3.6.2024 | 21:17
Enn meiri sveiflur en í forsetakosningunum.
Sveiflurnar í fylgi stjórnmálaflokkanna í nýjustu skoðanakönnun eru svo miklar, að flestir grípa andann á lofti við að frétta af þeim.
Þetta er orðið dálítið mikið af því góða, algert afhroð Vinstri grænna, himinskautafylgi Samfylkingar og gott fylgi Miðflokksins.
Meginlínurnar sýna það, að þingmannafjöldinn á Alþingi virðist vera úr samhengi við raunfylgið og kannski kominn tími á stjórnarslit og nýjar kosningar.
Vinstri græn gjalda afhroð í nýrri könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2024 | 00:55
Rökstudd. ágiskun á miðnætti : Gagnrýni á ríkisstjórn síðan 1952.
Í einni skoðanakönnuninni fyrir þessar forsetakosningar kom fram að enda þótt gott gengi Katrínar Jakobsdóttur í þeim hafi speglað sterka stöðu hennar á grundvelli afreka hennar á stjórnmálasviðinu, hefur hins vegar verið áberandi hvernig gagnrýni á þá ríkisstjórn, sem hún veitti forystu, hefur speglast í ótrúlega hárri prósentutölul um það efni.
1952
buðu þáverandi stjórnarherrar fram frambjóðananda á vegum þáverandi ríkisstjórnar fyrir hönd 75 prósenta kjósenda sinna, en töpuðu fyrir kjororðinu "þjóðin velur forsetann."
Ástæða: Þjóðin valdi forsetann, ekki frambjóðanda á vegum ríkisstjórnarinnar.
1968: Gunnar Thoroddssen, mikilhæfur stjórnmálamaður úr röðum Sjálfstæðisflokksins, tapaði fyrir Kristjáni Eldjárn, sem hafði ekkert tengst stjórnmálum.
Astæða: Þjóðin valdi forsetann, en ekki þann sem var einn af innstu koppum stjórnarinnar.
1980: Þrír sterkir frambjóðendur, þrautreyndir úr stjórnsýslu, buðu sig fram, en í stað þess var fyrsta konan í heiminum, ótengd stjórnmálum, kosin í lýðræðislegum kosningum.
Ástæða: Þjóðin velur forsetann!
1996: Ólafur Ragnar Grímsson býður sig fram, búinn að vera framarlega í stjórnmálum í mörg ár og í harðri stjórnaranstööu lengst af.
NIÐURSTAÐAN SÍÐAN 1952: Fólkið velur forsetann OG GEFUR RÁÐANDI VALDHÖFUM GULA SPJALDIÐ.
Halla efst í veðbönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2024 | 23:44
Eins og að horfa á mynd af vígvelli úr lofti?
Meðan goslok eru ekki komin goslok í á eldstöðvunum við Grindavík og hraunið, sem enn þrýstist að byggðinni í Grindavík og þrengir sífellt að honum, vex óvissan um örlög ´þessararar hrelldu byggðar, sem þar sem því miður sígur smám saman á ógæfuhlið.
Þótt spáð sé goslokum í júlí, er spurningin sú hvort það nægi.
Og hver ný kvikusöfnun verður gerir ástandið verra.
Þrengir stöðugt að bænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2024 | 00:10
Hvaða nýja möguleika getur Fossvogsbrú opnað?
Það blasir við að sú breyting, sem brú yfir Fossvog veldur á áhrifasvæði hennar, hefur nokkra sérstöðu í saamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.
Skoða verður vandlega þá möguleika, sem opnast, vegna þess að brúin er ekki gerð fyrir hefðbunda umferð einkabíla, svo að hugsanlegt er að ýmsar af breytingunum liggi ekki alveg í augum uppi við fyrstu sýn.
Kársnes verði nýr miðpunktur höfuðborgarsvæðisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2024 | 23:10
Óskalagið: Mona Lisa í flutningi Nat King Cole.
Málverkinu af Monu Lisu er hægt að lýsa með ýmsum orðum, Eitt slíkra er orðtakið "less is more."
Ein aðferðin við að njóta þess að berja þetta þekktasta portrett heims er til dæmis það að standa andspænis því tengur við góð hljómflutningstæki og hlusta á Nat King Cole syngja lagið um hana.
Það má nota ýmsar aðferðir til að njóta þessa listaverks, sem fæddi af sér verðlaunalag og nýta til þess ýmsar útgáfur af því á Youtube.
Ein gátan um Monu Lisu leyst? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2024 | 06:40
"Óbyggðaferð í hópi..." 60 ára gömul sýn um nokkra þjóðgarða á Íslandi.
Fyrir sextíu árum hét eitt fjðgurra laga á plötu um nafngreindar íslenskar náttúruperlur "Óbyggðaferð".
Þá var aðeins einn þjóðgarður til á landinu, Þingvallaþjóðgarður. Um hann giltu sérstök lög með því mjðg svo framúrstefnulega ákvæði að hann væri ævarandi eign íslensku þjóðarinnar, sem hvorki mætti selja né veðsetja.
á plötunni voru nafngreindir nokkrir staðir, sem ekki voru þjóðgarðar, en hefðu allir efni til þess: Kerlingarfjðll, Skaftafell, Atlavík og Þórsmörk.
Kvörn tímans malar hægt og kannski þarf að bíða í nokkrar kynslóðir eftir því að sýnin á þessari plötu verði öll að veruleika.
Svona hljóðar erindið um Þórsmörk:
Þórsmörkina við þráum mest,
þangað menn dóla í langri lest
og festa svo bílinn fyrir rest
og fá til við dðmur mangað.
Í kjarrinu láta þeir flakka flest,
í felunum þar er elskað mest,
hafa með ættum við held ég prest
ef hættum við okkur þangað.
Þórs-, Þórs-, Þórsmerkurferð,
í Þórsmerkurferð við slórum.
Þjóðgarður í Þórsmörk? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fréttin af rútuslysinu í gær hljóðar þannig, að hægt er að klípa sig í í handleggina og spyrja sjálfan sig: Á hvaða ári eru svona slys enn að gerast? 1975?
Það fylgir sögunni í þessari frétt, að mikil heppni skyldi vera fólgin í því að rútan var svo gömul, en hefði farið mun verr út úr slysinu ef hún hefði verið ný!
Fyrir fjörutíu árum var deilt um kosti og galla þess að hafa belti í rútum og merkilegt er að sjá þessi rök með og á móti enn hðfð á lofti.
Þrír köstuðust útbyrðis: Ég eins og skopparakringla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2024 | 22:53
Spáði rétt um lok Holuhraungossins 2015. Hliðstæða við lok Kröfluelda?
Sennilega er leitun að íslenskum jarðeðlisfræðingi sem hefur jafn víðtæka reynslu og Haraldur Sigurðsson frá starfi og rannsóknum um víða veröld.
Haraldur þótti djarfur þegar hann spáði fyrir um lok Holuhraungossins 2015 og jafnvel gripið til þess að nota orðið aðhlátursefni í því efni.
En um það gilti orðtakið að sá hlær best sem síðast hlær.
Margt í sambandi við gosið í Sundhnjúksgígaröðinni nú minnir á það hvernig ris og hnig í kvikuganginum í Kroflueldunum 1975 til 1984 stigmögnuðust jafnt allt til gosloka.
Nú er spurningin hvað gerist nú við Grindavík og hversu nákvæm verður spá þeirra Haraldar og Gríms Björnssonar.
Spá því að umbrotunum ljúki í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tvennt vakti sérstaka atygli við það að gjóa á tvennt í fjðlmiðlum í kvöld. Annars vegar fróðlegt viðtal við Baldur Þórhallsson á Samstöðunni, þar sem mikil þekking hans og yfirsýn á utanríkismálum okkar Íslendinga naut sín vel, en meginefni hennar felst í nánu samstarfi og samtali við aðrar þjóðir, sem Baldur lýsti einkar vel.
Við það að horfa á þetta viðtal rifjaðist upp nýleg frétt um nýja bók Pulitzer verðlaunahafans Annie Jakobsen um nýjustu bók hennar, sem orðuð er við ný Pulitzerverðlaun vegna innihaldsins, sem byggir efnistökum hennar á þeirri útrýmingarhættu sem þriðja heimsstyrjöldin myndi búa lífi manna og dýra á jörðinni.
Nægir að nefna eina staðreynd, sem er niðurstaða bókarinnar: Slík stigmögnuð styrjöld myndi taka aðains 72 klukkustundir!!!
Guðni heiðraður í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2024 | 23:16
Loksins farið að taka til hendi varðandi ökuþrjóta á rafskútum?
Á þessari bloggsíðu hefur lengi verið s til hendi varðandi kröfur um tafarlauar endurbætur á reglugerð um rafkkútur og notkun þeurra sen hefur valdið usla og meiðslum langt umfram það, sem hægt er að líða.
Skrifandi síðunnar hefur nógu langa reynslu af því að nota hjólastíga til að geta borið um það, hverenig sú staðreynd að slysatíðnin á rafskútunum er sú langhæsta í umferðinni.
Hlálegt er að láta aðeins krakka vera skyld til að nota hlífðarhjálma og beinlínis vítavert að líða það að allt að þrír séu á hverri skútu og allir hjálmlausir.
Engu virðist hægt aðþ treysta á hjólastígunum þar sem 25 km / klst hámarkshraði gildir, en samt vera hvergi óhultur fyrir rafskútum sem ekið er langt umfram þennan hraða og valda með því ólíðandi slysahættu.
Stutt er síðan ein slík kom á ofsahraða hjálmlaus yfir blinda beygju á hjólastíg og olli með því mikilli slysahættu.
Það er engin afsökun að hlífðarhjálmar séu of þungir í vöfum; það er nægt úrval af nettum hjálmum á boðstólum.
þeir, sem eru á ferðinni á þessum slóðum gangandi eða hjólandi, eru svo berskjaldaðir hlíflarlausir, að í þeim efnum er mikillar úrbóta þörf.
á
Ökumaður rafskútu handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.5.2024 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)