12.5.2023 | 20:26
"Söngvakeppni", ekki söngkeppni eða sýningaratriði.
Í öllu umtalinu af Sðngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hendir það ár eftir ár, að athyglin beinist að atriðum í flutningnum, sem að vísu eru hlutar af þeirri upplifun, sem áheyrendur fá, en verða oft að úrslitaatriðum, sem yfirskyggja það sem á að að verða aðalatriðið, þ. e. að þetta er sðngvakeppni og ekkert annað.
Ekki fimleikakeppni, svo sem um það að "standa á höndum i græna herberginu", ekki búningakeppni eða keppni um sviðsetningu.
![]() |
Spá veðbanka klikkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Upphaf eldanna við Fagradalsfjall í formi mikillar skjálftavirkni hringdi engum sérstökum bjöllum hjá fólki.
Allur Reykjanesskaginn hafði verið án eldsumbrota í átta aldir, og meintur órói við Reykjanestá um svipað leyti og Skaftáreldar byrjuðu, breytti þessu megin rólegheita ástandi ekki.
Þess vegna komu allir af fjöllum þegar eldgos hófst í Geldingadölum, og aftur þegar það tók sig upp á ný.
Aðeins lengra kyrrstöðutímabil hefur verið á austanverðum Reykjanesskaganum en hinum vestanverða hluta hans.
Munurinn er ekki mikill; um það bil tvö hundruð ár. En í kringum árið þúsund var heilmikið um að vera á svæðinu þar sem nú liggja tveir megin þjóðvegir, Þrengslavegurinn og leiðin yfir Hellisheiði.
Hraunstraumar runnu meðal annars niður í vestanvert Ölfus, þegar Snorri goði spurði á Alþingi hverju goðin hefðu reiðst þegar hraunið brann, sem menn stóðu þar á í framhaldi af því að heiðnir menn ýjuðu að því að nú væru goðin reið þegar hraun rynni í átt til bæjar eins hálfkristna goðans.
Heilmikið hefur verið borað eftir heitu vatni á þessu svæði síðustu áratugi og heitu vatni tappað af með þeim afleiðingum að land hefur sigið þess vegna.
Kannski ekki vitlausara en margt annað spyrja aftur um hugsanlega reiði goðanna.
![]() |
Aukin jarðhitavirkni undir Hringvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2023 | 12:49
"Rallið er ekki búið fyrr en það er búið."
Ofangreind setning varð snemma til á ferli Jóns R. Ragnarssonar sem akstursíþróttamanns, og raunar kom það fyrir á ferlinum, að þrátt fyrir áföll, sem eru fylgifiskur þessarar íþróttar, og ollu því að staðan væri vonlaus, höfðu baráttuandinn og einstæð seigla betur að lokum.
Það er orðið nokkuð síðan að sæti númer 26 og þar í kring voru birt varðandi komandi gengi Diljár í Júróvision en í dag bregður svo við að númer 9 kemur upp varðandi kvöldið í kvöld.
![]() |
Ísland áfram miðað við útgönguspá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2023 | 21:05
Aukin bílakaup eru nauðsynlegur hluti af orkuskiptunum.
Til þess að koma orkuskiptum í kring í landsamgöngum þarf ekki aðeins að slá í klárinn varðandi innviðina til aðstöðu við hleðslu bílanna, heldur þarf líka að fjölga bílunum sjálfum.
Það kann að sýnast kostnaðarsamt á tímum, þar sem draga þarf úr þenslu og verðbólgu, en þá verður að hafa í huga, að áður hafa farið hér fram orkuskipti á síðustu öld, þegar jarðefnaeldsneyti var skipt út fyrir hitaveirur til húshitunar.
Milljón tonn af olíu á ári fyrir samgönguflotann í beinhörðum gjaldeyri felur í sér mikinn ávinning, ef hægt er að losna við þau útgjðld.
![]() |
Fólksbílasala jókst um 16,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.5.2023 | 23:01
Snjallt tilsvar hjá kaupfélagsstjóra um síðustu aldamót.
Einhvern tíma í kringum 1990 var gerð stutt frétt hjá Stöð 2 um minnsta kaupfélag landsins, sem þá var á Óspakseyri við Bitrufjörð.
Hrun starfsemi flestra kaupfélaga var þá geigvænlegt, en á Óspakseyri var í fínasta lagi.
Kaupfélagsstjórinn, Sigrún Magnúsdóttir, hafði hagrætt rekstrinum á einstaklega hugvitssamlegan hátt, meðal annars með því sem kallað er "fækkun stöðugilda".
Áfram liðu árin og tíu árum síðar stóð þannig á í fréttaferð til Vestfjarða að hafa samband við Sigrúnu.
Samtalið varð stutt og tók snöggan endi, eitthvað á þessa leið:
"Hér er allt við það sama", svaraði hún.
"En fjöldi íbúa, hvað með þá?" var spurt. "Fólksfækkun í dreifbýlinu er víðast vandamál."
"Þar er líka sömu sögu að segja," sagði Sigrún. "Alveg sama íbúatalan og fyrir tíu árum."
"Það eru góðar fréttir," sagði ég.
" Nei," svaraði hún. "Það eru slæmar fréttir."
"Ha?"
"Jú, við erum öll orðin tíu árum eldri."
Eftir því sem árin liðu eftir þetta og þessi mál skoðuð betur, sást betur hve mikil skarpskyggni var í þessum orðum.
Eðli málsins þjappaðist saman í eina harðsnúna staðreynd.
Fyrsta spurningin, sem spyrja þarf þegar grennslast er fyrir um lífsmöguleika byggða, er þessi: Hvað búa margar konur á barneignaaldri á svæðinu?
Ef þær eru fáar, og í ofanálag komin á efri ár barneignaaldursins, er viðkomandi byggðarlag dauðadæmt.
Þetta getur líka átt við um einstakar þjóðir. Þess vegna er lægsta frjósemistala sögunnar á Íslandi grafalvarlegt mál.
![]() |
Frjósemi aldrei verið minni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2023 | 22:19
Einstakur ferill og staða Alfreðs, hvernig sem fer.
Nafn Alfreðs Gíslasonar er líklega nafn, sem kemur oftast upp í hugann þegar gengi Íslendinga í handbolta er skoðað og bæði leikmenn og þjálfarar teknir með í myndinni.
Hvernig sem fer um framtíð hans í augnablikinu hefur hann skipað sér sjaldgæflega glæsilegan feril bæði sem leikmaður og þó einkum þjálfari.
![]() |
Vilja að Alfreð verði leystur frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2023 | 12:42
Fimmtíu mismunandi afbrigði Parkinsons.
Eitt af því sem hefur gert baráttuna við parkinsonsveikina erfiða er það, hvernig hún getur birst á mismunandi vegu hjá sjúklingunum. Það veldur því að sjúkdómsmeðferðin getur verið ótrúlega ólík og vandasöm.
Egill Ólafsson hefur lýst því, að eitt af þeim atriðum sem geti haft áhrif á orsök sjúkdómsins, sé að viðkomandi sjúklingur hafi fengið þungt höfuðhögg í æsku.
Það hafi til dæmis gerst í æsku hans.
Á tímabili var Muhammad Ali frægasti parkinsonssjúklingur heims, en erfitt þótti að tengja það beint við það hve lengi hann hélt áfram að standa af sér mikla höggahríð í síðustu bardðgum sínum.
Í viðtengdri frétt á mbl.is er greint frá ákveðnu afbrigði desófóvíbríó-bakteríunnar sem sé sé orsðk parkinsons-sjúkdóms í flestum tilvikum.
Þótt hægt gangi í hinni margslungnu baráttu við veikina kveikja svona fréttir ætíð vonarneista og leiða hugann að hinu marga góða fólki, sem berst við hann.
![]() |
Skrefi nær kveikjunni að parkinsons? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2023 | 17:33
"Hraðhjólastígar"; n.k.hraðbrautir fyrir reiðhjól.
Gott er að frétta af því, að hugtak, sem erfitt hefur verið að útskýra, virðist vera að ryðja sér til rúms. Þetta fyrirbæri mætti kalla "hraðhjólastíga".
Hraðhjólastígar eru ekki með háan hraða, þrátt fyrir heitið, enda stígarnir aðeins 2,5 til 3 metrar á breidd, heldur lægri ferðatíma í krafti þess að vera hannaðir þannig að vera sem greiðfærastir og bjóða upp á sem jafnastan hraða hálægt 25 km hraðanum.
Reynsla Akureyringa af 2,5 m breidd leiddi til þess að þeir breikkuðu stíginn í 3 metra, sem er alger klassamunur.
Síðuhafi axlarbrotnaði í árekstri á hjólastig á Geirsnefi við hjólreiðamann, sem kom á móti og sveigði inn á ðfugan helming.
Stígurinn er 2,5 m, en væri hann 3 m hefði það gert gæfumuninn.
Sem dæmi má nefna algengustu hjólaleiðir síðuhafa, á rafreiðhjóli, frá Sp0nginni í Grafarvogshverfi vestur á svæðið milli Umferðarmiðstöðvarinnar og kvosarinnar. Leiðirnar eru 8-14 kílómetrar, en meðalhraðinn ekki nema um 16 km/klst.
Þar spila ýmis önnur atriði inn í en gilda hjá bílum, til dæmis það hvort diskahemlar eru á hjólunum eða ekki.
Munurinn á 15 km hraða og 25 km hraða er umtalsverður, allt að kortérs munur hvora leið, og veldur því oft, að gripið sé til léttbifhjóla, sem notuð eru á götunum í stað þess að nota stígana og spara því drjúgan ferðatíma.
![]() |
Breiðholt express yfir Elliðaárnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2023 | 08:12
Ópíóðafaraldur, flóðbylgja viðbótar við það sem fyrir var.
Ópíuóða verkjalyfin, sem komast upp í það að drepa fimmtíu þúsund manns árlega í Bandríkjunum, voru fundin upp af lyfjasérfræðingum þar í landi og auglýst í upphafi sem lítt ávanabindandi.
Annað kom á daginn og nú skellur þessi bylgja á okkur rétt eins og að enginn geti ráðið við neitt. Blasti þó bitur reynsla Bandaríkjamanna við, en þar í landi sáu ósvífnir lobbyistar í þinginu fyrir lagabreytingum sem lömuðu lyfjaeftirlitið í landinu í stað þess að efla það.
![]() |
Fjárhættuspil í íslensku samfélagi eru ótrúlega aðgengileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2023 | 01:16
Hvað um Öskju?
Páll Einarsson minnir réttilega á það í viðtali við mbl.is að óvenju margar eldstöðvar geri sig nú líklegar til að vera komnar á tíma varðandi eldgos.
Hann nefnir þó ekki Öskju meðal hinna efstu í lista, þótt þar hafi kvika á litlu dýpi valdið landrisi undanfarin misseri.
Staðurinn er undir vesturenda vatnsins vinstra megin á myndinni, sem þýðir það, að gos þarna gæti orðið kröftugt öskugos.
Reynslan frá gosinu 1875 er ekki uppörvandi.
En Páll er líklega varfærinn í þessu efni, því að vegna skorts á samanburðarmælingum frá fortíðinni er líklega ómögulegt að spá um þessa eldstöð af neinni nákvæmni.
![]() |
Fylgir því að búa í svona landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)