20.12.2024 | 23:05
Aðventa - "þegar flensan er að færa menn í bólin..."...
Ofangreindar ljóðlínur má finna í laginu "...þá eru´að koma jól" sem innifelur meðal annars upptalningu á á helstu fyrirbrigðunum, sem einkenna stærstu hátíð kristinna manna.
Árum saman hefur síðuskrifari sloppið alveg lygilega vel við umgangspestirnar, sem einkenna hátíðirnar, en í ár hefur brugðið svo við, að báðir íbúarnir hafa legið að mestu rúmfastir í tvær vikur.
Nú sýnist loksins hilla undir bata, og er tækifærið notað til biðjast afsökunar á á þessu og senda óskir og vonir um gleðileg jól.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frá upphafi Framsóknar 1916 hafa oft verið öflugir málafylgjumenn innan raða flokksins. Færð hafa verið rök að því að Jónas Jónsson frá Hriflu hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður 20. aldarinnar.
Þótt hann væri formaður Framsóknarflokksins allt til 1944 var hann aldrei ráðherra eftir 1930.
Það er ekki frágangssök þótt kandidatar til valda í flokkum séu utan þings eitt dæmi var þegar Þorsteinn Pálsson var ekki ráðherra og staðið var í vandræðum undir heitinu "stól handa Steina".
Lilja Alfreðdóttir er varaformaður flokksins og Villum og Ásmundur Einar hafa staðið sig vel í ráðherraembættum.
,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2024 | 22:28
"Við viljum allt! ALLT!! ALLT!!"
þróun umræðna xex þingmanna í Silfrinu í kvöld fór í lokin að minna á eftirminnilegt viðtal við íbúa á einu þorpi úti á landi fyrir nokkrum áratugum sem endaði í hratt fjölgandi upphrópunum á orðinu ALLT um nauðsynjamál byggðarmálanna. Í lokin var þetta orðið að röð af öskrum.
Í Silfrinu voru þetta að vísu ekki orðin jafn mörg og stór hróp um verkefni kokamandi verkum nýrrar ríkisstjornar og þjóðþrifamálin í heimahögum, en gamlar minningar kviknuðu.
Þorgerður Katrín: Ekki eins flókið og sýnist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2024 | 17:52
Meginreglan sé að alls staðar sé öryggi ferðamanna í forgangi.
Augljóst er að aukna áherslu verðr að setja á innviðið, sem snerta öryggi vaxandi fjölda ferðafólks um allt land. Sömuleiðis verður að verja mun meira fé en gert hefur verið í að fylgjast grannt með öllum aðstæðum og breytingum á þeim. Þetta á við á vaxandi fjölda ferðamannaslóða allt frá Grindavík til Reynisfjöru, Geysis, breiðamerkurjökuæs og Stuðlagils.
Myndskeið: Gríðarleg slysahætta af þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2024 | 17:08
Bera þarf virðingu fyrir duttlungum eldvirkninnar.
Viðbúnaður og tækjakostur varðandi eldgosin við Grindavík eru að vísu með yfirburði yfir hliðstæðurnar á fyrri timum, en enga að síður sýnir reynslan stöðugt að duttlungar náttúrunnar geta á ófyrirsjáanlegan hátt hvenær erm er látið á sér kræla, og er núverandi gos gott dæmi um það.
Í öllum sviptingunum verður að sýna írustu varúð ef ekki á illa fara.
Sér ekki fyrir endann á gosinu: Nei, nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2024 | 18:23
Annie Jacobsen: Tekur aðeins 72 klukkustundir að klára 3. heimsstyrjöldina.
Í einni einfaldri tiskipun hefur Bandaríkjaforseti ákveðið að bregðast þannig við þáttöku Norður-Kóreksra hermanna í hernaði Rússa í Úkraínu og velja þannig stigmögnun sem nýtt inngrip inn í vopnabúnað herja vesturveldanna í stríðinu.
Annie Jabsen er margverðlaunaður Pulitzer rithöfundur, og í nýjustu verðlaunabók hennar hefur hún komist að þeirri niðurstððu, að 3. heimsstyrjöldin myndi að hámarki taka 72 klukkustundir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2024 | 21:47
Bakarar hengdir fyrir smiði?
Stóra júlaljósamálið á Laugaveginum vekur vaxandi athygli og umfjöllun þessa dagana. Um er að ræða þá álúð, sem yfirvöldin yfir jólaljósum við götuna leggja í að slökkva sérstaklega á þessum ljósum á næsta áberandi hátt að því er næstu verslunareigendum þeira á meðal hárskeri.
Spurt er hvort hér geti verið um spaugulegt afbrigði af gamla máltækinu um bakarann og smiðinn, eða öllu heldur rakarann og gullsmiðinn.
Þegar borgin stal jólunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2024 | 22:38
Eitt af ótal gargandi táknum um laskaða og lélega innviði.
"Þetta reddast" hugarfarið íslenska fer nú voandi að láta undan í meðferð okkar á auðlindum.
Loksins eru við að átta okkur á því tjóni sem landlægt fyrirhyggjuleysi veldur í svo mörgu.
Vanrækt og hættulegt vegakerfi er bara eitt af ótal gargandi táknum um hirðuleysið landlæga,
Klæðing fauk af vegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2024 | 20:02
Skrautleg saga "Sjálfskaparvítisins."
Fyrir rúmum tveimur áratugum fluttu fjölmiðlar magnaðar fréttir af nýrri djúpborunartækni, þar sem borað yrði svo miklu lengra niður en fyrr, að afköst holunnar yrðu margfölduð.
Tilraunahola af þessu svæði skammt frá sprengignum Víti sprakk og fékk viðurnefnið Sjálskaparvíti. En draumurinn hefur lifað og nú stendur yfir framhald þessa merka verkefnis.
Til mikils er að vinna, að auka afköst jarðvarmasvæða margfalt á byltingarkenndan hátt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2024 | 23:57
Dæmin um leiftursóknir enskunnar hrúgast upp. "Standardinn á levelinum".
Síbylja enskunnar á hendur íslenskunni er svo yfirgengileg, að það fer að verða tilefni til að birta dagleg dæmi um slíkt. Sunm virðast þannig að viðkomandi Íslendingi nægir ekki að nota eitt enskt orð til að túlka fyrirbæri, heldur verður hið gðfuga ofurtungumál að birtast í mörgum orðum í stað eins. Í kvöld sagði íslenskur íþróttamaður frá kynnum sínum af erlendu íþróttafélagi þannig og það oftar en einu sin Ég vildi skonða standardinn af levelnum.
Bloggar | Breytt 29.10.2024 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)