Mannval.

511321B

Engin þeirra þriggja, Álfheiður Ingadóttir, Svandís Svavarsdóttir eða Ögmundur Jónasson eru verkkvíðnar manneskjur. Þessi þrjú hafa með verkum sínum og dugnaði sýnt fram á að hægt sé að fela þeim krefjandi verkefni. 

Ögmundur er sérstæður maður hvað varðar trúnað við hugsjónir sínar og eftirsókn eftir heiðarleika. Af gömlum og grónum kynnum við þennan dugnaðarfork veit ég að það var þessi hugsun sem réði afsögn hans í gær, - ekki verkkvíði. Gríðarleg eftirsjá er að honum úr því starfi.

Af kynnum af Álfheiði Ingadóttur og störfum hennar veit ég að hún hefði með sóma getað tekið við starfi umhverfisráðherra ef Svandís Svavarsdóttir hefði farið í heilbrigðisráðuneytið.

Álfheiður hefur lengi fengist við umhverfismál og látið þau sig miklu varða.

En hún hefur líka sinnt vel störfum í viðskiptanefnd og í öðrum málaflokkum og býr yfir pólitískri reynslu á ýmsum sviðum.  

Það er skiljanlegt að talið væri einfaldara að hafa þetta eins og það er nú orðið og ég óska Álfheiði til hamingju og alls hins besta í líkast til erfiðasta ráðuneytinu. 

.  


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband