28.4.2023 | 22:39
Leikmanni verður starsýnt á eldrauða loftmassann frá Afríku.
Fjölmiðlunartæknin hefur vaxið mikið á þeim 57 árum síðan veðurkort birtust landsmönnum á svart-hvítum veðurkortum.
Nú eru birtar miklu fjðlbreyttari upplýsingar á kortum, þar sem loftstraumar og loftmassar hreyfast eins og lifandi verur.
Í mestallan vetur hafa meginlínurnar um átökin milli rauðlitaðs massa yfir Afríku og hins helbláa massa yfir Grænlandi bylgjast um nokkurs konar vígstöðvar, sem liggja eins og víglína frá suðvestri norðaustur yfir Ísland og ráða hinum miklu sviptingum í veðurfarinu hjá okkur.
Einstaka sinnum þrýstir þurrt og sjóðheitt loft frá Sahara sér alla leið norður í Íshaf, og meira að segja sandrykið frá Sahara mettar loftið hjá okkur.
Þegar svona ástand getur varað jafnvel dögum saman, og þetta gerist tíðara en áður, gætu það verið merki um hækkun meðalhita andrúmsloftsins á heimsvísu.
En hinar gríðarmiklu víðlendur átakasvæðanna eru stærri og með flóknari fyrirbærum en svo að auðvelt sé að spá í þau spil.
![]() |
77 ára hitamet slegið í Portúgal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2023 | 09:56
"Spennandi" tímar framundan hjá borginni.
Áratugum saman hafa fjármálatölur Reykjavíkurborgar verið umdeildar og meðhöndlaðir á misjafnan hátt. Þannig er það enn í dag, og hlutverkaskipti Dags og Einars skapa líklega aukna óvisssu, hvort hún ein og sér muni einhverju verulegu breyta.
Risastór verkefni bíða í samstarfi bæjarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi stórvirki á borð við Borgarlínu og Sundabraut.
Framundan eru átök á vinnumarkaði og glíman við verðbólguna og niðurstöður skoðanakannana hrista stoðir stjórnarsamstarfsins.
![]() |
Rekstrarafhroð í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2023 | 22:32
Sólarlagið: Smyrsl á kalda fönnina.
Nú eru síðustu dagar aprílmánaðar, og því sætir tíðindum 14 sentimetra snjóþekjan, sem dembdi sér niður á Suðvesturlandi í dag.
Sem betur fór sá vorsólin við því með því að gefa frá sér góðan hita úr hárri stöðu í dag, því að sólargangurinn er svipaður í apríllok og hann er miðjum ágúst.
Í ofanálag bættust Snefellsjökull og misturskenndur skýjahimininn yfir honum í hópinn með einum af fyrstu kvöldum þessa vors með fögru sólarlagi.
![]() |
14 sentimetra jafnfallinn snjór í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2023 | 15:32
Séríslenskt sleifarlag?
Árið 1974 féllu snjóflóð í Neskaupstað, sem hefðu átt að koma af stað gagngerri áætlun um snjóflóðavarnir þá þegar.
Það var ekki fyrr en 1994 að norskur snjóflóðasérfræðingur sagði að þar sem landi hallaði og snjór gæti fallið, gætu komið snjóflóð. Hann var fenginn til að athuga aðstæður á Seljalandsdal og beðinn um að fjalla ekki nánar um aðstæður vestra í öðrum fjörðum.
Meðal þeirra staða hefðu getað orðið krapaflóðið mannskæða á Patreksfirði, en 1995, árið eftir snjóflóðið á Seljalandsdal, féllu stóru mannskæðustu flóðin á Súðavík og Flateyri, og samtímis stærsta snjóflóðið innsst í Dýrafirði, en það félll í óbyggð.
Einn maður fórst í snjóflóði í Reykhólasveit, en það var ekki fyrr en eftir snjóflóð í Bolungarvík 1997 sem einhver hreyfing af alvöru komst á ofanflóðamálin
1999 var Ofanflóðasjóði hrint af stað, og átti að ljúka verkefnum sínum 2010, en því var frestað til 2020 og svo aftur 2030.
Þessi saga er ekki sú eina af þessu tagi, sem um getur hér á landi.
Ítrekað hafa framlög í sjóði verið tekin úr þeim og sett í eitthvað annað.
Harmsaga Ofanflóðasjóðs er hins vegar of stórfellt dæmi um eins konar séríslenskt sleifarlag, sem er í raun óskiljanlegt viðundur; risatilbrigði um íslenska stefið og viðkvæðið "þetta reddast."
![]() |
Fjármögnun varnargarðs í Neskaupstað óljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2023 | 12:39
Norðmenn settu bundið slitlag í forgang fyrir 30 árum.
Það hefur verið áhugavert að kynnast norsku vegakerfi á mörgum dagskrárgerðarferðum um það dreifbýla land.
Áberandi var að Norðmenn settu malbikun vegakerfisins í forgang, og komust vel áfram með það verkefni, þótt það bitnaði sums staðar á því að breikka vegina.
En heildarverkefnið var greinilega svo tröllaukið að þessi leið var farin. Þegar fyrir aldarfjórðungi var leitun að vegi hjá frændum okkar, sem líktist þeim vegi á Vatnsnesi, sem fylgir viðtengdri frétt á mbl.is.
![]() |
Gæti kostað 150 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2023 | 22:21
Neyðarlegt fyrir Svía. "Salmonellan sækir á..."
Svíar eiga að baki langan frægðarferill sem fjölmennasta Norðurlandaþjóðin sem hefur verið í forystu í mörgum tæknimálum, einkum hvað snertir öryggi.
Þeir voru frumherjar í gerð bílbelta, árekstravarna og læknisfræðilegrar gerðar þægilegra framsæta.
Sænsku bílaverksmiðjurnar Volvo og SAAB stóðu framarlega áratugum saman, og alveg fram á þennan daga hafa SAAB verksmiðjurnar framleitt orrustuþotur, sem eru í fremstu röð.
Sú nýjasta er SAAB Gripen.
Í heilbrigðs- og velferðarmálu áttu Svíar lengi góða daga og eru nýjar fréttir af eggjaskorti vegna stórfelldrar salmonellusýkingar því neyðarlegar.
Svipað gerðist reyndar hér á landi fyrir aldarfjórðungi þegar sýking kom upp stóru fuglabúi að Sveinbjarnargerði við Eyjafjðrð.
Í ofanálag féll stór aurskriða á bæinn, og um þetta tvennt orti Hákon Aðalsteinsson:
"Salmonellan sækir á;
sigrar brátt að fullu.
Norðan heiða fjöllin fá
feiknarlega drullu. "
![]() |
Viðvarandi eggjaskortur í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.4.2023 kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2023 | 21:05
Vaxandi líkur á eldgosi?
Óvenju víða í íslenska eldstöðvakerfinu má búast við eldgosi eftir að Reykjanesskagin birtist með upphafið að nokkurra alda eldgosatímabili í kjölfar eldgosalauss tíma i átta aldir.
Grímsvötn teljast enn vera virkasta eldstöð landsins og nú er kominn meira en áratugur síðan þar gaus síðast.
Hekla hefur þanist út upp fyrir þau mörk sem hún komst í fyrir gosið árið 2000, og á svæðinu Bárðarbunga-Askja hafa ekki verið meiri goslíkur samanlagt í háa herrans tíð.
Ein af hugsanlegum afleiðingum hlýnandi loftslags og minnkandi jökla getur orðið vaxandi tíðni eldgosa á þessari öld.
![]() |
Stærsti skjálftinn á þessu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2023 | 17:19
Hillir loksins undir skilning á því hve mikilvæg heilbrigðismálin eru?
Í viðtengdri frétt á mbl.is um uppbyggingu Landssptílans segir forstjórinn, að honum þyki að vísu "leiðinlegt" að þurfa sífallt að sífra um risastærð verkefnisins og heilbrigðismálanna í heild, en bendir þó á teikn á lofti um að vaxandi skilningur sé hjá ráðamönnum á þeim málaflokki, sem flestir landsmenn telji mikilsverðust, ef marka má nýlega skoðanakönnun.
Stóra skriftin er á veggnum: Það stefnir í það að hlutfallslega eigi elsti hluti landsmanna eftir að verða allt að tvöfalt stærri á næstu áratugum, miðað við aðra aldurshópa og einkum yngsta hópsins sem þarf að bera uppi þá framleiðslugetu, sem nauðsynleg verður í nýrri tegund tækniframfara.
Athyglisvert er, að í nefndri skoðanakönnuun voru valdir aðeins þrír helstu málaflokkarnir, og að umhverfismál voru ekki nefnd.
Allt hnígur þó að því að sá málaflokkur verði afdrifaríkastur fyrir mannkynið á 21. öldinni.
![]() |
Gríðarlega stór tíðindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2023 | 22:39
Meðalhitinn á jörðinni allri skiptir auðvitað mestu máli.
Deilurnar um loftslagsbreytingar hafa því miður alltof mikið snúist um tölur frá einstökum stöðum eða löndum, en ekki um meðaltöl frá jörðinni allri.
Gott dæmi um það að einblína á einstaka staði mátti finna í blaðagreinum í Morgunblaðinu í hitteðfyrra, þar sem hitinn á Stórhöfða síðustu áratuginn sýndu, að allt tal um hlýnun lofthjúps jarðar væri þvættingur, eða falsfréttir eins og Trump orðaði það.
Einhver tæknileg atriði ollu því að síðari hluti þessa pistils fæst aðeins birtur á ensku og er beðist velvirðingar á því.
The last example of a biased perspective was when the figures and graphs of Trausti Jónsson were published here recently, which showed the evolution of the temperature in Iceland on either side of the 2000s.
The graphs showed similar warming in the first era, the 20th century and then in the last 30 years.
Between these periods there was a rather short period of cooling, but it was noted that the beginning and end of the first era were colder than the beginning and end of the second.
Thus, overall, the coldest years inside the first period were colder than the coldest years in the second period.
But the cold-hearted believers were quick to say that, overall, there had been no warming.
Now, all the computer projections of global warming up to the turn of the century show two or three regions on Earth, where the fiery red color, which is on almost the entire Earth, is not, but a light blue color.
One of these light blue areas covers the Iceland and the area southwest of the country.
As a result, it is not good Latin to make Iceland alone, let alone Big Head alone, an all-encompassing symbol for the whole earth.
The above light blue areas include arguments, which have been mentioned many times on this page and need not be repeated, which is the effect of clean and cold solvent water from melting glaciers on the waters into which this water flows.
![]() |
Bráðnun jökla út úr kortinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2023 | 22:58
Trylltur hamfarastormur vindorkuveranna að hefjast?
Andrúmsloft jarðar lætur lítið yfir sér hvað snertir eðlisþyngd, en þegar allur lofthjúpur jarðar er lagður saman verður útkoman tryllingslega stór.
Í gangi eru ævintýralegar fyrirætlanir nýrra valdahópa, sem kalla mætti vindgreifa, samanber sægreifa.
Í undirbúningi eru minnst 40 vindorkuver, sem geta orðið ævintýralega stór. Sem dæmi má nefna eitt stykki, sem á að rísa úti á miðununum fyrir utan Hornafjörð og geta orðið allt að 15 þúsund megavött, eða framleiða allt að fjórum sinnum meiri orku en nemur allri orkuframleiðslu Íslendinga, en það þýðir 16 sinnum meiri orku en nú er notuð fyrir íslenska fyrirtæki og heimili!!!
Um það eru notuð orð eins og að "við vitum hvaðan árnar og fiskistofnarnir koma og hvert leið þeirra liggur, en enginn veit hvaðan vindur kemur né hvert hann fer.
Fylgjendur þessara trylltu gróðahugmynda er strax farnir að tala um það að alls ekki megi leggja verðmat á vindinn, heldur megi hver sem er, erlendir sem innlendir, gera hann sér að féþúfu endurgjaldlaust.
Það segir hins vegar sína sögu, hvað er í gangi, að nú er að byrja að koma fram hverjir eru fjárfestar í þessum ósköpum.
Þar glyttir í mörg nöfn, sem kunnugleg eru í skrautlegri sögu forsprakka á öðrum sviðum fjárplógsstarfsemi og gróðabralls landans undanfarna áratugi.
![]() |
Beint: Tillögur kynntar um nýtingu vindorku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)