Færsluflokkur: Bloggar

Kjörunum yrði því meira misskipt sem aldur fólks lengdist.

"Örlög, þið ráðið okkar næturstað. Enginn má sköpum renna -  og best er það."

Þessi setning er í einu leikritum Shakesfpeares og í henni felst mikið raunsæi og speki.  

Setjum sem svo að hægt yrði að framlengja aldur manna og jarðlífið í formi ævinnar um mörg hundruð ár. 

Afleiðingarnar yrðu skelfilegar, einkum ef öldruhnarhluti mannsævinnar yrði lang lengsti hlutinn. 

Þar að auki myndi dauðsföllum vegna slysfara ekkert fækka og sú misskipting lífgæðanna, sem felst í mislöngu æviskeiði, myndi vaxa stórlega og er þó vart á hana bætandi.

"Þökkum allt, sem guð oss gaf; 

hvern góðan dag

við söng og skraf. 

Við lifum ekki lífið af, 

er það?

Eða hvað?..."

 

..."Lifum með lífinu eins og það er

og unum því, sem verður ei breytt

en breytum því, sem er breytanlegt hér

í bæn og kjarki, sem frið getur veitt. 

 

Hver ævi kemur - og hún fer 

og einn og sér er dagur hver. 

Með bæn í hvert sinn sköpum hamingjuna núna!..."


mbl.is Hvorki hægt að hægja á né snúa við öldrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú ert þarna á þínum bíl, af því að ég er ekki á mínum bíl."

Víð í öðrum löndum setur mikil notkun bifhjóla svip sinn á borgarumferðina. Í mörgum borgum er víðtæk notkun slíkra farartækja forsenda þess að umferðin fari ekki í óleysanlegan hnút. 

Svo ríkur er skilningurinn fyrir gildi bifhjólanna, að víða, svo sem í Brussel, er málaður stór afmarkaður ferhyrningur á göturnar næst umferðarljósunum, þar sem ætlast er til þess að bifhjólin safnist saman fyrir framan bílana á meðan beðið er eftir grænu ljósi. 

Á þeim árum, sem síðuhafi hefur verið í hópi eigenda og notenda létta bifhjóla, hefur hann átt samtöl við bílstjóra fremst við umferðarljós og þar sem beðið er eftir grænu ljósi, og hafa hafa mörg samtölin verið athyglisverð, og hljómað á þessa lund.

 

B = bílstjóri.  H = Ökumaður létts bifhjóls.  

B: Hunskastu í burtu og farðu aftast í röðina, þar sem þú átt að vera.

H: Þú átt ekkert með að tala svona við mig. Veistu af hverju þú ert á bílnum á þeim stað, þar sem þú ert núna?

B: Já, ég er bara hér eins og lög gera ráð fyrir. 

H: Nei, þú átt það mér að þakka að þú ert þarna, því að ef eg ég væri á bílnum mínum, væri ég á honum þar í staðinn fyrir þig.  Með því að vera á hjólinu í staðinn fyrir bíl, er ég að gefa eftir eitt rými fyrir bíl hér í bílakösinni, til dæmis þitt. 

 

Viðbrögð bílstjóra við svona orðaskiptum eru misjöfn. Flestir kinka kolli og segjast ekki hafa horft á málið í þessu ljósi.

Aðrir sýna engin viðbrögð, en svo eru þeir til sem halda áfram að vera reiðir. 

 


mbl.is Fólk á bíl græðir mest á þeim sem hjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft notaður óraunhæfur hraði, einkum á rafknúnum hjólum, við mat á drægni. .

Uppgefnar orkueyðslutölur á farartækjum eru af margvíslegum toga og mörgum aðferðum beitt. 

Með því að fara löturhægt tekst framleiðendum að ná árangri sem augljóslega er ekki raunhæfur. 

Sem dæmi má nefna, að einn af smæstu rafbílunum var auglýstur með 140 kílómetra drægni, sem var næstum tvöfalt meiri drægni en reyndist raunhæf í langtíma mælingu hér heima, er um 90 kílómetrar á sumrin og um 80 á veturna við það að beita samt lagni í akstrinum.  

Sum af öflugustu raknúnu bifhjólum heims eru auglýst með 200 km(/klst hámarkshraða og allt að 200 kílómetra drægni. 

Ótal dæmi er að finna um hliðstæður. 

Auðvitað er víðsfjarri að hægt sé að framkvæma hvort teggja í sömu ferðinni, 200 km hraða og 200 km drægni. 

Á 30 km/klst hraða verður ferðatími óraunhæfur, samsvarar 13 klukkustundar aksturtíma nettó frá Reykjavík til Akureyrar, samt aldrei stoppað á áningarstöðum.  


mbl.is Renault Zoe rústaði drægismetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá að Litlu kaffistofunni. Íslenskur Route 66?

Sú var tíð að vegurinn Route 66 var þjóðleið frá miðríkjum Bandaríkjanna allt vestur til Los Angeles. 

Síðan voru lagðar mun stærri hraðbrautir, en þrátt fyrir það stendur Route 66 enn og er haldið við sem vinsælli ferðamannabraut. 

Þar má sjá hliðstæður Litlu kaffistofunar, sem standa við leiðina og skarta myndum af Presley, Marilyn Monroe, James Dean og öðrum stórstjörnum frá rokkárunum, hægt að aka inn á gamaldags bensínstöðvar og skoða kaggana frá sjötta áratug síðustu aldar, hlusta á tónlistina og stökkva sextíu ár aftur í tímann.  

Þegar Jeremy Clarkson kom til Íslands í kringum 1990 og gerði þátt fyrir Top Gear, kom hann að sjálfsögðu við í Litlu kaffistofunni og fékk sér kakó og viðeigandi viðbit, sem hefur verið við lýði þar um áratuga skeið og er ekki fáanlegt annars staðar.  

Hinn íslenski Route 66 lægi um gamla veginn framhjá Svínahrauni og næsta áfangastað, sem helgaður væri hestvagnaöldinni milli 1890 og 1920 þar sem hægt væri að upplifa hana við endurreist hestvagnahótel á Kolviðarhóli  og kóróna síðan ferðina í ferð niður gömlu Kambana. 

Route 66 í Bandaríkjunum sýnir hvernig sumar viðskiptahugmyndir með endurvakningu frægra liðinna tíma geta verið framkvæmanlegar. 


mbl.is Litlu kaffistofunni lokað í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveldara að hlaða heima en haldið er, en vantar þó aðeins upp á.

Í rafbílabyltingunni liggja möguleikarnir á hleðslu á sífellt stærra svæði, vegna þess að verið er að sinna þörfum mjög mismunandi markhópa, bæði upp á við og niður á við.Super Soco LUx.Villi 

Á þessari síðu hefur aðallega verið reynt að fylgjast með hinni hröðu þróun á tveimur sviðum;  í gerð rafknúinna hjóla, allt frá rafhhlaupahjólum upp í öflug bifhjól hvað hjólin snertir.Invicta DS Tazzari Zero

En einnig frá léttum rafbílum, sem falla undir flokk "léttra fjórhjóla" og "þungra fjórhóla" og upp úr, allt til rafbíla með meira en hundrað kílóvattstunda rafhlöðum og þörf fyrir allt að 40 kílóvatta hleðslu.  

Hvað rafknúin léttbifhjól snertir er stærsti akurinn óplægður hér á ldndi,sem er jafnframt það svið sem gefur langmestar framfarirnar í að liðka fyrir umferðinni. 

En það nær yfir rafhjólaflokkinn allan og felst í því að þau sé um skiptanlegar rafhlöður. DSC09585

Með slíku fyrirkomulagi hverfur alveg þörfin til að hlaða hjólin sjálf heldur hægt að taka rafhlöðurnar úr og hlaða hvar sem innstungu er að finna. 

Nú hafa verið fluttir inn, til reynslu að minnsta kosti, þrjár tegundir rafknúnna bíla, sem þeir hjá Brimborg kalla rafsnatta.  

Þessir bílar eru: Tazzari Zero, ítalskur,sem kom 2017 og sést á báðum meðfylgjandi myndum; -  Invicta ZD2s, spánskur, og Citroen Ami, franskur, sem komu nýlega til landsins á vegum BL og Brimborgar. 

Allt eru þetta tvegga sæta bílar sem komast þversum í venjuleg bílastæði, einkum sá minnsti, Citroen Ami, sem er aðeins 2,41 metri á lengd og með beygjuþvermál upp á aðeins 7,2 metra. 

Tveir þessra rafsnattar ganga fyrir venjsulegu heimilisrafmagni, 220 volta, 10 ampera og 2,7 kílóvött og því ekki þörf fyrir hleðslustaur, enda er straumurinn of mikill í þeim fyrir þessa bíla.  

Citroen Ami þarf því aðeins að vera í hleðslu í þrjár stund til að vera fullhlaðinn, en Invicta í 7-8 stundir vegna þess að rafhlaðan í honumm er 18 kílóvattstundir upp á á að giska um 110 kílómetra drægni við íslenskar aðstæður, en rafhlaðan í Ami er 6 kílóvattstundir og drægnin líkast til um 50 kílómetrar.  

Síðuhafi hefur haft af því reynslu í eitt á að nota rafknúna léttbifhjólið sem er á efstu myndinni hér á síðunni sem rafsnatta á höfuðborgarsvæðinu og er með um 45 kílómetra drægni, og hefur það reynst nóg, enda er meðalakstur innanbæjar rúmlega 33 kílómetrar. 


mbl.is Ekki flókið að eiga rafmagnsbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíðardagurinn og útskriftin runnu saman í eitt. "Svalt að vera stúdentar."

Forðum daga, fyrir 60 árum, var útskriftin úr M.R. í nánum tengslum við þjóðhátíðardaginn 17. júní og hvítu kollarnir settu mikinn svip á miðbæinn.

Þá var ekki búið að stofna M.H. og í árganginu sem útskrifaðist úr M.R. 1960 voru innan við hundrað manns samtals.

Þetta var síðasti kreppuárgangurinn; stofnað til hans 1939 að mestu; eins og sést af því, að  árið eftir fjölgaði stúdentum stórlega og áfram á hverju ári eftir það. 

Svo mikið eimdi eftir af fornri stöðu M.R. stúdenta 1960, að bæði forsætisráðherra og biskup buðu nýstúdentum til sín, og eitthvað ramar mann í sérstaka myndatöku í garði Alþingishússins. 

Í fyrra héldu M.R. stúdentar frá 1960 smá samkomu fyrir sig á 60 ára afmælinu þrátt fyrir COVID-19 og sungið var lagið "Svalt að vera stúdentar" sem árgangurinn færði skólanum fyrr um daginn við frumflutning í Háskólabíói og finna má á facebook síðu minni sem hann var settur á á útskriftartímanum nú á dögunum. 

Hin nánu tengsl útskriftar og þjóðhátíðar gerði hvort tveggja enn eftirminnilegra en ella, svo að lengi mun lifa í minni.   


mbl.is Fimmtíu ára stúdínur frá MR í fullu fjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraði er eitt - annað, að ráða við hann.

Hraði er eitt mikilvægasta atriðið í mörgum íþróttum. Ef einstaklingur eða lið ræður yfir miklum hraða er erfitt fyrir andstæðingana að fnna ráð gegn honum. 

Bum högg Bruce Willis voru svo hröð, að kvikmyndatökumenn kvörtuðu yfir því að þau næðust ekki á mynd. Má nærri geta um þá, sem urðu fyrir þeim. 

Svipað má segja um sum högg Muhammads Ali. Andstæðingarnir sáu þeu aldrei og þess vegna varð þjálfun þeirra til þess að bregaðst við þeim gagnslaus. 

Frægast varð "vofuhöggið" sem felldi Liston í seinni bardaganum við Ali, en hðggi, sem felldu  aðra, svo sem Ron Lyle, voru af svipaðri gerð, af löngu færi en svo hröð að myndavélin missti af þeim. 

Það á bæði við um hröð högg einstaklinga og hraðan sóknarleik liða, að þeir, sem beita þeim, verðaa að ráða við það, hitta eins og Ali gerði eða að hafa vald á úrvinnslu á fléttum eða spili. 

Joe Louis sagðist hafa séð margar opnanir í bardaganum við Rocky Marciano en ekki haft tíma til að nýta sér þær. 

Eftir að Rocky sló hann niður og sigraði, spurði kona Louis mann sinn, hvað hefði komið fyrir hann. 

"Ég gleymdi að beygja mig" varð hið fleyga svar Louis sem Ronald Reagan notaði síðar eftir að hafa fengið í sig byssuskot í banatilræði, sem munað hársbreidd að dræpi hann.  

 rir


mbl.is „Hér er spilaður mjög hraður handbolti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkja þarf línur og setja í jörð.

Langvinn tregða hefur verið við það hér á landi að seta raflínur í jörð á þeim stöðum þar sem það er lausn á vanda vegna truflana, ísingar eða umhverfisspjalla ofan jarðar. 

Hvað línuna frá landsnetinu vestur á Vestfirði varðar er vitað á hvaða stöðum og köflum á henni tíðustu og helstu bilanir verða, og er illskiljanlegt af hverju línan hefur ekki verið sett þar í jörð á þann hátt sem best og beinast hefur blasað við. 


mbl.is Orkumál á Vestfjörðum tekin til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbær þróun er vanrækt og stunduð rányrkja í virkjunum Suðurnesja.

Það hefur verið áberandi í umræðunni um það sem kallað er "sjálfbær framtíð Suðurnesja" að skautað er framhjá því hvernig orkuöfluninni hefur verið háttað og er áfram háttað hjá gufuaflsvirkjununum á svæðinu. 

Við hefur blasað að nýting, sem nefnd er "ágeng nýting" hefur verið stunduð frá upphafi og um það vitna fjölmörg atriði, svo sem að engin not urðu fyrir eina af túrbínunum, sem keyptar voru, og virkjanasvæðið lækkaði um allt að 18 sentimetra fram til ársins 2017 og hugsanlega meira síðan. 

Sjór gekk á land í Staðarhverfi vestur oaf Grindavík. 

Grindavíkurbær gaf framkvæmdaleyfi til borana í Eldvörpum, sem eru með sameiginlegt orkuhólf með Svartsengisvirkjun, þannig að með Eldvarpavirkjun er einfaldlega verið flýta fyrir algeru orkufalli í lok þessarar rányrkju, sem langan veg frá því að fela í sér sjálfbæra þróun.

Með slíku háttalagi væri verið að hámarka þau óafturkræfu umhverfisspjöll, sem þarna yrðu unnin fyrir nýtingu gufuaflsins. 

Nú eru í stórfelld áform um landeldi á laxi sem dæmi um sjálfbærni Suðurnesja. 

Það er að vísu fagnaðarefni ef þetta verður ekki sjókvíaeldi, en spurningar vakna samt um hugtakið "sjálfbær þróun", sem þeir, sem mestu ráða um orkunýtingu hér á landi forðast að nota, heldur vefja umræðuna inn í annað og loðnara orðalag. 

 

 


mbl.is Beint: Sjálfbær framtíð Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á fallhlifarmanninn í bardaga Holyfields og Bowe.

Atvikið á leik Þýskalands og Frakklands í gær var eins misheppnað, vanhugsað og ófrumlegt hættuspil og hugsast gat í ljósi þess að sams konar atvik í öðrumm heimsmeistarabardaga Evander Holyfields og Riddick Bowe 1993 var álíka misheppnað; raunar víti til varnaðar. 

Fallhlífarmaðurinn hér um árið flæktist í köðlunum og bardaginn tafðist í alls 21 mínútu.

Í ljósi þessa atviks 1993 er furðulegt að nokkrum skyyldi detta í hug að endurtaka vitleysuna.  


mbl.is Slasaði áhorfendur með glórulausu athæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband