28.8.2010 | 23:27
Hvað um flugturninn?
Fyrir þremur árum bloggaði ég um einhvert merkilegasta hús Reykjavíkur, gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli, fyrsta sérsmíðaða flugturn á Íslandi, sem hýsti fyrstu flugumferðarstjórana og Veðurstofu Íslands.
Hann og flugvallarmannvirkin í Reykjavík og á Kaldaðarnesi gegndu ómetanlegu hlutverki í orrustunni um Norður-Atlantshafið sem í öllum fræðbókum um heimsstyrjöldina síðari er með svipaða umfjöllun og helstu orrustur stríðsins.
Nöfnin segja sína sögu: Atlantshafið, Moskva, Stalíngrad, Kursk, El Alamein, Sikiley, Normandí, Midway, Kóralhafið, Corregidor, Iwo Jima og Okinawa.
Frá Íslandi flaug flugvélin sem hertók fyrsta þýska kafbátinn og færði hann til hafnar þar sem hann var rannsakaður og þar með fengin dýrmæt vitneskja um þetta skæða vopn andstæðinganna.
Á tímabili hafði Churchill meiri áhyggjur af orrustunni um Atlantshafið en nokkrum öðrum stríðsvettangi.
Ef sú orrusta tapaðist var stríðið tapað, því að þá væri ekki hægt að flytja matvörur, hermenn og herbúnað til Bretlands og tómt mál að tala um innrás í Normandí.
Hér á landi eimir enn eftir að úreltri feimni og tómlæti gagnvart því sem við lögðum til í stríðinu við mestu villimennsku mannkynssögunnar.
Það sést best þegar skoðaðar eru stríðsminjar í Noregi og í Bretlandi og raunar er flugturninn og aðrar stríðsminjar við Reykjavíkurflugvöll svo og völlurinn sjálfur sameiginlegar minjar um baráttu lýðræðisþjóðanna við Norður-Atlantshaf gegn nasistum.
Á Reyðarfirði hefur verið staðið myndarlega að varðveislu minja um stríðsreksturinn þaðan og gefa Reyðfirðingar Reykvíkingum langt nef í þessu efni.
2007 datt mér í hug að reyna að fara í leiðangur um borgarkerfið í Reykjavík og snúa mér til flugmálayfirvalda til þess að fá leyfi til þess að mála flugturninn, sem er í algerri niðurníðslu sem er til stórrar skammar yfir okkur Íslendinga.
Tilviljun réði því að þegar ég átti erindi í Landsbankann hitti ég Björgólf Guðmundsson í afgreiðslusalnum og hann kvaðst vera tilbúinn að styðja við þetta framtaka og meira að segja fara sjálfur með mér til að mála turninn með eigin höndum.
Á þessum tíma, 2007, var slíkur atbeini öflugs styrktaraðila á borð við Landsbankann mikils virði og þess vegna setti ég aukinn kraft í þennan erindrekstur minn og hætti ekki fyrr en ég hafði fengið samþykki allra aðila með ákveðnum skilyrðum.
Síðan kom Hrunið og málið hefur verið í biðstöðu síðan.
En nú er spurningin hvort hægt sé að taka þráðinn upp aftur og að fá samtök um að gera þetta með því að leita að sjálfboðaliðum.
![]() |
Þingmenn máluðu húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2010 | 07:36
Hamraborgin skoraði á Hamraborgina.
Hamraborgin kom víða við sögu í gærkvöldi. Í glæsilegri söfnin fyrir Ljósið undir kjörorðinu "Á allra vörum" í gærkvöldi var talsvert um áskoranir.
Til dæmis skoraði hárgreiðslustofan Cleo í Garðabæ strax í upphafi á aðrar hárgreiðslustofur að láta að sér kveða og fyrirtækið Hamrabofrg í Kópavogi skoraði á önnur fyrirtæki með sama nafni að taka þátt.
Öllum sem þarna voru bar samanum hve það væri gefandi í þess orðs fyllstu merkingu að fylgjast með þessu framtaki og taka þátt í því.
Nú gleðja skulum lönd og lýði
svo lifni frægðarhrósið,
öflum fjár í ergi og gríði
og eflum blessað ljósið.
![]() |
Hamraborgin sungin í Hamraborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2010 | 23:25
Fimm ástæður fyrir að búa hérna.
Ég hef stundum í gamni sagt að það séu fimm ástæður fyrir því að ég vilji búa á Íslandi:
1. Ég er fæddur og uppalinn hér.
2. Það er minna af pöddum en í lýjari löndum.
3. 4. 5. Ýsa, smjör og kartöflur.
Þegar við Andri vorum á flandri fyrir vestan í dag bauð kona nokkur okkur vestfirskan harðfisk, sem hún sagði vera öðruvísi en annar harðfiskur því honum væri sérstaklega ætlað að sleppa við þá gagnrýni að hann sé óhollur fyrir hjartasjúklinga, sem sé hreinni og ferskari en annar harðfiskur.
Ekki skal ég leggja dóm á það en augljóst virðist að fiskur sé hollur svo af ber.
Fyrir þá sem vilja grenna sig verður þá að taka lið 4 í burtu hér að framan, því 80% smjörs er hrein fita og nokkurn veginn það mest fitandi sem hægt er að innbyrða!
![]() |
Fiskur er megrunarfæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2010 | 10:18
Allt "öfgafólki" að kenna?
Það' er strax byrjað að kenna "öfgafólki", VG, Steingrími og Jóhönnu og Steingrími um tafir á virikjanaframkvæmdum, bæði á blogginu í dag og í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi.
Þetta hefur verið lagt þannig út að viðkomandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að vera á móti atvinnuuppbyggingu, á mót framförum og á móti landsbyggðinni.
Dæmin eru ný og gömul. Þegar virkjanafíklarnir hafa farið á kreik hafa þeir hrint af stað borunum áður en athugað hefur verið um gildi svæðisins sem náttúruverðmæti.
Þegar síðan gildi svæðisins hefur komið í ljós hefur verið sagt að ekki verði aftur snúið og "öfgafólki" kennt um að vilja eyðileggja hundruð milljóna króna sem eytt var þegar skotið var fyrst og síðan spurt.
Ekkert "öfgafólk" hefur lagst gegn Búðarhálsvirkjun heldur mælt með henni. Samt er því og þeim flokki sem enga ábyrgð bar á Hruninu, kennt um að vegna Hrunsins fáist ekki lánsfé til að hefja þar framkvæmdir.
Vaðið var af stað með að reisa kerskála í Helguvík án þess að búið væri að skoða hvort orka fyndist fyrir 360 þúsuynd tonna álver sem krefst 700 megavatta orku.
Raunar var fyrst reynt í lengstu lög að leyna því hve álverið yrði að verða stórt og þegar nú hefur komið í ljós að það verði að ná 360 þúsund tonna stærð er "öfgafólki" kennt um að ekki finnist orka fyrir þennan mesta mögulega orkusvelg heims.
"Öfgafólki" er síðan kennt um að Orkustofnun getur ekki gefið virkjanleyfi fyrir stækkaða Reykjanesvirkjun nema innistæða sé fyrir orkunni sem pumpa á upp.
Í upphafi var vaðið áfram með framkvæmdir án þess að buið væri að ganga frá samningum við tólf sveitarfélög sem línur og virkjanir eiga að verða í.
Þegar forstjóri Magma Engery lætur í ljós þá rökstuddu skoðun að réttara sé að leita að minni kaupendum orku, sem vilja borga meira fyrir orkueiningu og skaffa fleir og betri störf á orkueiningu ætlar allt vitlaust að verða, "Suðurnesjum blæðir út!" er hrópað og annað er eftir því.
Ég er einn þeirra sem hafa andmælt því að orkufyrirtækin okkar lendi í eigu útlendinga.
Það er helvíti hart þegar síðan kemur í ljós að útlendingar skuli orða skynsamlega orkusölustefnu sem manns eigin landar hafna vegna ótrúlega skammsýnna skammgróðasjónarmiða á kostnað komandi kynslóða.
Þ
![]() |
20 sagt upp hjá Jarðborunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.8.2010 | 11:09
Eftirminnilegar samkomur í Mývatnssveit.
Í gær voru haldnar tvær glæsilegar samkomur í Mývatnssveit sem komu mér á óvart fyrir þær sakir hve margir sóttu þær. Hefur fjöldastemning náttúruverndarfólks ekki komið mér meira á óvart í fjögur ár.
Hátt í 300 manns komu saman við Miðkvísl þar sem afhjúpað var minnismerki um það þegar stíflan í kvíslinni var sprengd og rofin fyrir réttum 40 árum.
Sú aðgerð markaði tímamót í Laxárdeilunni svonefndu og vakti athygli víða um lönd.
Erik Solheim, einhver reyndasti og virtasti náttúruverndarfrömuður á Norðurlöndum, sagði mér frá því þegar Kárahnjukadeilan stóð sem hæst að Miðkvíslarsprengingin hefði fyllt náttúruverndarfólk miklum móði sem kom vel fram í deilunni um Altavirkjun þótt hún tapaðist að vísu.
Baráttann í Noregi hefði síðan skilað sér í því að komið var naumlega í veg fyrir virkjun norðaustan við Jóstadalsjökul og nú væri staðan þannig í Noregi, að enda þótt þar sé enn óvirkjuð álíka mikill vatnsorka og á Íslandi og mun hreinni og endurnýjanlegri þar en hér og með minni umhverfisspjöllum, sé það yfirlýst stefna þar og í nágrannalöndunum að tími stórra vatnsaflsvirkjana sé á enda.
Solheim kom tvívegis til Íslands til að skoða Kárahnjúkavirkjun og hikaði ekki við að segja að umhverfisspjöllin af Altavirkjun væru smámunir einir miðað við hin hrikalegu umhverfisspjöll Kárahnjúkavirkjunar.
Í endurminningum sínum kvaðst Gro Harlem Brundtland ekki iðrast neins frá ferli sínum sem stjórnmálamanns nema þess að hafa sem umhverfisráðherra Noregs leyft Altavirkjun.
Í gærkvöldi var troðið hús af fólki í Skjólbrekku og þar var Laxárdeilan rakin á eftirminnilegan hátt.
40 árum eftir að flestir af helstu ráðamönnum þjóðarinnar þótti Gljúfurversvirkjun sjálfsagt mál vekur það undrun að þessi hrikalegu áform skyldu hafa verið uppi en þau fólust í því að taka Skjálfandafljót við Hrafnabjörg og veita því í sameiginlegri veitu Suðurár og Svartár í nýtt lón, Krákárlón, sem átti að verða stærra en Mývatn og fara með þetta allt niður í Laxárdal, sem yrði sökkt.
Króksdal, 25 km löngum og að miklu leyti grónum dal innan við Hrafnabjörg, átti að sökkva.
Í leitardálki vinstra megin á síðunni er hægt að leita að umfjöllun minni fyrr í sumar um þá framkvæmd með myndum af dalnum og fossunum, þ. á. m. Aldeyjarfossi, sem til stóð að þurrka upp 1970 og stendur enn til.
Í gagnum Kráká áttu Skjálfandafljót, Suðurá og Svartá síðan að renna í Laxá og síðan átti að reisa háa stíflu þar sem nú er Laxárvirkjun og sökkva gervöllum Laxárdal.
40 árum síðar finnst áreiðanlega flestum að það séu firn að menn skyldu í alvöru vilja umturna þessu svæði á þennan veg.
Spurningin er hvað mönnum muni finnast eftir 40 ár þegar farið verður yfir það sem til stendur nú til þess að seðja orkusvelginn álverið á Bakka og litið verður á hvað gert var til að seðja orkusvelginn álverið í Reyðarfirði.
Því miður þurfti dínamit til að koma vitinu fyrir menn 1970 og það virðist vera svo að ekkert minna dugi heldur nú ef koma á vitinu fyrir stóriðjufíklana, því að rökræður og andóf nú hafa enn ekki borið meiri árangur en svo, að það er eins og að klappa í stein.
Ég tók myndir í gær en er á ferðalagi á Norðurlandi og get ekki sett þær inn nú. Mun gera það síðar en minni á leitarorð eins og Skjálfandafljót og Gjástykki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.8.2010 | 10:49
Svipað og eftir Eyjagos.
Eftir gosið í Heimaey fannst flestum útlendingum þeir ekki hafa nýtt sér Íslandsferð sína vel nema fara þangað og skoða vettvang hamfaranna í "Pompei norðursins."
Enn í dag og um alla framtíð er þessi vettvangur eitt helsta aðdráttarafl Eyjanna og með batnandi samöngum þangað á að vera hægt að efla ferðaþjónustuna í Eyjum mjög.
Þær hafa reyndar eignast keppinaut uppi á landi þar sem er Eyjafjallajökull og svæðið umhverfis hann eins og ferð Svíakonungs og margra annarra merkra útlending er gott dæmi um.
Þessi tvö svæði er best að skoða sem heild og þá geta þau styrkt hvort annað þannig að enn meiri ástæða verður en nokkru sinni fyrr að skipuleggja ferð sína þannig að farið sé um bæði á landi og úti í Eyjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2010 | 10:23
Kosið um allt annað en aðalmálið.
Gjaldþrot stóriðjustefnunnar er nú að byrjað að koma í ljós hvað Reykvíkinga snertir. Í útvarpi lýsir sjálfur Alfreð Þorsteinsson hugarfari borgarstjórnar Reykjavíkur á þann hátt að kalla borgarfulltrúana fíkla hvað fjármál Orkuveitunnar snerti.
Ballið byrjaði fyrir alvöru á útmánuðum 2003 þegar borgarfulltrúar Samfylkingar klofnuðu um Kárahnjúkamálið og fulltrúar VG voru á móti. Þá hlupu fulltrúar stóriðjuflokkanna undir bagga til að koma upphafi þenslunnar og síðar Hrunsins af stað.
Á Alþingi var því hafnað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkamálið og aðalmálið varð að koma af stað húsnæðislánasprengingu sem bjó til stóran hluta af eldsmat Hrunsins.
Um orkumálin var ekki kosið í borgarstjórnarkosningunum 2002 og í kosningum 2006 var heldur ekki kosið um þá stefnu, sem fylgja ætti í þessum málum þótt fulltrúar F-listans reyndu að halda þessu máli á lofti og andstöðu sinni við stóriðjustefnuna.
Fulltrúar VG töldu sig tilneydda á þessum árum að hafa Framsóknarmennina í R-listanum góða hvað snerti orkumálin svo að R-lista samstarfið héldist.
REI-málið var lifandi afsprengi þessa hugarfars.
Í kosningunum 2007 reyndi Íslandshreyfingin að gera stóriðjumálin að aðalmáli en allir aðrir flokkar lögðust á eitt síðustu virkurnar fyrir kosningar að gera þær að rifrildi um það hvernig ætti að eyða hinum tilbúna gróða gróðærisbólunnar.
Í kosningunum í vor var enn einu sinni forðast að gera orkumál að kosningamáli og ekki kosið um þau, heldur var kosið um ísbjörn í Húsdýragarðinum, hvítflibbafangelsi í Arnarholti og skemmtilegt borgarstjóraefni, sem lofaði skemmtilegri borg og að hann myndi hygla vinum sínum á gagnsæjan hátt.
Það hentaði engum að orkumálin kæmust upp á yfirborðið.
Rómarkeisarar lögðu upp úr því að skaffa lýðnum brauð og leiki. Nú horfast fjármálafíklar borgarstjórnar í augu við brauðskort en tekst að tryggja leiki í formi flugeldasýningar í boði Vodafone.
Vísa í blogg mitt á eyjunni í dag um mál Helguvíkálversins og Orkuveitunnar.
![]() |
Gjaldskrárhækkun ekki lokasvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2010 | 20:08
Sama trú og hjá fríkirkjunni.
Það á ekki að vera vandræðum háð í frjálsu landi að vera í því trúfélagi sem hver kýs eða þá utan trúfélaga.
Enn minni vandkvæði ættur að vera að ganga úr þjóðkirkjunni í einhvern af fríkirkjusöfnuðum landsins sem játa sömu evangelisku kristnina og þjóðkirkjusöfnuðirnir.
Enda eru prestar þjóðkirkju og fríkirkjan gjaldgengir sitt á hvað og er séra Baldur Kristjánsson dæmi um prest sem var fríkirkjuprestur en fékk skipun í embætti í þjóðkirkjunni.
Dæmi eru líka um presta sem hafa verið þjóðkirkjuprestar en orðið fríkirkjuprestar.
Þjóðkirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu en henni hefur verið hyglað á sumum sviðum um of á kostnað annarra trúfélaga.
Helsta vandamál hennar er líkast til það að hún upphefji sig um of og líti of stórt á sig og leggi yfirlætislegan skilning í setninguna "...ég trúi á.....heilaga almenna kirkju..."í trúarjátningunni.
Þótt köllunin er heilög og háleit gildir hið sama um kirkjunnar menn og okkur öll að við erum ófullkomin og breysk. Þess vegna lagði Kristur svo mikið upp úr játningu, iðrun, yfirbót og fyrirgefningu.
Ýmislegt sem sést hefur eða heyrst til kirkjunnar fólks, samanber sumt sem séra Baldur Kristjánsson segir frá í dag, sýnir að þetta er ósköp venjulegt fólk með kosti og galla af ýmsu tagi.
![]() |
Hvarflað að forsætisráðherra að segja sig úr þjóðkirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2010 | 22:31
Svartur húmor í máltækjum.
Nokkur máltæki í flugi eru grimmileg og hlaðin svörtum húmor. Það kemur í hugann við að heyra um það að flugmaður hafi gleymt að setja niður hjólin í lendingu í Japan.
Orðtökin eru þessi:
1. Það eru til tvær tegundir af flugmönnum: Þeir sem hafa magalent og þeir sem eiga eftir að gera það.
2. Það eru til tvær tegundir af flugmönnum: Hræddir flugmenn og dauðir flugmenn.
3. Lærðu af mistökum annarra flugmanna því að þú munt aldrei lifa það af að gera þau sjálfur.
Sjálfur lenti ég í því í upphafi flugmannsferils míns að minnstu munaði að ég magalenti á Reykjavíkurflugelli.
Eftir það setti ég mér þá ófrávíkjanlegu reglu að það síðasta sem ég gerði fyrir hverja lendingu sem ég ætti eftir á ferlinum, væri að segja í hljóði við sjálfan mig: "Hjólin niðri", jafnvel þótt ég væri áður búinn að tékka á því að þau væru niðri og jafnvel þótt ekki væri hægt að taka hjólin upp á vélinni og þau því föst niðri allan tímann !
![]() |
Gleymdi að setja niður hjólabúnaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.8.2010 | 22:26
Urðu að ósk minni.
Ég bloggaði í gær um það hugarfar sem ég vonaðist til að sjá hjá tveimur liðum í efstu deildinni í kvöld, Haukum og Fram.
Það ætti að byggjast á því hvað Haukana snerti að sýna fram á það að þeir gætu unnið hvaða lið sem væri og ekki bara það, heldur líka ráðið úrslitum um það hver yrði Íslandsmeistari.
Þeir hafa þegar sýnt fram á það fyrrnefnda og nú er bara að sjá hvort hið síðarnefnda fylgir í kjölfarið.
Framararnir, mitt lið, stóð líka fyrir sínu. Þeir hafa unnið sex leiki, gert fimm jafntefli og tapað fimm leikjum og yrirleittt hefur markamunurinn verið lítill.
Það bendir til þess að þrátt fyrir að nokkrir leikir hafi tapast í röð með litlum mun sé liðið með nokkuð stöðugan karakter og geti þess vegna átt góða siglingu á lokaspretti mótsins.
![]() |
Langþráður sigur hjá Haukunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |