8.6.2024 | 23:07
Dásamlega íslenskt, að bregðast við eldgosum með virkjanaæði.
Færustu sérfræðingar okkar í eldgosafræðum telja líklegt að nú sé að hefjast tímabil, kannski nokkrar aldir, þar sem fimm eldirknissvæði, sem raða sér eftir Reykjaneskaganum allt frá Reykjanestá til Hengilsins verða virk, hvert á eftir öðru.
Fagradalsfjall byrjaði og nú er svæðið Eldvörp-Svartsengi á fullu. Austar bíður Krýsuvíkursvæðið eftir því að láta til sín taka og gera jafnvel enn meiri usla.
Og hver skyldu nú viðbrögð íslenskra handhafa valda og peninga vera?
Að endurskoða öll áform um mannvirkjagerð á hættusæðunum?
Nei, alveg þveröfugt. Að fara í eins konar virkjanakapphlaup við náttúruöflin í samvinnu við erlenda fjárfesta í svipuðum stíl og ríkti þegar HS Orka var hleypt af stað.
Að virkja eins mikið og hratt og hægt er!
Búnir að ná slkum snilldartökum á baráttunni við jarðeldinn núna, að "það er ekkert sem ógnar okkur..." eins og þeir orða það.
Ekki skemmir heldur að nú er búið að finna upp módelið að mjólka út úr landsmönnum fjármagn til gerðar varnargarða og skaðabóta vegna mannvirkjatjóns!
Ógnar ekki starfsemi HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frækilegur sigur Íslendinga í kvöld er áfall fyrir þá ensku sem urðu að þola þennan beiska ósigur á heimavelli sínum, frægasta þjóðarleikvangi heims. Jafnvel þótt leikurinn teldist vináttulandsleikur verður hann ef til vill samt færður í annála vegna þess, að enn lifir minningin um ófarir þeirra fyrir Íslendingum hér um árið.
Mörgum Íslendingum er í minni það heljar sálræna tak sem Svíar virtust hafa á okkur í lok síðustu aldar í handboltanum og gekk þetta fyrirbæri oft undir heitinu "Sænska Grýlan."
Mikið væri nú gaman ef örþjóðin af hjara veraldar væri að gera sig líklega til að gera eitthvað svipað.
Ísland skellti Englandi á Wembley | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2024 | 23:34
Enn fjölgar gögnum um atburðina fyrir 80 árum.
Á síðustu árum fjölgar sífellt nýjum heimildamyndum á Youtube um þá atburði, sem skóku heiminn fyrir á okkar tímum.
Þessi gögn opna í mörgum nýja sýn og bæta við mikilsverðum staðreyndum, sem dýpkað geta mat okkar á heimssðgunni.
Meðal annars má nefna vandaðar frásagnir og greiningar á 80 ára gömlum viðburðum þegar Bandamenn gerðu innrásina í Normandy.
Sumt sýnist ekki stórt við fyrstu sýn, svo sem lýsingin á djörfum leiðangri til þess að laumast fyrir Ermasund og "stela" mikilvægum ratsjárbúnaði Þjóðverja, á snilldarlegan hátt.
Minnir að ýmsu leyti á það þegar Otto Scorzeny "stal" Mussolini úr fangelsi Þjóðverja með bragði, sem hefði sómt sér vel í Bondmynd.
80 ár frá D-deginum: Morgunblaðið gaf út þrjú blöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2024 | 21:12
Fyrir komu hret, sem kölluð voru "Jónsmessuhret".
Trausti Jónsson starfar sem veðurfræðingur við að skrá og meta veðurfar og afbrigðilega dynti þess.
Líklega fróðasti maður hér á landi um þau efni.
Við upptalningu hans nú má bæta ýmsu, svo sem svoeefndum Jónsmessuhretum, þegar bændur norðan lands grófu tugi fjár úr fönn undir lok júní.
Einnig olli snöggt hret um miðjan júní talsverðu tjóni 1959 við smíði stíflu fyrir Steingrímsstöð við suðurenda Þingvallavatns.
Svona gerist á 8 til 14 ára fresti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2024 | 21:47
Kvennalandsliðið í fótbolta rak smiðshöggið á ljóma forsetakjörsins.
Það er ánægjulegt að sitja við sjónvarpið aftur og aftur og njóta framgangs kvennalandsliða okkar.
Í kvöld heiðruðu landsliðskonurnar komandi forseta, sem var á leiknum í fylgd með manni sínum og Guðna forseta.
Og klúturinn góði var viðeigandi í köldum vindinum.
Margfaldlega til hamingju, Ísland!
Tómas setur upp klút til heiðurs Höllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2024 | 21:17
Enn meiri sveiflur en í forsetakosningunum.
Sveiflurnar í fylgi stjórnmálaflokkanna í nýjustu skoðanakönnun eru svo miklar, að flestir grípa andann á lofti við að frétta af þeim.
Þetta er orðið dálítið mikið af því góða, algert afhroð Vinstri grænna, himinskautafylgi Samfylkingar og gott fylgi Miðflokksins.
Meginlínurnar sýna það, að þingmannafjöldinn á Alþingi virðist vera úr samhengi við raunfylgið og kannski kominn tími á stjórnarslit og nýjar kosningar.
Vinstri græn gjalda afhroð í nýrri könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2024 | 00:55
Rökstudd. ágiskun á miðnætti : Gagnrýni á ríkisstjórn síðan 1952.
Í einni skoðanakönnuninni fyrir þessar forsetakosningar kom fram að enda þótt gott gengi Katrínar Jakobsdóttur í þeim hafi speglað sterka stöðu hennar á grundvelli afreka hennar á stjórnmálasviðinu, hefur hins vegar verið áberandi hvernig gagnrýni á þá ríkisstjórn, sem hún veitti forystu, hefur speglast í ótrúlega hárri prósentutölul um það efni.
1952
buðu þáverandi stjórnarherrar fram frambjóðananda á vegum þáverandi ríkisstjórnar fyrir hönd 75 prósenta kjósenda sinna, en töpuðu fyrir kjororðinu "þjóðin velur forsetann."
Ástæða: Þjóðin valdi forsetann, ekki frambjóðanda á vegum ríkisstjórnarinnar.
1968: Gunnar Thoroddssen, mikilhæfur stjórnmálamaður úr röðum Sjálfstæðisflokksins, tapaði fyrir Kristjáni Eldjárn, sem hafði ekkert tengst stjórnmálum.
Astæða: Þjóðin valdi forsetann, en ekki þann sem var einn af innstu koppum stjórnarinnar.
1980: Þrír sterkir frambjóðendur, þrautreyndir úr stjórnsýslu, buðu sig fram, en í stað þess var fyrsta konan í heiminum, ótengd stjórnmálum, kosin í lýðræðislegum kosningum.
Ástæða: Þjóðin velur forsetann!
1996: Ólafur Ragnar Grímsson býður sig fram, búinn að vera framarlega í stjórnmálum í mörg ár og í harðri stjórnaranstööu lengst af.
NIÐURSTAÐAN SÍÐAN 1952: Fólkið velur forsetann OG GEFUR RÁÐANDI VALDHÖFUM GULA SPJALDIÐ.
Halla efst í veðbönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2024 | 23:44
Eins og að horfa á mynd af vígvelli úr lofti?
Meðan goslok eru ekki komin goslok í á eldstöðvunum við Grindavík og hraunið, sem enn þrýstist að byggðinni í Grindavík og þrengir sífellt að honum, vex óvissan um örlög ´þessararar hrelldu byggðar, sem þar sem því miður sígur smám saman á ógæfuhlið.
Þótt spáð sé goslokum í júlí, er spurningin sú hvort það nægi.
Og hver ný kvikusöfnun verður gerir ástandið verra.
Þrengir stöðugt að bænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2024 | 00:10
Hvaða nýja möguleika getur Fossvogsbrú opnað?
Það blasir við að sú breyting, sem brú yfir Fossvog veldur á áhrifasvæði hennar, hefur nokkra sérstöðu í saamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.
Skoða verður vandlega þá möguleika, sem opnast, vegna þess að brúin er ekki gerð fyrir hefðbunda umferð einkabíla, svo að hugsanlegt er að ýmsar af breytingunum liggi ekki alveg í augum uppi við fyrstu sýn.
Kársnes verði nýr miðpunktur höfuðborgarsvæðisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2024 | 23:10
Óskalagið: Mona Lisa í flutningi Nat King Cole.
Málverkinu af Monu Lisu er hægt að lýsa með ýmsum orðum, Eitt slíkra er orðtakið "less is more."
Ein aðferðin við að njóta þess að berja þetta þekktasta portrett heims er til dæmis það að standa andspænis því tengur við góð hljómflutningstæki og hlusta á Nat King Cole syngja lagið um hana.
Það má nota ýmsar aðferðir til að njóta þessa listaverks, sem fæddi af sér verðlaunalag og nýta til þess ýmsar útgáfur af því á Youtube.
Ein gátan um Monu Lisu leyst? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)