Vaxandi líkur á eldgosi?

Óvenju víða í íslenska eldstöðvakerfinu má búast við eldgosi eftir að Reykjanesskagin birtist með upphafið að nokkurra alda eldgosatímabili í kjölfar eldgosalauss tíma i átta aldir. 

Grímsvötn teljast enn vera virkasta eldstöð landsins og nú er kominn meira en áratugur síðan þar gaus síðast. 

Hekla hefur þanist út upp fyrir þau mörk sem hún komst í fyrir gosið árið 2000, og á svæðinu Bárðarbunga-Askja hafa ekki verið meiri goslíkur samanlagt í háa herrans tíð. 

Ein af hugsanlegum afleiðingum hlýnandi loftslags og minnkandi jökla getur orðið vaxandi tíðni eldgosa á þessari öld. 


mbl.is Stærsti skjálftinn á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sennilega nokkuð snemmt að segja "Reykjanesskagin birtist með upphafið að nokkurra alda eldgosatímabili". Það er ekki víst að gjósi aftur næstu 1000 árin og þá var þetta bara tveggja ára eldgosatímabil.

Því lengra sem líður frá síðasta gosi aukast líkurnar á gosi og styttist í það. Hvort það verður á þessu ári, því næsta eða einhvern tíman á næsta áratug er ekki öruggt. En dagarnir fram að gosi eru nákvæmlega einum færri í dag en í gær, og nær verður ekki komist í útreikningunum.

Og hvort næsta gos verði í Grímsvötnum, Kötlu, Öskju, á Reykjanesi, í Heklu, Vestmannaeyjum, Kröflu eða Snæfellsnesi kemur bara í ljós þegar það verður. Og eins gæti það verið einhversstaðar annarsstaðar. En hinir árlegu tugir spádóma sérfræðinganna um gos á hinum ýmsu stöðum hefur engin áhrif á hegðun eldgosa.

Eldgos eru svolítið eins og iðnaðarmenn: þeir eiga að koma en láta bíða eftir sér ef þeir þá koma og þeir gætu eins farið eitthvað annað. Loforð iðnaðarmanns eykur bara líkurnar á að hann komi.

Vagn (IP-tala skráð) 24.4.2023 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband