Færsluflokkur: Bloggar

Færsla á Reykjanesskaga í allmörg ár.

Fyrir nokkrum árum rakst síðuhafi fyrir tilviljun á greinargerð hjá Landmælingum Íslands sem sýndi 18 sentimetra lækkun lands á orkuöflunarsvæðunum á Reykjanesskaga. 

Jafnframt þessu gekk sjór á land í Staðarhverfi fyrir vestan Grindavík. 

Þessi lækkun lands bendir til þess að mikil rányrkja eigi sér stað í gufuöflun í orkuverum sem vekur spurningar um áhrif þess á stððu hraunkvikunnar undir skaganum. 

 

Þrátt fyrir þetta heldur gufuöflunin áfram eins og ekkert sé, og framkvæmdaleyfi í Eldvðrpum er í fullugildi.

Hvað segja jarðfræðingarnir um þetta? 


mbl.is Svartsengi færðist til um heilan metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri dæmi um ofríki Bílastæðisjóðs. Hægt að fjarlægja þúsundir bíla!

Bílastæðasjóður á að vera þjónn borgaranna en ekki andstæðingur sem teldi það höfuðhlutverk sitt að beita valdi sínu sem freklegast. Eða það hefði maður haldið. 

Síðuhafi hefur tvívegis lent í svipuðum aðstæðum og greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is. 

Í fyrra skiptið hafði miðinn í glugganum fokið til á mælaborðinu vegna hvassviðris þannig að erfitt var að lesa á hann utan frá, en þegar að var komið var kominn stöðumælavörður, sem var byrjaður á skrifa á sektarmiða, þótt miðinn inn sýndi, að ennþá voru meira en 20 mínútur eftir af borgaða tímanum. 

Vörðurinn harðneitaði að taka þessi óræku sönnunargögn til greina og málið endaði á þeirri ofríkislúkningu að engu varð um þokað.RAF stæði v. Austurvöll. 

Hitt málið tengdist setningu nýrrar lagaumgjðrðar vegna skyldu fjölbýlishúsaeigenda til að sjá um uppsetningu sem tryggði aðgengi íbúa að rafmagni fyrir rafknúna bíla.  

Þótt fáum sé það kunnugt er hægt að kaupa rafbíla sem eru aðeins tveggja sæta og aðeins með möguleika á að nýta heimilisrafmagn með minna en tíu ampera straumi. Smæð þessara bíla og einfaldleiki er grunnurinn að lágu verði þeirra og ódýrum rekstri. 

Í ljós kom við athugun að ótrúlega einfalt og ódýrt var að skapa aðgengi fyrir litla rafbílinn inni á litlum stalli sem var innan við gangstéttina meðfram blokkinni á eignarlóð blokkarinnar. Fyrir hreina tilviljun var passaði stallurinn nákvæmlega fyrir bílinn. 

Þegar bíllinn stóð þar, losaði hann um bílastæði við húsið þar sem hægt var að hafa annan bíl í staðinn. 

Nú hefði maður haldið að það hefði verið almannahagur að leysa þetta mál á ótrúlega hagkvæman hátt. Stjórn húseigendanna tók þessu vel og lausnin virtist blasa við. 

En það var nú öðru nær. 

Fyrr en varði var kominn ellefu þúsund króna sekt á bilinn. 

Ný umferðalög voru öll túlkuð á ótrúlegan hátt sem gaf Bílastæðasjóði algert sjálfdæmi í málinu að sðgn talsmanna hans. 

Skyldi ég hafa mig hægan, því að samkvæmt nýju umferðarlðgunum, hefði Bílastæðasjóður heimild til að láta fjarlægja bílinn með lögregluvaldi á nóttu sem degi og gera hann upptækan! 

Talsmenn sjóðsins upplýstu glaðhlakkalegir að nýju lögin heimiluðu að alla bíla, sem stæðu utan við bílskúra mæetti meðhöndla á þennan hátt hvenær sem væri! 


mbl.is Bílastæðasjóður gaf út sektir á einkalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðasætið hægra megin að aftan.

Á áttunda áratug síðustu aldar var Ólafur Ragnarsson heitinn ritstjóri Vísis og fékk síðuhafa til að sjá um bílasíðu blaðsins. 

Meðal nýjunga í bílaprófunum var að fá sér hljóðstyrksmæli og mæla hávaðainn inni í bílnum á 70 km hraða á grófum malarvegi, mæla hámarkshraða bílsins á krappasta hluta Hagatorgsins og setjast´sem farþegi í hægra framsættið þannig stillt að stuðningur væri undir lærin, fersta sætið þar og máta síðan rýmið í hægra aftursætinu. 

Þetta geri ég enn í dag og í þessari prófun hefur komið í ljós sá vaxandi galli við rýmið í aftursætinu, að erfitt er að sttíga inn og út ur rafbílunum vegna þess rýmis sem rafhlöðurnar undir gólfinu stela frá fótarýminu. 

þetta er galli á flestum meðalstórum og smærri rafbílum. 

besta rýmið hingað til hefur mælst í Hyondai Ioniq 5, og í flokki smærri og ódýrari rafbíla hefur ORA 3ÖÖ komið skást út.  

Að öðru leyti stunda ég ekki eins umfangsmiklar bílaprófanir og forðum daga. 


mbl.is Þegar stærðin skiptir máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri-Boli og Síberíu-Blesi eru tvö öflugustu háþrýstisvæði heims.

Miðsvetrar, í janúar og febrúar, er stærsta háþrýstisvæði heim yfir Síberí, en það næst stærsta yfir Grænlandi. 

Nú erum  við að sigla inn í veturinn þar sem langlægsta lægð heims er að meðaltali suðvestur af Íslandi.  

Samspil hennar við stærstu hæðarsvæðin tvö veldur því, að að meðaltali eru vindar og fannfergi mest a jörðinni um háveturinn á Íslandi.  

Framhjá þessu verður ekki hægt að komast og því skást að sætta sig við það eins og kostur er. 


mbl.is Gæti snjóað nánast út í eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægi þess að geta hugsað á íslensku.

"Ég verð að kópa við liðið í ríkoverinu til að fókusera á tjalledsið".  

Þessi tilvitnuðu orð úr munni eins af bestu íþróttaþjálfuruum landsins um þjálfun hans á liði sem þarf að leika úrslitaleik, eru dæmi um eitt af viðsjárverðustu fyrirbærum þeirrar birtingar ofurveldis enskunnar, sem færist sífellt í vöxt. 

Þjálfarinn grípur æ oftar til þess ráðs, þegar hann tjáir hug sinn, að hugsa á ensku en ekki íslensku. 

Þarna er komin ljóslifandi varasamasta birtingarmynd ósigurs íslenskunnar fyrir enskunni, því að tap á heimavelli hjá fólki sem annars hefur alla burði til að tala vel á eigin móðurmáli án þess að hrasa i faðm ofurveldis enskunnar er dapurlegra en tárum taki. 


mbl.is Tungumálið „ákveðinn lykill að íslensku samfélagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt andvaraleysi ("þetta reddast") brýst víða fram þessa dagana.

Orðið andvararleysi kemur víða upp í hugann þessa dagana. Fyrir 65 árum var framkvæm sú stefna að láta eina vatnsleiðslu ofan af landi nægja fyrir allt kalt og heitt vatn fyrir Vestmannaeyjar. 

Ef einhver hefur þá heyrt lögmál Murphys nefnt á þeim tíma þá hefur verið teflt á móti henni hinni dásamlegu íslensku reglu, sem oft hefur verið lýst með orðunum "þetta reddast". 

Sem auðvitað var ávísun á þá frétt dagsins í dag að lýsa yfir neyðarástandi í vatnsveitumálum Vestmannaeyinga.  

Í viðtali við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra kemur fram að svo mikill skortur sé á raforku hér á landi nú, að ef aðeins ein virkjun í kerfinu, svo sem virkjunin í Svartsengi, falli út, verði allur raforkumarkaðurinn íslenski í uppnámi.  Með þessu fylgja misvísandi fréttir um að annars vegar sé þetta því að kenna að ekkert sé virkjað, en á móti frétt um að rannsókn sérstakrar nefndar á orkumálum leiði það í ljós að auðvelt sé enn að nýta virkjaða orku miklu betur og nýta ávinninginn af því. 

Benda má á ágætis pistil Bjarna Jónssonar um þetta efna.  


mbl.is Toppurinn á Keili hefur hreyfst til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn skortir á skilning á gildi ljósmynda og kvikmynda.

ÓLal dæmi finnast um gildi ljósmynda og kvikmynda í sögu þjóðarinnar, bæði gildi þeirra sem teknar hafa verið, en því miður líka fyrirbæri, sem hefðu getað orðið einstæð em heimildir og  myndnefni  ef þau hefðu verið mynduð í stað þess að vera bönnuð af akilningslausum yfirvöldum. 

Mynd Finnboga Rúts Valdiarssonar af líkum skipbrotsmanna af Pourouis pas? í fjörunni í Straumfirði á Mýrum 1936 er vafalaust mynd aldarinnar tuttugustu. 

Boð og bönn á ljósmyndir í Grindavík eru dæmi um skilningsleysi í ætt við það sem sýnt var í Súðavík 1995. Einstaka mistök ljðosmyndara réttlæta akkki alhæfingar sem birtast í valdafíkn í stórum stíl. 


mbl.is Ljósmynd Árna hefur farið víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30 ár síðan byrjað var að tala um Sundabraut en nú fyrst að rannsaka áhrifin.

Aldeilis er kostulegt að sjá viðtengda frétt á mbl.is um matsáætlun á framkvæmdum við Sundabraut og dæmigert að byrja fyrst nú hefja starfið þrjátíu árum eftir að fyrst var byrjað að tala um þá fyrirætlun að leggja þessa braut. 

Umfang málsins er slíkt að því fer víðsfjarri að hægt sé að láta tímaáætlun ganga upp. Var þó ekki á bætandi við allar tímatafirnar, sem orðið hafa á þeim þáttum verksins, sem varða tenginguna yfir Elliðavoginn. 


mbl.is Efast um að tímaáætlun standist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluti af "loftslagstrúboðinu"?

Eitt af því allra fyrsta, sem Donald Trump gerði að hugtaki, sem hann kom inn í alþjóðlega umræðu um loftslagsmál, var orðið "fake news", þ. e. falsfréttir. Undir þær féll allur fréttaflutningur af hlýnun loftslags á jðrðinni.  

Trump sakaði allt vísindasamfélag heimsins um að flytja skipulegar falsfréttir af loftslagsmálum, og hét því, að yrði hann kjjörinn forseti, myndi hann beita sér fyrir því að allir vísindamenn, sem flyttu fréttir af þessum málum, yrðu reknir, en "alvöru" vísindamenn ráðnir í staðinn.  

Ekki leið á löngu þar til "réttar" fréttir yrðu fluttar af einu sviði þessara mála um rafbíl í bíleageymsluhúsi í Stavanger, sem hefði vaodið stærsta bílahúsbruna á Norðurlöndum. 

Þessi frétt fékk mikið flug, og hér heima var því bætt við, að vegna neyðarástands, sem rafbílabrunar hér á landi myndu valda. væri íslenska slökkviliðið að æfa sérstaka og nýja slökkvitækni.  

Síðuhafi var einn þeirra viðmælenda, sem var kallaður daginn eftir neyaðarástandsfréttina um slökkviliðið og hafði þá komið í ljós, að það var ekki rafbíll, sem olli brunanum í Stavanger, heldur gammall Opeel Zaphira dísil. 

Í Þýskalandi kalla menn dísilbíla "selbstunder", þ.e. "sjálfsíkveikjubíll" af því að dísilbílar þurfa ekki neista til að kveikja í eldsneytisblöndunni.  

Ég benti þeim Bítísmönnum á, að allt orkukerfi eldsneytisknúinna bíla er með íhluti, sem tákna ald, svo sem kveikju, neistatappa (kerti), sprengihólf, brunahólf, eldsneyt, eldsneytisdælu, eldsneytisleiðslur, eldsneytisblöndung, eldsneytisgeymi... og minna mætti á að þegar skpipt var úr hestum yfir í bíla fyrir rúmum hundrað árum, þurfti slökkvilið þess tíma að æfa sig sérstaklega í að slökkva í hinum eldsneytisknúnu bílum, af því að það kviknaði ekki í hestunum.  

Heimir sagði mér að öll þessi nýja umræða um faæsfréttir ylli því, að óhlutdrægir fréttamenn væru neyddir til að trúa engu.    

Gagnrökin gegn því eru hins vegar þau, að það er einmitt það sem boðendrnir um falsfréttirnar vilja, þ. e. að kasta ryki og vafa á allan fréttaflutning.  

Ein af nýjustu fréttunum, sem efasemdarmenn tala um, er sú, að á vegum Sameinuðu þjóðanna sé í gangi gríðarlegt samssæmri um að skipta um mælingarstaði og jafnvel mælingatæki í þúsunda tali um allan heim til að bjaga niðurstöður mælinganna, sem eru undirstaða "loftslagstrúboðsins."

40 þúsund fífl hafi farið á Parísarfundinn á einkaþotum og ætli aftur á einkaþotum á nýjustu ráðstefnuna í Dubai.  

Litla sakleysislega fréttin um færslu snjómælinganna fyrir Veðurstofu íslands passar vel inn í fréttina um alþjóðlega mælingasamsærið". Þétting byggðar er jú hluti af "loftslagstrúboðinu". 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Snjódýptin er nú mæld á nýjum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesskaginn enn til alls vís?

Í sögu eldsumbrota á Reykjanesskaganum sést vel, hve óhemju stórt og samloðandi fyrir þetta eldfjallasvæði er og hve ófyrirséð og víðfeðm gosin geta orðið.   

Þessi mikla stærð gerir fyrirbærið í heild svo flókið að úr vöndu er að ráða fyrir vísindamenn til þess að reyna að spá í framvinduna í ólgu sem getur stundum staðið í nokkrar aldir samfellt. 

Það er því ósanngjarnt að gagnrýna þessa lykilmenn harðlega þæott þeim gangi erfiðlega að hitta á það rétta í spádómum sínum, heldur æti frekar að þakka þeim fyrir ómmetanlegt framlag til þekkingar og reynslu, sem hægt sé að móta og styðjast við.


mbl.is Stærsti skjálftinn í tæpa viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband