Færsluflokkur: Bloggar

Kröflugosin níu urðu sífellt stærri og stærri.

Af tuttugu kvikuinnskotum í Kröflueldunum 1975 til 1984 enduðu níu með því að enda með eldgosum sem voru minnst í byrjun en hin síðustu stærst. 

Sams konar tímalína núna myndi enda árið 2030. 

Miðja kvikuinnskotanna við Kröflu var við Leirhnjúk og mannvirki og innviðir sluppu að mestu. 

Núnaa er miðja kvikusöfnunar og hreyfinga undir Svartsengi og á svæðinu suður um Grindavík og þau mannvirki og innviðir sem skemmast fara stækkandi. 

Vonin um enda eldgosanna í sumar og tilfærslu þeirra til óbyggðari svæða virðist fjarlægjast eins og er, hvað sem síðar verður. 

 


mbl.is Myndskeið: Flæðir yfir Grindavíkurveg og nálgast Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðingar sendir að teikniborðum.

Klukkan 20;23 var greint frá upphafi goss á Sundhnjúkagígaröðinni og þurfa þeir sem spáðu goslokum næsts sumar að fara að teikniborðunum eins og slíkt er oft orðað erlendis til þess að endurmeta þessa spá. 

Myndin af upphafi eldgossins nú er tekin við svalarhurð austarlega í Grafarvogshverfi á litla lófamyndavél. DSC00067


mbl.is Eldgosið gæti orðið skammlíft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Úrlausn vegna mistaka fæst ekki með því að nota sömu hugsun og olli þeim."

Ofangreind orð hafa verið höfð eftir Albert Einstein og koma upp í hugann í umræðunni um íslensk orkumál. 

Dagleg síbylja er í gangi varðandi það stórauka virkjanaframkvæmdir. En hvaða hugsun réði því að virkja jafn mikið og gert hefur verið fyrir stóriðjuna og gagnaverin af slíku offorsi, að yfir 80 prósent af íslenskri orku er eyrnamerkt þessum erlendu stórnotendum?

"Er íslensk orka til heimabrúks?" felur í sér að það örlar á því að fara nú að taka mark á hinu meimta spekiyrði Einsteins. 

 

 


mbl.is „Við þurfum að vakna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldvörpin eru með magnaðri náttúrurperlum landsins.

Eldvörpin eru rúmlega tíu kílómetra löng þráðbein gígaröð fyrir suðvestan Svartsengi, og gígaopin skipta tugum. Talið hefur verið að orkuhólfið undir þeim sé hið sama og er undir Svartsengi.  

Nýting þess gufuafls telst ágeng nýting sem er annað orð yfir rányrkju.  

Fyrir liggur framkvæmdaleyfi fyrir Eldvarpavirkjun sem sýnir vel þá firringu, sem í gangi hefur verið hvað snertir gufuaflsnýtíngu á Reykjanesskaga.  

Nú er byrjað að velta fyrir sér hvort náttúran sjálf muni taka í taumana á þessu svæði og gefa með því frat í fyrirætlanirnar um stórfelldar virkjanaframkvæmdir. 


mbl.is Landið rís til vesturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverðir kaflar á finnskum hraðbrautum fyrir hálfri öld.

Í Kalda stríðinu ríkti svonefnd Finnlandisering í utanríkisstefnu, sem fólst í alveg sérstaklega varfærnislegri útfærslu hlutleysisstefnu Finna, sem einkum var stunduð á löngumm valdatíma Uro Kekkonens Finnlandsforseta. 

Urðu Finnar að leggja sig fram um að borga Rússum einstaklega háar stríðsskaðabætu og vera afar háðir þeim í verslun og viðskiptum.

Aðeins einu sinni urðu þeir að skipta um einn ráðherra í ríkisstjórn til að hafa Rússana góða. 

Á lærdómsríkri ferð á nýjum Volvobílum á vegum félags norrænna bílablaðamanna til norðurhluta Finnlands og þaðan austurhluta Kolaskaga til Murmansk 1978, vakti það athygli okkar, að talsvert var um það að á hraðbrautum voru víða þriggja kílómetra langir 30 metra breiðir og þráðbeinir kaflar. 

Stakk það í stúf við þá staðreynd að á þessum árum var meirihluti vegakerfis landsins ófullkomnir malarvegir. 

Útskýringin var sú að þessir hraðbrautarkaflar væru í raun dulbúnar flugbrautir sem meðal annars væri hægt að nota í hernaði.  

Finnar hafa aldagamla reynslu af erfiðri sambúð við hinn stóra nágranna sinn í austri og ekki hefur sú sambúð orðið auðveldari síðustu ár. 


mbl.is Myndskeið: Umfangsmestu heræfingar frá kalda stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðskuldað stórmál að fjalla um mestu vá mannkynsins; MAD og GAGA.

Síðan 1914 hafa helstu valdamenn og hugsuðir litið á heimsstyrjöld sem "stríð til að enda öll stríð."  Á því byggist eins konar trúarsetnin sem síðan hefur ríkt og hefur þróast upp í skammstöfunina MAD, (MUTIAÆ ASSURED DESTRUCTION) sem þýða má á íslensku sem GAGA (GAGNKVÆM ALTRYGGÐ GEREYÐING ALLRA), svokallað ógnarjafnvægi. 

Stærsti galli kenningarinnar felst í því að gera ekki ráð fyrir því svonefnt lögmál Murphys geti komið til greina.  

Til að kjarnorkuvopnaógnin virki verða báðir aðilar að reikna með því að gagnaðilanum geti verið trúandi til að beita gereyðingarvopnunum til fulls, og til þess að MAD virki eignist hvor aðili um sig vopnabúr sem nægi til að margdrepa alla andstæðinga!  

Síðuhafi hefur gert ljóð og lag um þetta efni á ensku og íslensku, sem endar á þann hátt að gert verði ráð fyrir því að eins konar heilög þrenning gildi í lokin eftir að vopnabúrin hafi verið sprengd: friðsæld - þðgn - dauði.  Samkvæmd lögmáli Murphys yrði þá fyrst búið að binda enda á öll stríð. 


mbl.is Oppenheimer sópaði til sín verðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein vinsælasta sænska söngkonan varðist fimlega aðdróttunum.

Það var ekkert grín fyrir marga af helstu máttarstólpum margra landa að komast hjá gagnrýni og vandræðum vegna þess hvernig aðstaða þeirra var gagnvart nasistum á stríðsárunum. 

Þannig var Louis Renault, frumkvöðull í franskri bílaframleiðslu ákærður eftir stríðið fyrir samvinnu við þýska hernámsliðið og verksmiðjurnar voru þjóðnýttar.  

Sænska söngkonan Sara Leander naut vinsælda víða í Evrópu í stríðsbyrjuun.  Þetta hafði áhrif á stöðu hennar í heimalandinu Svíþjóð, þar sem það var illa séð hve mjög hún viðhélt sðng sínum í Þýskalandi.  

Þar þurfti hún að sýna jafnvægislist, því að nasistar litu hana líka hornauga. 

Sagan segir að í opinberri samkomu hafi hinn illræmdi Joseph Göbbels hitt hana að máli og spurt hana ísmeygilega, hvort nafnið Sara væri ekki Gyðinganafn. 

Sara svaraði að bragði: 

"Það ættir þú að vita, Jósep minn."

 


mbl.is Var hún of elsk að nasistum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri "tímamótasamningar" en 1964 og 1990?

Kjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í gær, hafa sumir nefnt tímamótasamnninga, einkum vegna þess að þeir gefi von um árangur í baráttunni við verðbólgu og háavexti. 

Svipað hefur áður verið sagt, svo sem árin 1964 og 1965, sem fengu heitið júnísamkomulag. 

Í þeim fólst nýbreytni í miklum hliðaraðgerðum með ríkisþátttöku ríkisvaldsins í byggingu íbúðarhúsnæðis, sem einkum setti svip nýja byggð í Breiðholti í Reykjavík. 

Næstu átta ár gætti áhrifa þessara tímamótasamninga sem Bjarni Bendiktsson og Eðvarð Sigurðsson áttu einna mestan þátt í, en 1973 fór verðbólgan aftur á skrið, meðal annars vegna eldgossins í Heimaey, þannig að eldgooin á Reykjanesskaganum eru ekkert nýtt hvað varðar áhrif á efnagsmálin. 

Þjóðarsáttin svonefnda 1990 var sannkallaður tímamótasamningur og lagði grunn að stöðugleika næstu áratugi. 

Hvort "stöðugleika og velferðarsamningurinn" núna verði jafnoki þjóðarsáttarsamningsins verður spennandi að sjá.  


mbl.is Steinum velt við í stóra vöfflumálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landlæg viðleitni til að tala náttúruna stanslaust niður.

Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á landsfundi Landsvirkjunar er enn eitt dæmið um viðleitni íslenskra ráðamanna áratugum saman til þess að tala gildi íslenskrar náttúru niður. 

Hún skaut fyrst rótum þegar ákveðið var að innleiða orkustefnu hér á landi sem fljótlega hlaut réttilega heitið stóriðjustefna sem fólst stanslausri gyllingu á kostum þeirrar stefnu andspænis göllum náttúruverndarstefnu tveggja af helstu leiðtogum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Eysteins Jónssonar og Birgis Kjaran. 

Virkjanapostularnir gengu langt í að mæra sína stefnu um síðustu aldamót en fara eins niðurlægjandi orðum um íslenska náttúru og þeir gátu fundið. 

Allt fram til 2010 þótti það góð lýsing að fullyrða að í náttúruverndarstefnunni byggi aðeins yfir fánýtu sýsli eins og fjallagrasatínslu. 

Íslensk náttúra svaraði sjálf m eldgosunum 2010 og 2011 í Eyjafjallajðkli og Grímsvötnum sem á aðeins fimm árum færðu Íslendingum mestu efnahagsuppsveiflu í sögu þjóðarinnar. t

Verndarnýtingin tók virkjananýtingunni langt fram.  

En síðustu ár hefur gagnsókn virkjanapostulanna fært í sig veðrið á ný.

Sibylja úrtölu er notuð til að predika að loftslagsvá skuli tekin fram fyrir allt og náttúrunni fórnað fyrir hana. 

Íslensk náttúruöfl mega nú þola hrakyrði ráðamanna á borð við ummæli Þórdísar Kolbrúnar og náttúrunni stillt upp sem helsta ógnvaldi og óvini þjóðarinnar. 

Skoðanasystkin Þórdísi sjá þetta fyrir sér sem þjóðarsjóð og stórfelldar virkjaframkvæmdir sem notaðar verði til að fjármagna þessa hlið nýju stóriðjustefnunnar. 

Jón Gunnarsson hefur þegar nefnt nauðsyn þess að virkja í Krýsuvik, en samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir hafa legið um hana, er reiknað með langstærstu gufuaflsvirkjun landsins þar, alls 500 megavatta skrímsli.   

Við blasir að þar yrði um svnefnda "ágenga orkuöflun" að ræða, sem er annað orð yfir rányrkju. Og fyrir nokkrum árum lýsti þáverandi orkumálastjóri yfir því að það að nota gufuaflsvirkjanir til að framleiða raforku væri stórfelldasta og herfilegasta bruðl sem hugsast gæti. 

Meira en 80 prósent af gufuaflinu færi ónýtt út í loftið. 

 

 


mbl.is Orkuskiptin kalla á nýtingu og rask á náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanlega var gos upp úr röri í Bjarnarflagi í Kröflugosi minnst í heimi.

Kvikuinnskotin í Kröflueldunum 1975 voru afar fjölbreytt og sýndu hve óútreiknanlegir íslenskir jarðeldar geta orðið.  

Eitt eldgosið var á mörkum þess að falla inn í þann flokk kvikuhlaupa sem fólst í því að kvikuinnskotið gerði sig líklegt til að hlaupa lárétt annað hvort til norðurs eða til suðurs. 

Á endanum stóð eldstrókur lóðrétt upp úr borholuröri sem storknaði þannig í flugi sínu, að storkna þannig við það að þjóta þannig um frostkalt loftið og lenda á snæviþakinni jörðinni, að hún breiddi úr sér sem hraunmylsna um á að giska einn hektara lands. 

Fróðlegt verður að vita hvort Suðurnesjaeldar muni bjóða upp á eitthvað, sem slær met að eihhverju leyti.  


mbl.is „Kvikuhlaup geta verið af öllum mögulegum stærðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband