Í kvöld mátti heyra málnotkun í útvarpi, sem vekur spurningu um það hve mikið frjálsræði sé æskilegt í tali um staði og svæði. Þar togast oft á annars vegar fastar málvenjur heimamanna eða þeirra vilja hafa þær í hávegum og hins vegar þeirra, sem hneigjast að því að hver geti haft þær að vild sinni.
Á að binda ákveðna notkun eða ekki?
Tilefnið úr útvarpsfréttum frá í kvðld fólst í því að veðurfræðingur talaði um "veðrið í Breiðafirðinum".
Svona málnotkun hefur farið í vöxt þá talað um veðrið "á Austfjörðunu" og "Vestfjörðunum". Aðeins tveir til þrír veðurfræðingar hafa stundað svona tal þvert ofan í almenna málvenju, en hika ekki við að keyra þetta fram í krafti aðstöðu sinnar til að stunda málleysur af ýmsu tagi.
Næsta skref gæti orðið að í tali um aðra staði eða svæði fari að skjóta upp kollinum setningar eins og "gott veður á Selfossinum" eða "hvasst í Hveragerðinu."
Eru gleymd orð framtíð íslenskunnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hluti af spjalli um íslenska tugþraut í Ólympíukvöldi Sjónvarpsins í kvöld fór í vangaveltur um íslensku tugþrautina fyrr og nú.
Þessi stutta umræða í þættinum snerist í kringum Jón Arnar Magnússon sem miðjuna í þessari íþróttagrein en nafn Arnar Clausen var ekki nefnt.
Víst er Jón Arnar alls góðs maklegur og komst á inn á alþjóðlegan afrekalista ínn í topp tiu í greininni.
En þetta afrek hans bliknar þó í samanburðinum við afrek brautryðjandans, Arnar Clausen, að vera í 2-3 sæti á listanum þrjú ár í röð. 1949, 1950 og 1951.
Örn var þarna að keppa við enga aukvisa. Efsti maðurinn á listanum, Bob Mathias, var meðal skærustu stjarnanna á Ólympíuleikunum 1948 og 1952 og setti sérstakan blæ á tugþrautina almennt í frjálsum íþróttum. Nafn hans og Fanny Blankers-Koen voru heimþekkt á við nöfn frægustu kvikmyndastjarna.
Í einangrun Íslands lengst norður í höfum, var það lýsandi fyrir þær aðstæður, sem íslenskir afreksmenn urðu að glíma við, að Örn keppti aðeins þrisvar í tugþraut, einu sinni hvert ár, 1949, 1950 og 1951.
Besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.8.2024 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.7.2024 | 23:22
Styrking vegamannvirkja á láglendi álitlegri kostur en Fjallabaksleið?
Fyrir löngu hefur verið kominn tími á að styrkja Þjóðveg eitt yfir Mýrdalssand á svipaðan hátt og gert hefur verið við leiðina yfir Skeiðarársand.
Beinast liggur við að lagfæra árfarvegi og finna góð stæði fyrir stæðilegar brýr í ætt við brúargerð sem lokið hefur verið við á Skeiðarársandi.
Fjallabaksleið með bundnu slitlagi er hálendisvegur með þeim ókostum og deiluefnum sem fylgja stórkarlalegum framkvæmdum í friðlandi og er líklega síðri kostur en vandaður heilsársvegur á láglendi.
Segir bændur í Álftaveri vilja varnargarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2024 | 17:23
Gleymd tímamótabylting varð í "Ólympíukvöldunum" 1972.
Fyrir tíma beinna útsendinga frá stærstu íþróttamótum heims yfir þveran hnöttinn til Íslands þýddi það ákveðna einangrun fyrir okkur.
1966 var íslenskt sjónvarp einfaldlega ekki komið á laggirnar, og 1968 fóru Ólympíuleikarnir fram í Mexíkó og leið allur fréttaflutningur í sjónvarpi til Íslands fyrir það.
1972 stóð betur á.
Leikarnir fóru fram í Munchen og þaðan voru tíðar flugferðir til Kaupmannahafnar og einnig hagstæðar flugsamgöngur frá Höfn til og frá Íslandi.
Með því að nýta sér alla möguleikana sem opnuðust fyrir þetta tókst að setja upp kerfi, þar sem Danir sáu um að taka upp efni fyrir Íslendinga, og leyfa okkur að nýta aðstöðuna hjá DR til þess að vinna úr þessu að næturþeli, þeysa með spólurnar út á Kastrup og sýna efnið fullunnið heima.
Litla RÚV hafði aðeins efni á að senda þrjá starfsmenn til að leysa þetta dæmi.
Oft stóð tæpt að klára samsetningu efnisins í tæka tíð og missa ekki af morgunvélinni.
Útkoman varð útsendingarbylting sem var svo stórt risaskref að á Ólympíuleikunum eftir tilkomu gervihnatta virtist byltingin hafa orðið þá.
Raunar var það ófyrirséður stórviðburður á leikunum, sem gerði þetta mögulegt, þegar í ljós kom, að Íslendingarnir þrír, sem sendir voru í verkið, gátu ekki unnið við það dag og nótt sleitulaust á meðan á leikunum stóð.
Nú er liðin meira en hálf öld frá leikunum með Olgu Korbut, Lasse Viren OG Dave Wottle.
Þetta hefur viljað gleymast með tímanum.
Ólíkur þjóðarkarakter Dana og Íslendinga speglaðist í lausn þessa verks.
Fljótlega kom í ljós ófyrirséður þröskuldur, sem fólst í því að komast inn í skrifræðið hjá DR við að fá ýmsa fyrirgreiðslu.
En þá kom óvænt atriði til hjálpar. Til að mýkja Danina gat oft riðið baggamuninn að gauka að þeim öli, en til allrar óhamingju beit þetta mál fljótlega í skottið á sér, því að í fjárveitingum til okkar var ekki gert ráð fyrir þessum vaxandi útgjðldum.
Yfirmennirnir heima sáu engin ráð fyrr en Pálína Oddsdóttir starfsmaður á aðalskrifstofu upplýsti okkur í trúnaði að hún sæi leið til að bjarga þessu, án þess að frekari vandræði yrðu.
Við urðum eitt spurningamerki, en hún upplýsti ekki frekar um það.
En það reyndist vera hún sem átti að lokum stærstan þátt í tilurð nútímalegra útsendinga frá Ólympíuleika á Íslandi!
Raunar gilti um margt annað sem þurfti lagni til að leysa úr hjá aðalskrifstofu Sjónvarpsins.
Þórir: Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2024 | 22:12
Tveir óstöðvandi ræðumenn gerðu atlögu að hápunktinum í París.
Í sögu Ólympíuleikanna eru varðveitt afar sterk augnablík af því þegar Ólympíueldinum er í lokin fyrir á toppi súlu, sem tákn um að leikarnir séu settir. Dæmi um þetta var augnablikið þegar Muhammed Ali fékk þetta verkefni.
Í kvöld vildi svo til að líklega var um að ræða flottasta tendrun eldsins og í ofanálag dásamlegur flutningur Celine Dion á snilldarverki Edit Piaf.
En því miður gerðist það versta, sem gat gerst, að tveir ræðumenn jusu fyrst úr skálum langhunda ræðublaðurs þar sem þeir fóru aftur og aftur með sömu tugguna þegar hægt hefði verið stroka út megnið að þessu blaðri.
Dagskrá sjónvarpsins var greinilega fyrirfram áætluð á þann veg, að hún hefði verið lokin á útsendingunni fyrir níu fréttirnar, en kjaftaskjóðurnar tvær urðu hins vegar með blaðri sínu til þess að rústa þessu.
Aö vísu var það að visu nefnt að lokaathöfnin yrði sýnd beint á RUV tvö, en skaðinn af völdum frekjublaðraranna var skeður.
Nú er bara að vona RUV reyni að bjarga þessu í horn með því að endursýna lok setningarathafnarinnar og helst að stroka blaðrarana alveg út úr henni.
Vésteinn ekki í íslenska bátnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.7.2024 | 23:17
Þokuaksturinn á þjóðvegunum er tifandi stórsprengja.
Í tveimur langferðum undanfarnar vikur milli Reykjavíkur og Sauðárflugvallar á Brúaröræfum var niðaþoka á nokkrum vegarkðflum, annars vegar á Háreksstaðaleið og hins vegar á Holtavörðuheiði.
Hvað eftir annað læstust allir bílarnar á þessum köflum í dauðagildru, þar sem ökuhraðinn var yfirleitt allt of hár, en jafn hættulegt gat verið að hægja á sér og eiga á hættu að fá bíl aftan á sig eins og að aka of hratt og valda með stórfelldum fjöldaárekstri með milljarðatjóni í mannslífum og eignum.
Því miður er ljóst að um þennan akstur á alltof miklum hraða á alltof mjóum vegum gildir hið grimma lögmál Murhphys, að sé tæknilega mögulegt að eitthvað atriði fari úrskeiðis, mun það gerast.
Í sjónvarpsfrétt í gær var sýnt hrollvekjandi yfirlit yfir það hverng vegagerðin hefur komist upp með það ofan á allt annað, að hafa þúsundur kílómetra af þjóðvegunum svo mjóa strax þegar þeir eru gerðirk að þeir standast ekki einu sinni byrjunarkröfur.
þegar fram í sækir er þetta eins slæmt og hugsast getur, því að tjónið sem stórslysin valda, eru margfalt stærri upphaðir.
Pallbíll og lögreglubíll í árekstri á Miklubraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.7.2024 kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2024 | 22:58
Einna hröðust rafbílaþróun er í Kína, þótt ekki sé farið ekki fram úr sér í jeppatalinu.
Miklar framfarir í þróun rafbíla og útbreiðslu þeirra má sjá hjá Kínverjum um þessar mundir eins og lýst er í viðtengdri á mbl.is.
Þar kennir margra grasa í yfirlýsingagleðinni, hvað varðar hvimleitt kapphlaup framleiðenda að klína "jeppa" stimpli á sem flesta bíla, því að á ljósmyndinni af Xpeng G6 sést, að það er svo lítil vegæhæð á bílnum að það vatnar varla undir hann.
Xpeng G6 til höfuðs Tesla Model Y | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.7.2024 | 23:04
Endurmat á mörgum forsetum tekur oft mörg ár.
Margir væntu ekki mikiks af Harry S. Truman þegar fráfall Franklin Delano Roosevelt skolaði hinum nær óþekkta vefnaðarvörukaupmanni frá Missouri í forsetastólinn.
Þegar árin liðu breyttist mat margra sagnfræðinga hins vegar hins vegar og flestir þeirra hafa raðað Truman talsvert ofar síðan í svona mati sínu í samanburði á forsetum.
Ljómi Kennedys hefur fölnað jafnframt því sem Johnson arftaki hans hefur hlotið endurmat fyrir þær miklu réttarbætur hans á mannréttindasviðinu höfðu.
Lofar Biden en lýsir ekki yfir stuðningi við Harris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.7.2024 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2024 | 17:33
Sauðárflugvöllur BISA í sumarútskrift til notkunar 18. júlí 2024.
Í gær lauk kafla í sýsli síðuskrifara sem umsjónarmanns um Sauðárflugvöll, krásettur með alþjóðlegur flugvöllur með stöfunum BISA, í samvinnu með Kristjáni Guðmundssyni eins af niðjum Völundar Jóhannessonar að skála og skika í Grágæsadal, um 15 km akstursvegalengd frá BISA.
Aðdragandinn að því að komast í sameiginlegri ferð alla leið er búinn að vera óvenjulega erfiður og langur vegna sviptinga í veðri og færð, og fólst ferð síðuhafa í tveimur aðskildum ökuferðum frá Reykjavík, þar sem tókst loks að reka smiðshöggið í fyrradag.
Vindpokinn á stönginni við gamla húsbílinn var farin að verða ansi dauflegur og mikill sjónarprýði að nýjum skærlituðumm poka sem Kristján setti upp við hátíðlega athöfn.
Myndir voru teknar, sem ekki tókst að setja hér inn á síðuna af óútskýranlegum ástæðum, og verður því að láta mynd af heimsókn 19 fallhlífarstökkvara frá Svíþjóð um svipað leyti í fyrrasumar að nægja í þetta sinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2024 | 09:52
Gallinn við kvikuna hjá Grindavík: hún hefur alltaf frumkvæðið.
Gallinn við kvikuna við Grindavík er sá, að hegða hennar far alltaf sínu fram og hefur forgang fram yfir kenningar vísindamannanna.
Þannig er aðstöðumunurinn alger og ómögulegt er að spð með neinu öröggi fyrir hvað gerist næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)