Fimm ástæður fyrir að búa hérna.

Ég hef stundum í gamni sagt að það séu fimm ástæður fyrir því að ég vilji búa á Íslandi:

1. Ég er fæddur og uppalinn hér. 

2. Það er minna af pöddum en í lýjari löndum. 

3. 4. 5.   Ýsa, smjör og kartöflur. 

Þegar við Andri vorum á flandri fyrir vestan í dag bauð kona nokkur okkur vestfirskan harðfisk, sem hún sagði vera öðruvísi en annar harðfiskur því honum væri sérstaklega ætlað að sleppa við þá gagnrýni að hann sé óhollur fyrir hjartasjúklinga, sem sé hreinni og ferskari en annar harðfiskur.

Ekki skal ég leggja dóm á það en augljóst virðist að fiskur sé hollur svo af ber.

Fyrir þá sem vilja grenna sig verður þá að taka lið 4 í burtu hér að framan, því 80% smjörs er hrein fita og nokkurn veginn það mest fitandi sem hægt er að innbyrða!


mbl.is Fiskur er megrunarfæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ómar hefurðu virkilega efni á því að borða Ýsu smjör og kartöflur?

Eyjólfur G Svavarsson, 28.8.2010 kl. 01:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað aukagrömmin á vömbinni snertir hef ég ekki efni á því að hafa smjörið og kartöflurnar eru líka lúmskar.

Ómar Ragnarsson, 28.8.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband