Rökstudd. ágiskun á miðnætti : Gagnrýni á ríkisstjórn síðan 1952.

Í einni skoðanakönnuninni fyrir þessar forsetakosningar kom fram að enda þótt gott gengi Katrínar Jakobsdóttur í þeim hafi speglað sterka stöðu hennar á grundvelli afreka hennar á stjórnmálasviðinu, hefur hins vegar verið áberandi hvernig gagnrýni á þá ríkisstjórn, sem hún veitti forystu, hefur speglast í ótrúlega hárri prósentutölul um það efni. 

1952

buðu þáverandi stjórnarherrar fram frambjóðananda á vegum þáverandi ríkisstjórnar fyrir hönd 75 prósenta kjósenda sinna, en töpuðu fyrir kjororðinu "þjóðin velur forsetann."

Ástæða: Þjóðin valdi forsetann, ekki frambjóðanda á vegum ríkisstjórnarinnar.

1968: Gunnar Thoroddssen, mikilhæfur stjórnmálamaður úr röðum Sjálfstæðisflokksins, tapaði fyrir Kristjáni Eldjárn, sem hafði ekkert tengst stjórnmálum. 

Astæða:  Þjóðin valdi forsetann, en ekki þann sem var einn af innstu koppum stjórnarinnar. 

 

1980: Þrír sterkir frambjóðendur, þrautreyndir úr stjórnsýslu, buðu sig fram, en í stað þess var fyrsta konan í heiminum, ótengd stjórnmálum, kosin í lýðræðislegum kosningum. 

Ástæða: Þjóðin velur forsetann!

 

1996:  Ólafur Ragnar Grímsson býður sig fram, búinn að vera framarlega í stjórnmálum í mörg ár og í harðri stjórnaranstööu lengst af. 

NIÐURSTAÐAN SÍÐAN 1952:  Fólkið velur forsetann OG GEFUR RÁÐANDI VALDHÖFUM GULA SPJALDIÐ.

 

 


mbl.is Halla efst í veðbönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ráðandi valdhafar eru valdir af meirihluta þjóðarinnar en forseti af minnihluta, jafnvel mjög litlum minnihluta. Fræðilega hefðu frambjóðendur getað verið 177 í þessum kosningum og því hefði forseti geta verið kosinn með innan við eitt prósent atkvæða á bak við sig. Sem er í lagi því þjóðin er að velja sér veislustjóra en ekki kóng.

Eina gula spjaldið sem þjóðin getur gefið ráðandi valdhöfum er að kjósa þá ekki stöðugt aftur til stjórnunar. Hver kosinn er forseti hefur svo til engin áhrif á ráðandi valdhafa. Og það þarf ekki nema 3/4 þingmanna til að sparka forseta úr embætti.

Auk þess sem embættið er ekki meira en svo að sé forseti fjarverandi þá eru það tveir af hinum ráðandi valdhöfum og einn embættismaður sem taka við, ekki þarf að sverja þá í embættið og upp getur komið sú staða að aðeins einn hafi verið kjörinn á þing. Og neiti forseti að staðfesta ákvarðanir ráðandi valdhafa þá hefur sú neitun engin áhrif til frestunar eða ógildingar þeirri ákvörðun ráðandi valdhafa.

Þegar fyrsti forseti okkar tók við keflinu úr hendi konungs fékk hann ekkert meiri völd en konungur hafði haft hér deginum áður. En endurheimt á valdi, sem tekið var af konungi öldina á undan lýðveldisstofnun, er ýmsum mjög hugleikið. Þrátt fyrir að Ísland sé samkvæmt stjórnarskrá lýðveldi með þingbundinni stjórn. Forsetar sem ekki eru valdir af þingi, ráðandi valdhöfum, hafa ekki vald í lýðveldi með þingbundinni stjórn.

Vagn (IP-tala skráð) 2.6.2024 kl. 03:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málskotsrettur forsetans varðandi fjðlmiðlafrumvarp og tvívegis gagnvart Icesavesamningum gerði það að að verkum að þrívegis hafði viðkomandi ríkisstjórn ekki sitt fram. 

Ómar Ragnarsson, 2.6.2024 kl. 09:56

3 identicon

Þetta er náttúrulega bilun

spritti (IP-tala skráð) 2.6.2024 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband