjórn að skammast sín líka, sem var við völd á þeim tíma, sem lét  peningagosana afskiptalausa og fengu þeir að fara á þeysireið um víðan völl hér heima og erlendis í þvílíku peningabulli og eyðslu. Allt þetta stjórnleysi er búið  að gera það verkum í dag að heilu fjölskyldurnar í landinu eiga ekki fyrir jólasteikinni í ár. Ég segi bara, vesalings börnin okkar hvers eiga þau að gjalda... þau geta mörg hver ekki skilið það að pabbi og mamma eigi ekki fyrir jólasteikinni á jólunum eða falllegu innihaldi í jólapakka til þeirra.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 9.12.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband