Færsluflokkur: Bloggar
22.2.2021 | 15:52
"Góðar fyrir falskar tennur..."
Þegar rökrætt er um kosti og galla grímunotkunar getur mönnum sést yfir suma kostina, eins og til dæmis áhrif þeirra á útlit fólks, samanber eftirfarandi vísu.
Í Covid ýmsar gerast glennur.
Grímum fylgir minni asi,
góðar fyrir falskar tennur
fólks, sem hefur þær í glasi.
![]() |
Grímulaus hegðun ekki í kortunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.2.2021 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2021 | 10:13
Hreyflar, sem eru undirstaða nútíma langflugs.
Hreyflarnir, sem nú eru að hrella flugrekendur, komu fram fyrir aldarfjörðungi og ollu byltingu í flugi breiðþotna.
Fram undir það höfðu menn orðið að nota þriggja hreyfla breiðþotur til flugs á ákveðnum veglengdum yfir úthöf ef þeir ætluðu að komast hjá því að nota Boeing 747 fjögurra hreyfla risaþotur.
Með hinum nýju og stóru hreyflum, sem voru um 50 prósent aflmeiri en þeir stærstu fram að því, reyhdist mmögulegt að hanna nýjar og stærri tveggja hreyfla breiðþotur á borð við Boeing 777, sem afköstuuðu jafnvel meira en þriggja hreyfla vélarnar, sem hurfu úr umferð á einum áratug. +
Öryggi nýju hreyflanna var það mikið að flug með svona stórum vélum með aðeins tveimur hreyflum varð gulltryggt yfir úthöfin á löngum leiðum á mun hagkvæmari hátt en hafði verið áður.
Það er því afar mikilvægt að þetta öryggi sé hafið yfir allan vafa, og geta má þess að Malaíska þotan númer 370 sem hvarf á svo dularfullan hátt árið 2014, og er eitt af dularfyllstu hvörfum flugvéla í sögunni, var af gerðinni Boeing 777.
![]() |
128 flugvélar Boeing verði kyrrsettar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2021 | 00:02
Margslungin saga í kringum morðið á Malcolm X.
Það er svo merkileg saga í kringum morðið á Malcolm X að það er líklega alveg þess virði að rannsaka hana á ný.
Hann var ekki aðeins baráttumaður fyrir réttindum blökkumanna, heldur einnig fyrir réttindum til að iðka trúarbrögð, líka múslimatrú sem hann barðist líka fyrir.
Heimsmeistarinn í þungavigt í hnefaleikum, Muhammad Ali, hafði nýlega kastað þrælsnafni sínu, Cassius Clay, og tekið bæði múslimstrú og nýtt nafn.
Þegar finna átti stað fyrir annan bardaga hans og Sonny Liston tók sá ferill meira en ár, bæði vegna þess að Ali varð að fara í kviðslitsuppskurð en ekki síður vegna þess að enginn vildu láta af hendi húsnæði fyrir bardagann.
Þrautaráðið var snábærinn Lewinstone í Maine ríki og færri áhorfendur komu en á nokkurn annan heimsmeistarabardaga í sögu þungavigtarinnar.
Ofan á dularfulla morðið á Malcolm X bættist síðan hið fáheyrða "vofuhögg" (phantom punch) sem Ali rotaði Liston með en enginn þóttist sjá.
Þegar ýtrasta mynatöku og skoðunartækni er notuð, sést hins vegar vel að Liston fær eldsnöggt gagnhögg frá Ali þegar hann (Liston) stekkur fram til að gefa Ali beina vinstri stungu, en Ali notar yfirnátturleg viðbrögð sín og hraða til að gefa Liston leiftursnögast snöggt gagnhögg, vinstri kross yfir.
Það gerðist svo snöggt að fáir sáu það, en með því að nota ýtrustu skoðunartækni á myndina af því sést vel, að höggið smellhittir svo fast, að höfuð Listons hrökk eldsnögg til undan því.
Liston sá höggið ekki og steinlá því.
En þetta vofuhögg og það hve lengi Liston lá í gólfinu vakti grunsemdir um að hann hefði þóst vera svona vankaður af hræðslu við að leyniskytta kynni að skjóta á hann eða Ali.
![]() |
Vilja að morðrannsóknin verði opnuð að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2021 | 18:15
"Ég er að horfa á að versla MG." "Aukning í rafbílum".
Sérkennilega orðanotkun og breytta hugsun má sjá í ýmsum ummælum þessa dagana. Orðaval er oft þannig, að illskiljanlegt er hvað verið er að segja eða meina.
Fyrri setninguna hér að ofan mátti sjá í umræðum á facebook. Og sú setning vekur strax spurningar í stað þess að upplýsa eitthvað.
Er maðurinn að horfa á einhvern, sem er "versla MG."?
MG er heiti á bíltegund og nú er alveg hætt að nota sögnina að kaupa, heldur eru allir að versla eða versla sér eitthvað.
Þegar textinn var lesinn lengra sést að sá, sem þetta skrifar er ekki að horfa á einhvern annan, heldur er hann að horfa á á sjálfan sig, þ. e. horfa á það hvort hann ætli að kaupa MB rafbíl.
Hann virðist vera farinn að nota enska orðið look, eða looking um það að íhuga eitthvað. Enn eitt dæmið um sívaxandi ásókn enskrar tungu eða þess að hugsa á ensku.
Hin setningin; "Aukning á rafbílum" eru hvorki meira né minna en fyrstu orðin í grein um rafbíla á Íslandi.
Aldeilis kostuleg aðför að hinni ágætu sögn að fjölga, sem fer að verða´í útrýmingarhættu með sama áframhaldi, en í staðinn jafnvel sagt að það það sé aukning í fjölda frekar en að einhverju fjölgi.
"Það er aukning í fjölda fólks" +
í staðinn fyrir
"fólki fjölgar."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2021 | 12:24
Síbylja um gagnsleysi og skaðsemi endurnýjanlegra orkugjafa.
Undanfarna daga hefur mátt sjá nokkurs konar síbylju á netinu um það, að rafmagnsleysi í Texas hafi verið kenna notkun endurnýjanlegra orkugjafa eins og vindorku og birtar myndir af ísuðum vindmyllum með þessum fréttum.
Á þessari síðu hefur reyndar verið bent á langa hefð Texasríkis hvað varðar olíunotkun, en slíkar athygasemdir hafa drukknað í síbyljunni.
Nú ber svo við, seint og um síðir, að verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti bendir á þær staðreyndir að mestar truflanir urðu í gasleiðslum og raforkulínukerfinu, sem ekki sé hannað með kuldakast í huga og þar að auki sé raforkukerfi Texas einangrað frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna.
Rafmagnsleysið sé fyrst og fremst áfellisdómur yfir skipulagi, ekki vindorku.
Þegar ferðast er um Bandaríkin er víða áberandi hve miklu minna er um það að leggja raflínur í jörðu í íbúðahverfum, en það er hins vegar regla hér á landi.
Svo mjög virðist hugsun Kananna snúast um olíuna sem hitagjafa, að nokkrir vestra hafa farið flatt á því að setjast inn í bíla sína í gangi inni í bílskúrum til þess að halda hita á sér, en dáið af lofteitrun úr útblásturskerfum bílanna.
Síbyljan hér um endurnýjanlegu orkugjafanna minnir á svipaða síbylju seint á árinu 2019 þegar slæmar fréttir af rafbílum komu í bunum á tímabili, rafbíll átti að hafa valdið stærsta bílageymslubruna á Norðurlöndum í Noregi, slökkviliðið að vera á neyðaræfingum hér á landi vegna tíðra brauna í rafbílum, rafbílar þyldu ekki frost nema að þeir væru "hafðir í gangi á næturna" og að einn strætisvagn mengaði jafn mikið og 7500 fólksbílar!
Síðastnefnda fullyrðingin var borin hressilega til baka í útvarpsfrétt og þegar til kom eftir sólarhring fullyrðinga um skaðvaldinn í Noregi upplýstist að það var gamall Opel Zafira, sem brann í bílahúsinu; slökkviliðið íslenska var ekki á neinum neyðaræfingum heldur aðeins að aðlaga sig að breyttum bílum í flotanum, enda bílabrunar tífalt fátíðari í rafbílum en bensínbílum af augljósum ástæðum; þeir síðarnefndu er nefnilega knúnir af eldsneyti sem dælt er inn í svonefnd brunahólf eða sprengihólf.
Ég hef átt rafbíl í rúmlega þrjú ár sem hefur staðið úti allan tímann vandaræðalaust.
![]() |
Áfellisdómur yfir skipulagi, ekki vindorku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2021 | 15:19
Stórmerkilegur ferðamáti. Hundaprófkjör um goggunaröð.
Skönmu fyrir siðustur aldamót var prófað að halda úti útgerð á hundasleðaeyki hér á landi, og gekk það svona og svona. Þó var vitað af reynslunni annars staðar á norðurslóðum og líka á Suðurskautslandinu að hundar tóku hestum og öðrum ferfætlingum fram til jökla- og heimskautaferða.
Ýmis konar áhugaverður fróðleikur kom fram hjá fólkinu, sem var með hundana, svo sem það að í upphafi gekk illa að fá leyfi fyrir ýmsum lyfjum sem nauðsynleg voru til að stunda hundasleðaferðir.
Einn hluti þess var það, hvernig uppröðun hundanna í eykinu var. Nauðsynlegt var að raða þeim eftir getu og forystuhæfileikum og aldalöng hefð hafði kallað fram einn helsta hluta þess vals, sem fólst í því að hundarnir gerðu þetta sjálfir í uppgjöri sín á milli, sem bar ýmis líkindi við prófkjör stjórnmálaflokkanna í mannheimum.
Ef forystuhundurinn fór að slappast vegna elli eða af öðrum ástæðum, kom að því, að annar hundur, oftast sá næsti á eftir honum skoraði hann á hólm í bardaga um hnossið.
Svipað uppgjör fór einnig fram um önnur sæti, aftar í goggunarröðinni. Kostaði þetta oft sár og meiðsl hjá hundunum, og þá þurftu hundaeigendurnir hafa bæði lyf og kunnáttu til þess að hlynna að hundunum. Sem kallaði meðal annars á deyfilyf.
Ein saga var meðal þess sem sagt var frá í þessum fróðleik um hundana.
Kvöld eitt brá svo við að einn hundanna réðist á forystuhundinn í myrkrinu og vakti það furðu hundaeigendanna, að árásarhundurinn hafði verið aftarlega í eykinu.
Enda gerðir tvennt óvenjulegt: Annars vegar hve óskaplega illa forystuhundurinn tók þessari árás og hins vegar hvernig hann gersamlega niðurlægði áskorandann svo stappaði nærri aftöku.
Mátti áskorandinn hafa sig allan við með að grátbiðja um frið.
Og þá kom í ljós hvers vegna hann hafði verið svona fífldjarfur. Hann hafði ætlað sér að ráðast á næsta hundinn í röðinni fyrir framan hann, sem var sonur forystuhundsis, og tekið feil á feðgunum!
![]() |
Lengsta hundasleðahlaup á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2021 | 08:27
Þeir, sem fóru áður í Alpana?
Fróðlegt væri að vita hve margir Íslendingar fóru árlega eða flest ár í skíðaferðir til Alpanna en fara það ekki nú vegna Covid. Skíðaferðir eru einstaklega holll og skemmtileg íþrótt á alla lund, og því er metaðskóknin núna hér heima líkleg afleiðin af því Alparnir eru ekki á dagskrá á þessum útmánuðum.
Síðan væri annað reikningsdæmi fróðlegt, hve mikil tilfræsla gjaldeyris og peninga er fólgin í hinum nýja skiðasið.
![]() |
Á skíði fyrir norðan í vetrarfríi skólanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2021 | 21:24
Höfðinn; hans tími hlaut að koma.
Fram að miðju síðustu aldar réði sú hugsun ríkjum í skipulagsmálum Reykjavíkur, að þungamiðja byggðarinnar væru við Tjörnina, og til að undirstrika þessa hugsun var Hringbraut sett niður í skipulagið sem umlukti hana.
Þjóðleiðir mættust í Kvosinni, um það svæði lá önnur þeirra af hafi í formi sjóflutninga, en í landi tók við þjóðleið landflutninga austur að Elliðaám, þar sem hún greindist til tveggja átta, til norðurs, norðvesturs og alla leið austur á land um Vesturlandsveg, frá Elliðaánum áfram til austurs um Suðurland, en þriðja leiðin greindist frá strax við Öskjuhlíð suður til Hafnarfjarðar og Suðurnesja.
Í Reykjavík bjuggu um 40 þúsund manns 1940 en nú búa finmfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu.
En hið furðulega gerðist að gamla hugsunin um Vatnsmýrina sem nafla alheimsins hefur haldið velli langleiðina fram á þennan dag. Og það er ekki fyrr en fyrst nú sem heljar mikið malarnám hefur loksins vikið á brott af Árthúshöfðanum.
Um daginn hraut af vörum borgarstjórans að Ártúnshöfðasvæðið væri afar dýrmætt vegna hinnar miðlægu legu sinnar.
Þetta má heita tímamótayfirlýsing, knúin fram af þeirri staðreynd að stærstu krossgötur landsins eru fyrir löngu farnar úr Kvosinni og eru nú á svæðinu Snárinn-Mjódd-Skemmuhverfi-Ártúnshöfði.
Nú er að sjá af allri þeirri umfjöllun, sem Höfðinn hefur fengið í sambandi við nálægð sína við Sundabraut, Borgarlínu og aðrar aðalumferðaræðar, að tími hans sé loksins kominn.
Það var mikið!
![]() |
Kynna tillögur að 20 þúsund íbúa hverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2021 | 15:20
Hvað skyldi verðið á græna blettinum á Evrópukortinu geta orðið hátt?
Íbúar Evrópu eru alls um 740 milljónir samtals er allt er talið. Bæta má við íbúum Norður-Ameríku og talan er komin yfi þúsund milljónir.
Þetta fólk er 2000 sinnum fjölmennara en Ísland og það vekur spurninguna um það hve mikils virði það kunni að verða í peningum ef Ísland er eini græni bletturinn á covid-Evrópukortinu.
Verðið á græna blettinum gæti orðið mörg hundruð milljarða, jafnvel yfir þúsund milljarða, ekkert síður en að tapið samtals hingað til hefur verið metið í slíkum upphæðum.
Gallinn við þetta er þó sá, að sé meira og minna ómögulegt að ferðast í hinum löndunum eða á milli þeirra, stoðar litt þótt Ísland sé eitt og sér grænt og nánast veirufrítt.
Óvissuþættirnir eru margir, en engu að síður liggur hitt ljóst fyrir: Ef Ísland er eldrautt er nokkurn veginn 100 prósent víst að við fáum ekkert af vaxandi ferðamannastraumi til okkar þótt löndin allt i kringum okkar grænki þegar farsóttinni tæki að slota í þeim.
![]() |
Gusa af fyrirspurnum frá Íslendingum erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2021 | 08:23
Ein af helstu ástæðunum og áminning um að vera á varðbergi.
Nýja veiruafbrigðið í Noregi sýnir nauðsyn þess að hafa stökkbreytingaaeðli hennar vel í huga í sóttvarnaraðgerðum vegna hennar.
Það hefur mátt sjá á Covid kortum að undanförnu, að nyrðri hluti Noregs hefur ásamt Íslandi verið sá kimi Evrópu þar sem smit er minnst.
Tilkoma stökkbreyttrar veiru hjá frændum vorum er því áminning til okkar um að standa vaktina vel á þeim lokamánuðum, sem framundan eru í baráttunni við vággestinn.
Það yrði grátlegt að glutra niður góðu ástandi innanlands á síðasta sprettinum þar til að áhrif bólusetninga fara að koma fram.
![]() |
Nýtt veiruafbrigði í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)