Enn fjölgar gögnum um atburðina fyrir 80 árum.

Á síðustu árum fjölgar sífellt nýjum heimildamyndum á Youtube um þá atburði, sem skóku heiminn fyrir á okkar tímum.  

Þessi gögn opna í mörgum nýja sýn og bæta við mikilsverðum staðreyndum, sem dýpkað geta mat okkar á heimssðgunni. 

Meðal annars má nefna vandaðar frásagnir og greiningar á 80 ára gömlum viðburðum þegar Bandamenn gerðu innrásina í Normandy. 

Sumt sýnist ekki stórt við fyrstu sýn, svo sem lýsingin á djörfum leiðangri til þess að laumast fyrir Ermasund og "stela" mikilvægum ratsjárbúnaði Þjóðverja, á snilldarlegan hátt. 

Minnir að ýmsu leyti á það þegar Otto Scorzeny "stal" Mussolini úr fangelsi Þjóðverja með bragði, sem hefði sómt sér vel í Bondmynd. 


mbl.is 80 ár frá D-deginum: Morgunblaðið gaf út þrjú blöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðarvalið á innrásarstað hefur mér alltaf fundist undarleg.  Þú þarft ekki að vera útskrifaður úr Vest Point til að vita að high ground er betri en low ground í bardögum.  Hefur verið vitað frá upphafi.  Normandy var low ground fyrir innrásarherinn.  Hefðu Jótland eða Holland ekki verið ákjósanlegra?

En svo er það það sem er augjóst í ljósi sögunnar að vesturveldin þurftu að frelsa V-Evrópu til að koma í veg fyrir að hún yrði hernumin af sovíetinu eins og raunin var með A-Evrópu.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2024 kl. 08:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir 80 árum var heilsuleysi farið að há Hitler og hann orðinn að lyfjafíkli, sem þurfti í vaxandi mæli að sofa fram undir hádegi ef svo bar undir. 

Stysta og beinasta leiðinn í innrás í Frakkland lá um Calais þar sem styst var yfir Ermasund.  

Bandamenn eyddu mikilli fyrirhöfn og fé í það að setja upp atburði og liðsafnað til að undirbúa gerviinnrás þessa leið, og létu sjást til Pattons hershöfðingja.

Slæm veðurspá fyrir 6. júní styrkti Hitler í þeirri trú að innrás yrði ekki reynd þann dag, og var undirmðnnum hans bannað að vekja hann á innrásarmorgninum. 

Afleiðingin fólst í kolröngum viðbrögðum Þjóðverja.  

Ómar Ragnarsson, 7.6.2024 kl. 22:14

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Otto Scorzeny "stal" ekki Mussolini úr fangelsi Þjóðverja eins og þú segir (sennilega óviljandi) heldur úr fangelsi Bandamanna, nánar tilekið á norður Ítalíu.

Þú ferð ekki rétt með Ómar þegar þú staðhæfir að ekki hafi mátt vekja Hitler snemma morguns.  Þetta er gömul klisja sem ekkert er hæft í. Hið réttta er að æðstu menn höfðu leyfi til að láta vekja Hitler hvenær sem þeim þóknaðist. Hitler var vakinn snemma morguns (um kl 9) innrásardaginn 6. Júní og kom hann fram á náttfötunum.  Mun hann hafa lagt síg aftur eftir að hafa fengið fermur óljósar fregnir af innrásinni.  

Yfirhershöfðingi Þjóðverja í Frakklandi, Gerd von Rundstedt, hafði því miður ekki geð í sér til að hringja í Hitler og biðja um að vara-skriðdrekaherfylkin, sem voru staðsett í París, yrðu þegar I stað send á vetfang.  Fremur grunnt var á því góða á milli Rundstedt  og Hitlers.

Það er heldur ekki rétt hjá þér að Hitler hafi ekki átt von á innrásinni þennan dag, heldur var  það Edwin Rommel sem taldi veðurspána ekki gefa tilefni til innrásar þennan dag.  Taldi hann sér því óhætt að bregða sér til Ítalíu að  heimsækja kona sína sem lá þar alvarlega veik á sjúkrahúsi.   Hann álasaði  sér mjóg fyrir þetta ránga mat sitt. Rommel bar jafn mikla ábyrgð á vörnum Þjóverja við Ermarsund og Rundstedt.

Daníel Sigurðsson, 8.6.2024 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband