23.5.2022 | 08:09
Konur hafa sótt fram síðustu áratugina.
Sókn kvenna á menntasviðinu hefur verið í gangi í nokkra áratugi og birst á flestum sviðum, svo sem varðandi hlutfall þeirra í háskólanámi og árangur á prófum.
Þetta skilaði sér ekki alveg strax í þáttöku þeirra í stjórnun fyrirtækja og stofnana, en hefur nú raungerst nema kannski í stððum æðstu stjórnenda fyrirtækja.
En sóknin heldur áfram og bæði forsætisráðherra, biskup, vegamálastjóri, orkumálastjóri, stjórnunarforysta í skipulagsmálum og umhverfismálum og þátttaka í störfum Alþngis eru konur, og er það vel.
Enn er þó launamunur, konum í óhag, og á móti mikill vandi varðandi læsi drengja.
![]() |
Fékk tíu í öllum áföngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2022 | 16:47
Framsókn hafði löngum lag á að fylgja straumnum.
Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstjórnir til hægri eða vinstri á síðustu öld oft á þann hátt að fylgja þeim straumi, sem aðrir flokkar höfðu sett í gang.
Einnig má nefna sem dæmi, að Ólafur Thors, sem var afar óánægður með utanþingsstjórnina 1942, hjó á hnútinn með því að nýta stjórnmálalega snilld sína til þess að mynda stjórn með erkifjendunum "kommúnistum" og Alþýðuflokknum 1944, - nokkuð sem fáir höfðu trúað fyrirfram.
1944 voru Sovétmenn og Vesturveldin í bandalagi í stíðinu við Öxulveldin, og hluti af hinum alþjóð straumi lék um Ísland, sem Ólafur nýtti sér til fullnustu.
Einar Þorsteinsson hefur beðið rólegur eftir því að sterk staða Framóknarflokksins bæri hann með straumi, sem réðist af gerðum annarra flokka.
Stjórnarmyndun með flokkum í fráfarandi föllnum meirihluta er að vísu túlkað sem eins konar svik við það kosningaloforð að breytingar verði í borginni, en á móti kemur, að sterk staða Framsóknarflokksins og borgarstjórastóll fyrir Einar gætu skilað einhverjum breytingum, sem annars væru ekki mögulegar.
![]() |
Í raun einungis ein leið til að mynda meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2022 | 23:37
Tær kvikmyndagerðarsnilld en tölvubrellurnar víðsfjarri veruleikanum.
Aksturleið Range Rover Sport um 20 kílómetra leið í Hafrahvammagljúfri í feiknavel gerðri auglýsingamynd er gersamlega fráleit í veruleikanum.
Þetta blasir við þeim, sem skoðað hefur þessa leið meira en hundrað sinnum bæði fyrir og eftir virkjun.
Á leiðinni lokar stórgrýti mjóum botni gljúfursis á löngum köflum, og aulahrollur fer um áhorfanda myndarinnar þegar þessi bíll sést í myndinni klifra upp þverbrattan stífluvegginn að norðanverðu á örþunnum "low profile" dekkjunum.
Að halda því fram að öll myndin sýni raunverulegum hjálpartækjalausan akstur er svipað og að segja, að hvert einasta atriði James Bond myndanna hafi gerst í raunveruleikanum.
![]() |
Keyrði upp Kárahnjúkavirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2022 | 14:42
Auðvelt að breyta Volkswagen Bjöllu í rafbíl.
Við hönnun Dacia Spring, sem er einstaklega ódýr rafbíll, og fer vonandi að styttast í að hann komi hingað til lands, var farin sú einfalda leið að hafa rafhlóðurnar ekki undir gólfinu eins og er á nær öllum rafbílum, heldur undir aftursætinu, sem í ofanálag var hátt frá gólfinu.
Með þessu móti er hægt að bjóða farþegum í aftursæti þægilegri setu og jafnframt að stytta bílinn og létta.
Með því að stilla aflrásina inn á sparneytinn akstur og láta 44 hestöfl nægja, er hægt að hafa bílinn léttari en ella.
Formúlan á vel við ef Volkswagen Bjöllu er breytt í rafbíl, því að drjúgt rými er í þeim bíl undir aftursætinu, sem er hátt frá gólfinu. .
Komin eru nokkur ár síðan síðuhafi rakst á frásögn í erlendum miðli af slíkri breytingu og var svo litla breytingu að sjá utan frá, að mynd af Bjöllu frá síðustu árgerð meðan framljósin hölluðu aftur dugar alveg.
Verðið var skiljanlega nokkuð hátt á þessum bíl en þó ekki það hátt að hann kæmi ekki til greina ef fleiri eintök yrðu framleidd.
![]() |
Breyta klassískum bílum í rafmagnsbíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2022 | 23:36
Kapphlaup í rásröðinni. Askja sækir á.
Svo virðist að það stefni í eitthvert eldgosakapphlaup ef marka má það, sem er að gerast í iðrum jarðar undir Þorbirni, Heklu, Grímsvötnum og Öskju.
Eftir því sem fleiri eldstöðvar bætast í rásröðina fyrir næsta gos, því meiri líkur myndi maður ætla að einhver gjósi.
En reynslan sýnir að það þarf samt alls ekki að vera svo.
Síðasta gos í Öskju var 1961 og var í minna lagi, en gosið þar á undan, 1875 var stórgos sem með gríðarlegu öskufalli hrakti stóran hluta þjóðarinnar til vesurheims.
Það tók nokkra áratugi að komast í færi til að taka meðfylgjandi mynd af Öskju og Herðubreið.
Það varð að vera heiðskír himinn og myndin tekin á 30 kílómetra færi í um 1700 metra hæð til þess að hægt væri að nota aðdrátt linsunnar á þann hátt að Herðubreið sæist vel og bæri við Öskjuvatn.
En aðalatriðið var að myndin væri tekin þegar fyrsti nýfallni snjórinn í sumarlok væri byrjaður að bráðna þannig að landslagið kæmi glöggt fram í smáatriðinum.
![]() |
Kvika safnast fyrir á grunnu dýpi í Öskju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.5.2022 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ellefu árum fyrir gosið í Eyjafjallajökli hófst vinna við að undirbúa þá mörgu, sem yrðu í hættu ef fjallið kynni að gjósa í kjölfar skjálftahrinu.
Haldnir voru fræðslu- og undirbúningsfundir og gerðar almannavarnaáætlanir.
Loks kom svo gosið og þá skilaði undirbúningurinn sér vel, þótt ekkert hefði komið upp á yfirborðið í öll þessi ár.
Þótt upplýst sé að það sé ekki ýkja mikil kvika, sem er að láta vita af sér á svæðinu við fellið Þobjörn og Svartsengi, virðist ljóst, að það geta frekar orðið tilfallandi aðstæður sem auka líkur á að kvikan komist upp á yfirborðið heldur en magn hennar.
Best væri auðvitað að engin kvika væri að safnast fyrir, en á meðan hún er þarna ríkir óvissa, og óvissa er oft þrúgandi til lengdar.
Og góð upplýsingagjöf eins og var á fundinum í Grindavík í kvöld er ævinlega gagnleg.
![]() |
Ekki mikil kvika í jörðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.5.2022 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2022 | 16:53
Hráefni og magn hafa löngum ráðið för hjá okkur
Eftir stríð í upphafi síðari hluta síðustu aldar voru Íslendingar fastir í þeirri hugsun, sem hafði ráðið miklu hjá nágrannaþjóðunum að einblína á framleiðslu hráefna, atvinnu fyrir verkamenn og hagvöxt.
Erlendis hafði þessi hugsun ríkt allt frá því á 19. öld jafnt hjá auðvaldinu og launþegasamtökum.
Eðlilegt afsprengi þessa var stóriðjustefnan, sem tók völdin á sjöunda áratugnum og hefur ríkt hér síðan.
Fyrir aðeins rúmum tíu árum ríktu hér enn fordómar gagnvart öllu sem ekki var hægt að mæla í famleiðslumagni á hráefnum eða orku og þeir sem héldu öðru fram væru á móti atvinnuuppbyggingu, á móti rafmagni og vildu að við færum aftur inn í torfkofana.
Þegar ferðaþjónustan innleiddi hér mestu efnahagsuppsveiflu í sögu landsins blasti hins vegar við að 19. aldar magnhugsunin, sem rædd er í viðtengdri frétt á mbl.is, væri ekki eins algild og verið hafði um langa hríð.
Og jafnvel þótt ferðaþjónustan yrði fyrir miklu höggi í kórónaveikifaraldrinum, sýnir endurkoma hennar að innreið nýrra tíma, byggð á Verðmætasköpun, sem ásamt öðru er byggð á hugviti í skapandi greinum.
![]() |
Við erum föst í magnhugsuninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2022 | 23:49
Á Söguöld ríkti góðæri og gullöld.
Smám saman finnast fleiri og fleiri minjar upp þá miklu gullöld sem ríkti hér á landi alveg fram á 12. öld.
Hellarnir stóru á Rangárvöllum bætast nú við minjar og leifar af stórfelldum landamerkjagörðum sem voru uppgötvaðir á þingeyskum heiðum fyrir um tuttugu árum og lágu tugi kílómetra eftir heiðunum nyrðra.
Á þessu tímabili ríkti hlýskeið hér á landi, og á meðan þrælahaldi stóð var hefur líklega verið gnótt vinnuefls á landinu.
Það var sannmæli þegar Jónas orti "fornaldar frægð" um þetta þjóðveldisskeið.
Þegar komið var fram á tólftu og þrettándu öld fór loftslag kólnandi, en valdamestu og ríkustu höfðingjarnir bárust mikið á og rannsóknir benda til þess að strax þá hafi þessi gullaldarþjóð verið langt komin með að eyða mestöllu skóglendi landsins og koma af stað uppblæstri og gróðureyðingu þegar jarðvegsbinding kjarr- og skóglendis þvarr.
Í einu illviðrinu missti Snorri Sturluson um hundrað nautgripi við Svignaskarð og segir það sína sögu.
Eins og oft gerist í kreppu, efldi þetta ófrið milli harðsæknustu valdamanna, sem náði hámarki á Sturlungaöld, svo að í lokin urðu Íslendingar að leita á náðir Noregskonungs, bæði til þess að koma á friði en einnig til þess að tryggja lífsnauðsynlegar siglingar til og frá landinu.
![]() |
Hellarnir mögulega eldri en gert var ráð fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.5.2022 | 15:12
Sjónarsviptir að Halldóri.
Það er saknaðarefni að Halldór Jónsson skuli nú horfinn á vit feðra sinna, ekki hvað síst vegna þess skarðs sem hann skilur eftir sig hjá bloggurum.
Þrátt fyrir skoðanamun um margt var alla tíð kært á milli okkar, enda lágu leiðirnar víða saman þar sem vinátta átti góðan jarðveg.
Með þökk fyrir nána samfylgd hér á blogginu og samúðarkveðjum til hans nánustu.
![]() |
Andlát: Halldór Jónsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hér á landi hefur löngum ríkti tvöföld hegðun gagnvart skoðunum útlendinga á landi okkar og þjóð.
Annars vegar þrá eftir viðurkenningu sem getur snúist í mikla hneykslan ef álit útlendinganna er ekki eins og vonast var til.
Sænskur blaðamaður birti eitt sinn raunsæislega frásögn af næturlífinu í Reykjavík sem olli mikilli hneykslan hjá okkur.
Hins vegar er oft furðulegt hve illa okkur gengur stundum að átta okkur á erlendri viðurkenningu.
Sem dæmi má nefna, að með nokkuð reglulegu millibili var það fyrsta frétt í fjölmiðlun, að Kísiliðjan í Reykjahlíð yrði lögð niður og að þar með stefndi í það að Mývatnssveit færi í auðn.
Í eitt skiptið var tekið viðtal við þáverandi sveitarstjóra og kom þá til umræðu, að Kísiliðjan og raskið í kringum hana kæmi í veg fyrir Mývatn kæmist á Heimsminjaskrá UNESCO.
Nágrannaþjóðir okkar, svo sem Norðmenn, leggðu mikið upp úr því að auglýsa á ferðabæklingum sínum slíka staði, jafnvel á með forsíðumynd.
Með steindauðu augnaráði sagði sveitarstjórinn að þetta væri einskis virði fyrir okkur Íslendinga.
Síðar fór Kísiliðjan loksins, en áfram lifði Mývatnssveit.
Í dag var fjallað um það í útvarpi að öll gistirými á Vestfjörðum væru upppöntuð í sumar.
Ástæðan væri viðurkenning Lonely planet á Vestfjörðum sem ferðamannasvæði á heimsmælikvarða.
![]() |
Keppast um fólkið sem er á lausu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.5.2022 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)