Oft notaður óraunhæfur hraði, einkum á rafknúnum hjólum, við mat á drægni. .

Uppgefnar orkueyðslutölur á farartækjum eru af margvíslegum toga og mörgum aðferðum beitt. 

Með því að fara löturhægt tekst framleiðendum að ná árangri sem augljóslega er ekki raunhæfur. 

Sem dæmi má nefna, að einn af smæstu rafbílunum var auglýstur með 140 kílómetra drægni, sem var næstum tvöfalt meiri drægni en reyndist raunhæf í langtíma mælingu hér heima, er um 90 kílómetrar á sumrin og um 80 á veturna við það að beita samt lagni í akstrinum.  

Sum af öflugustu raknúnu bifhjólum heims eru auglýst með 200 km(/klst hámarkshraða og allt að 200 kílómetra drægni. 

Ótal dæmi er að finna um hliðstæður. 

Auðvitað er víðsfjarri að hægt sé að framkvæma hvort teggja í sömu ferðinni, 200 km hraða og 200 km drægni. 

Á 30 km/klst hraða verður ferðatími óraunhæfur, samsvarar 13 klukkustundar aksturtíma nettó frá Reykjavík til Akureyrar, samt aldrei stoppað á áningarstöðum.  


mbl.is Renault Zoe rústaði drægismetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Bróðir minn var eitthvað að pæla í þessari tölu sem hægt er að fá upp í mælaborðinu og sýnir l/ 100 km sem er náttúrlega gífurlega misvísandi og verður mjög há þegar tekið er af stað úr kyrrstöðu
Var að íhuga hversvegna nýjir bíla sýna ekki hversu oft og mikið er bremsað því að bremsa er náttúrlega algjör orkusóun
mun betra er að horfa fram á við og reyna að keyra sem mýkst

Grímur Kjartansson, 18.6.2021 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband