28.5.2024 | 06:40
"Óbyggðaferð í hópi..." 60 ára gömul sýn um nokkra þjóðgarða á Íslandi.
Fyrir sextíu árum hét eitt fjðgurra laga á plötu um nafngreindar íslenskar náttúruperlur "Óbyggðaferð".
Þá var aðeins einn þjóðgarður til á landinu, Þingvallaþjóðgarður. Um hann giltu sérstök lög með því mjðg svo framúrstefnulega ákvæði að hann væri ævarandi eign íslensku þjóðarinnar, sem hvorki mætti selja né veðsetja.
á plötunni voru nafngreindir nokkrir staðir, sem ekki voru þjóðgarðar, en hefðu allir efni til þess: Kerlingarfjðll, Skaftafell, Atlavík og Þórsmörk.
Kvörn tímans malar hægt og kannski þarf að bíða í nokkrar kynslóðir eftir því að sýnin á þessari plötu verði öll að veruleika.
Svona hljóðar erindið um Þórsmörk:
Þórsmörkina við þráum mest,
þangað menn dóla í langri lest
og festa svo bílinn fyrir rest
og fá til við dðmur mangað.
Í kjarrinu láta þeir flakka flest,
í felunum þar er elskað mest,
hafa með ættum við held ég prest
ef hættum við okkur þangað.
Þórs-, Þórs-, Þórsmerkurferð,
í Þórsmerkurferð við slórum.
Þjóðgarður í Þórsmörk? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fréttin af rútuslysinu í gær hljóðar þannig, að hægt er að klípa sig í í handleggina og spyrja sjálfan sig: Á hvaða ári eru svona slys enn að gerast? 1975?
Það fylgir sögunni í þessari frétt, að mikil heppni skyldi vera fólgin í því að rútan var svo gömul, en hefði farið mun verr út úr slysinu ef hún hefði verið ný!
Fyrir fjörutíu árum var deilt um kosti og galla þess að hafa belti í rútum og merkilegt er að sjá þessi rök með og á móti enn hðfð á lofti.
Þrír köstuðust útbyrðis: Ég eins og skopparakringla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2024 | 22:53
Spáði rétt um lok Holuhraungossins 2015. Hliðstæða við lok Kröfluelda?
Sennilega er leitun að íslenskum jarðeðlisfræðingi sem hefur jafn víðtæka reynslu og Haraldur Sigurðsson frá starfi og rannsóknum um víða veröld.
Haraldur þótti djarfur þegar hann spáði fyrir um lok Holuhraungossins 2015 og jafnvel gripið til þess að nota orðið aðhlátursefni í því efni.
En um það gilti orðtakið að sá hlær best sem síðast hlær.
Margt í sambandi við gosið í Sundhnjúksgígaröðinni nú minnir á það hvernig ris og hnig í kvikuganginum í Kroflueldunum 1975 til 1984 stigmögnuðust jafnt allt til gosloka.
Nú er spurningin hvað gerist nú við Grindavík og hversu nákvæm verður spá þeirra Haraldar og Gríms Björnssonar.
Spá því að umbrotunum ljúki í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tvennt vakti sérstaka atygli við það að gjóa á tvennt í fjðlmiðlum í kvöld. Annars vegar fróðlegt viðtal við Baldur Þórhallsson á Samstöðunni, þar sem mikil þekking hans og yfirsýn á utanríkismálum okkar Íslendinga naut sín vel, en meginefni hennar felst í nánu samstarfi og samtali við aðrar þjóðir, sem Baldur lýsti einkar vel.
Við það að horfa á þetta viðtal rifjaðist upp nýleg frétt um nýja bók Pulitzer verðlaunahafans Annie Jakobsen um nýjustu bók hennar, sem orðuð er við ný Pulitzerverðlaun vegna innihaldsins, sem byggir efnistökum hennar á þeirri útrýmingarhættu sem þriðja heimsstyrjöldin myndi búa lífi manna og dýra á jörðinni.
Nægir að nefna eina staðreynd, sem er niðurstaða bókarinnar: Slík stigmögnuð styrjöld myndi taka aðains 72 klukkustundir!!!
Guðni heiðraður í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2024 | 23:16
Loksins farið að taka til hendi varðandi ökuþrjóta á rafskútum?
Á þessari bloggsíðu hefur lengi verið s til hendi varðandi kröfur um tafarlauar endurbætur á reglugerð um rafkkútur og notkun þeurra sen hefur valdið usla og meiðslum langt umfram það, sem hægt er að líða.
Skrifandi síðunnar hefur nógu langa reynslu af því að nota hjólastíga til að geta borið um það, hverenig sú staðreynd að slysatíðnin á rafskútunum er sú langhæsta í umferðinni.
Hlálegt er að láta aðeins krakka vera skyld til að nota hlífðarhjálma og beinlínis vítavert að líða það að allt að þrír séu á hverri skútu og allir hjálmlausir.
Engu virðist hægt aðþ treysta á hjólastígunum þar sem 25 km / klst hámarkshraði gildir, en samt vera hvergi óhultur fyrir rafskútum sem ekið er langt umfram þennan hraða og valda með því ólíðandi slysahættu.
Stutt er síðan ein slík kom á ofsahraða hjálmlaus yfir blinda beygju á hjólastíg og olli með því mikilli slysahættu.
Það er engin afsökun að hlífðarhjálmar séu of þungir í vöfum; það er nægt úrval af nettum hjálmum á boðstólum.
þeir, sem eru á ferðinni á þessum slóðum gangandi eða hjólandi, eru svo berskjaldaðir hlíflarlausir, að í þeim efnum er mikillar úrbóta þörf.
á
Ökumaður rafskútu handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.5.2024 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2024 | 18:57
Of mikil linkind í kvennaboltanum?
Síendurtekin fólskubrot gegn Svindísi Jane Jónsdóttur vekja spurningar hvort nægilega fast sé tekið á dómgæslunni í þessari íþrótt.
Mðrg dææmi eru um það úr knattspyrnunni að sú harkalega að slasa leikna og fljóta leikmenn er vísvitandi og stundum jafnvel skipulega notuð til þess að brjóta þá niður.
Skrifanda þessarar síðu er enn í minni þegar harðsnúinn þjálfari setti kraftmikinn varnarmann í einu liðinu á Íslandsmótinu í það aðal hlutverk að brjóta svo fautalega á Ellerti Sölvasyni, Lolla í Val, eem var einstaklega leikinn og markheppinn, að hann brotnaði niður sálarlega.
Þjálfarinn, sem var þýskur, reyndist reikna þetta rétt. Allur vindur var úr Lolla eftir þegar ógnvaldurinn átti í hlut.
Sveindís varð aftur fyrir fólskubroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2024 | 22:54
Erfiðasta viðfangsefnið, ástand jarðskorpunnar?
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fást við mörg atriði í umbrotunum á Reykjanesskaga, sem erfið eru viðfangs, en eitt það erfiðasta er að spá fyrir um það, hvenær eldgos geti hafist.
Þetta á raunar við flestar eldstöðvar, svo sem Heklu sem sígur gjarnan við eldgos en þenst síðan út og hækkar þar til hún er komin í sömu hæð og hún var í við síðasta gos.
Þetta gekk nokkuð vel í nokkur skipti, en eftir gosið árið 2000, hefur hins vegar brugðið svo við að sú gamla rumskar ekki þótt hún sé komin meira en áratug fram yfir tímann.
Og nú virðist eitthvað svipað vera á seyði suður við Grindavík, að erfitt er að finna út hvenær og nákvæmlega hvar gýs næst.
Rólegt á vakt Veðurstofunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrifandi þessarar bloggsíðu hefur alla ævi verið mikill áhugamaður um hernaðarsöguna, enda eru sífellt að koma í ljós atriði, sem varpa nýju ljósi hana.
Magnað rit Max Hastings um Seinni heimsstyrjöldiha og fleiri ný gögn um hana hafa hrist upp í viðteknnum atriðum, og er atburðarásin frá 1938 til 1940 gott dæmi um það.
Hingað til hefur atburðarásin verið svona hjá flestum:
1. Síðsumars 1938 krefst Hitler þess að Súdetaþjóðverjar í Tékklandi fái að sameinast Þýskalandi. Hernaðaryfirvðld beggja aðila skelfast tilhugsunina um stríð. Í þýska herráðinu er pukrast með það að taka ráðin af Hitler, en falla á tíma þegar Hitler fær héruðin bardagalaust, líkt og gerst hafði með Austurríki fyrr á árinu. Tímaritið Time útnefnir Hitler sem mann ársins í árslok.
2. Vesturveldin telja sig hafa grætt á friðnum og til að fá meiri tíma til að efla viðbúnað sinn.
3. Þrátt fyrir þetta hafa Þjóðverjar fengið öflugan hergagnaiðnað, þar á meðal Skóda skriðdreka, á silfurfati, sem og alla Tékkóslóvakíu, sem nú er svipt öllu því náttúrulega landslagi fjalllendisins, þar sem voru rammgerð varnaðarmannvirki.
4. 1.september 1939 notar Hitler kosti Leifturstríðs til að ráðast á áður óþekktum hraða með meginhluta þýska hersins á Pólland, búinn að tryggja skiptingu meginlands Evrópu í griðasamningi við Stalín.
5. Á nokkrum vikum eru Pólverjar gersigraðir og enn fær Hitler stóran vinning á silfurfati, því að loforð Vesturveldanna um að ráðast úr vestri á Þýskaland eru einskis virði og fyrstu svikin af löngum lista um það hve hræðilega pólska þjóðin fór út úr stríðinu. Þrátt fyrir öll stóru orðin var engin sóknaráætlun til staðar til að beita hernum gefn Hitler og þegar loksins áætlun var til og alltof fáar breskar herdeildir komnar til Belgíu, lýsti áætlunin fyrir Bretana alveg ótrúlegu vanmati þeirra á aðstæðum.
Allt tálsýnir:
Franski herinn stærri en sá þýski. Rangt.
Þjóðverjar með fleiri skriðdreka. Rangt.
Ardennafjöllin ófær fyrir skriðdreka. RANGT!
Meðal hindrana voru Meuse og fleiri ár. Rangt.
Hersnillingurinn Eric von Manstein gerði snilldaráætlun um leifturhraða sókn gegnum Ardennafjöllin, sem að mörgu leyti virtist fífldjörf, meðal annars að komast á tæpum vöðum yfir árnar.
Hvað eftir annað áttu Frakkar góða möguleika á að stöðva eða trufla Þjóðverja en voru ALLTAF of seinir!
Á einum upplögðum stað fyrir gagnárás töfðust hermenn Breta og Frakka um tvo sólarhringa við að framkvæma verkið. Í herráðum Bandamanna voru töluð minnst þrenn tungumál, og dæmi var um að á yfirstjórnarfundi hefðu allir aðilarnir villst á leiðinni og ekki fundið fyrirhugaðan fundarstað!
Fjarskipti og skipulag voru aðalsmerki Þjóðverja. Ef fótgöngulið lenti í vandræðum, voru Stuka steypiflugvélar komnar á vettvang á einu til tveimur kortérum.
Bretar notuðu meðal annars flugvélar af gerðinni Fairey Battle, sem Þjóðverjar sölluðu niður á þann hátt að þær fengu viðurnefnið fljúgandi líkkisturnar.
Breski herinn átti að halda frá Frakklandi yfir í Belgíu sem lið í því að umkringja Þjóðverja, en grófu með því sína eigin gröf, voru sjálfir umkringdir og hröktust slyppir og snauðir yfir Ermasund!
Fyearu árra mánuðir stríðsins fengu niðurnefnið Phoney war eða Sitzkrieg, því Frakkar létu nægja að fara á einum stað ðrfáa kílómetra inn í Þýskaland, en hreyfðu sig ekkert eftir það.
Vísa í bloggpistil Einars Björns Bjarnasonar um svipað fyrirbæri í Úkraínu og athugasemd við það.
Bíll stóð í ljósum logum á Sæbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2024 | 10:54
Bannaðar veiðar vegna skjálftahrinu?
Heyra mátti eina banntilkynningu vegna Eldeyjarsvæðisins nú rétt áðan, en ekki fylgdi fréttinni hvort hún var fylgifiskur skjálftahrinu þar í nótt. Bannið gildir í nokkra daga að því að heyra mátti.
Skjálftahrina við Eldeyjarboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ráðríkir valdamenn eiga´það oft til að reka hershöfðingja og hernaðarlega mikilvæga menn, og er Adolf Hitler þekkt dæmi um það.
Ástæðurnar geta verið af svo mörgu tagi að jafnvel sérfróðustu menn eiga oft í mestu vandræðum með að skilja þær.
Meginástæðurnar eru oft skoðanaágreiningur með óhlýðni sem sterkt ívaf oft á tíðum.
Ekki þarf ofríki æðsta stjórnanda endilega til. Skoðanaágreiningur eins dáðasta yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í seinni í Heimstyrjöldinni og Kóreustríðin gerði brottrekstur hans óumflýjanlegan.
Pútín leggur óvæntan ráðherrakapal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)