Færsluflokkur: Bloggar

Mátti engu muna í Bjarnarflagi í Kröflueldum. Fyrirvarinn enginn.

Í upphafi Eyjagoss kom hraunið fyrst upp aðeins um hundrað metra frá ausurenda flugbrautarinnar. 

Í einu af Kröflugosunum biðu mmenn í ofvæni eftir því kvikan kæmi upp við Bjarnarflag eða hlypi til norðurs.  

Lítils háttar kvika gaus upp í gegnum borholurör í Bjarnarflagi, en síðan hljóp hún norður eftir kvikuganginum án þess  að komast upp. 

Fyrirvarinn var enginn á þessari atburðarás. 


mbl.is Fyrirvari eldgoss gæti orðið mjög skammur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..."happ á tæpri skör..." getur verið dauðans alvara.

"...og í sinni hendi hefur /  happ á tæpri skör..." segir í sálmi, sem ber heitið "Sorg og tár..." og fjallar um þau tæpu hættustig sem lífshlaup okkar getur búið yfir. 

Í einu af slíkum skiptum var það nýfallinn snjór ofan á flughált og þunnt svell, sem hafði næstum valdið dauðaslysi í érfiðri í einmanalegri ferð minni um hánótt að vetrarlagi 1992.

Nokkur að því er virtist lítil smáatriði, sem röðuðust saman fyrir tilviljun, sýndu í þessi óhappi, hve það er oft lítið, sem getur skapað hættulegar aðstæður í umgengni okkar Íslendinga við fyrirbærið ís, sem landið okkar er kennt við.  


mbl.is Verulega varasamt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna að refsa lang vistvænustu farartækjunum?

"Virk samgöngutæki" er heitið á þeim rafknúnu samgöngutækjum, sem nú á að fara fella niður opinberan stuðning við. DSC00725

Dæmi um slíkt farartæki er rafreiðhjólið Sörli, sem ekið var frá Akureyri til Reykjavíkur 2015 fyrir orkukostnað uppá 115 krónur. 

Gísli Sigurgeirsson bjargaði þessu venjulega reiðhjóli frá förgun og útbjó á það sjö rafhlöður sem gátu skilað því 159 kílómetra á einni hleðslu. 

Svipuð hjól hafa verið í prófun hér á síðunni í gegnum árin og gefið öðrum rafknúnum farartækjum langt nef í hagkvæmni og vistmildi. 

Og metið á Sörla hefur ekki verið slegið.

Hjólin í prófun hér á síðunni í átta ár hafa verið fjðgur, og eitt þeirra, rafknúna götuhjólið Super Soco, sem aðeins má nota innan um bílaumferðina á allt að 45 km hraða, en ekki nota á hjólastígum og gangstéttum, er með 132 kílómetra drægni og eyðir aðeins raforku fyrir eina krónu á kílómetrann. DSC00119  

Það er hressilegur öfugsnúningur þegar yfirburða vistvænum farartækjum af þessu tagi er nú látin gangast undir opinbert álag sem geri þau fjórðungi dýrara í innkaupi en áður var. 


mbl.is Stuðningur við hjól og rafhjól fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandinn liggur í stöðugri ásókn stórnotendanna.

Þegar hlutfallstölur yfir notkun stóriðju og stórnotenda á íslsnskri orku eru skoðaðaðar hin síðustu ár blasir við að hlutfall kaupa þeirra á orkunnin fer sífellt hækkandi. 

í einni af ræðum forstjóra Landsvirkjunar datt það reyndar út úr honum að á undanförnum árum hafi verið gerðir stórir samningar um þessa sðgu, en að öðru leyti liggja menn áfram í síbyljunni um að það sé ekki þessi notkun, sem valdi meintum orkuskorti, heldur þarfir íslenskra fyrirtækja og heimila og nauðsyn til ormuskpta í þeim hluta markaðarins. 

Um það atriði gilda spekiyrði eins af hugsuðuj fortíðar, að ef menn ætli að leit að orsök mistaka og vandamála, sé byrjað á ðfugum enda með því að ætla að nota sömu hugsun við lauusnia og notuð var þegar vandinn var skapaður. 


mbl.is Efast um hæfi Orkustofnunar vegna ummæla Höllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft tilraunir til bíræfni í hugverkaþjófnaði.

Mörg hugverk fela í sér svo mikil verðmæti að það freistar manna til að ganga bíræfnislega langt í að gera tilraunir til að komast upp með lygilega hugverkastuldi.  

Bókin Amma langsokkur er ágætis dæmi um slíkt eins og greint er frá í tengdri frétt á mbl.is. sem er athyglisverð í meira lagi. 


mbl.is Astrid Lindgren kvartar undan Ömmu Langsokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðleitni í tvær áttir, sem stangast á.

Ívilnanir, sem hafa verið í gildi fram að þessu varðandi kaup á bílum, hafa átt að vera hvati fyrir orkuskiptum. 

En á sama tíma hefur ríkt þensla í ferðaþjónustu og hagkerfinu, sem hefur valdið aukinni notkun á jarðefnaeldsneyti, þvert á fyrirheit stjórnvalda.  

Þetta tvennt togast á og niðurfelling ívilnana og ný og ný met í jarðefnainnflutningi hamlar orkuskiptunum.  


mbl.is Hægir á orkuskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjafnar matsáherslur í sjónvarpi í gærkvöldi um .ráðstefnuna í Dubai.

Í gærkvöldi lögðu margir orð í belg um loftslagsmálin í sjónvarpi, og mátti greina nokkuð misjafnt mat á fréttum af ráðstefnu Sþ í Dubai. 

Ólafur Ragnar Grímsson gerði mikið úr því sem þegar hefði áunnist á ráðstefnunni, svo sem stofnun sérstaks sjóð til hjálpar hinum fátækari þjóðum, en í dómum um fjarveru Bandaríkjaforseta var eins og yfirlýsing hans um afnám kolavinnslu  í Bandaríkjunum hefði alveg farið fram hjá álitsgjöfunum íslensku.  

Og nokkuð almennt var það sjónarmið, að enn væri svo mikið eftir óunnið við samningaborðið, að of snemmt væri að gefa út neinar endanlegar niðurstöður um ráðstefnulok.  


mbl.is Loftslagsmál falla í mikilvægi hjá fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ógagnið ekki meira samtals en gagnið?

Hve marga daga í heild skyldu vera aðstæður þar sem nagladekk gera gagn?  Kannski fimm til sex?

Hve marga daga skyldu þeir gera ógagn?  Hundrað til hundrað og fimmtíu? 

Það ógagn er margs konar. 

Slíta götunum og búa til rásir sem fyllast af vatni og minnka aksturhæfni bílanna. 

Úða tjörupækli yfir götur og farartæki. 

Tjaran berst á rúðurnar og skerðir útsýni, gerir dekkin og göturnar sleipari, skerðir hemlunargetu.

Búa til heilsuspillandi svifryk á þurrum dögum. 

 


mbl.is Meirihluti andvígur gjaldtöku á nagladekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipað við Svartsengi nú og við Kröflu 1975-1984 og undir Heklu síðan 2000?

Í Kröflueldum 1975 skiptust á ris við miðju kvikugangs og sig hans til skiptis. 

Í hvert skipti reis landið hærra en í næstu rishrinu á undan, en í helmingi skipta varð kvikuhlaup annað hvort í norðausturátt eftir gangingu með aldgosi, eða í aðra hvora áttina án eldgoss. 

Í hverri rishrinu fór landið hærra en það hafði komist í gosi eða rishrinuni á undan.  

Að sama skapi stækkuðu gosin smám seman, og hin síðustu, 1980-1981 og 1984. 

Ef upphaf eldvirkninnar syðra núna eru talsverð líkindi með upphafi Kröfluelda, og verður spennandi að fylgjast með því.  

Heklugosin 1970, 1980, 1991 og 2000  voru í meginatriðum í kjðlfar landriss, þar sem gosin komu ekki fyrr en eftir að land hafði risið hærra en það gerði fyrir gosið þar á undan. 

Núna er Hekla komin talsvert hærra en hún komst fyrir gosið 2000 og treysta vísindamenn sér ekki til þess að spá fyrir gosi með meira en klukkustunu fyrir gos. 


mbl.is Landið nú risið hærra en fyrir skjálftahrinuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilar of litlu ennþá.

Þótt tæknilega hafi reynst möglegt að fanga koltvísýring á fleiri en einn veg eru slíkar aðgerðir á byrjunarstigi og langt í land að það skili nægu.

Slá þarf í klárinn og betur  má ef duga skal.  


mbl.is Geyma koltvísýring á hafsbotni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband