Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2014 | 10:25
Einföld sannindi sem allir ættu að þekkja.
Sykurfíknin er stórlega vanmetin þegar litið er á helstu fíkniefnavandamál nútímans.
Það var ekki fyrr en svonefndur kolvetniskúr komst í hámæli sem það luktist endanlega upp fyrir mér hve einföld sannindi liggja að baki líkamsþyngd.
Líkamaninn notar sykur og fitu til þess að geyma orku og brenna henni. Því meiri sem brennslan er, því minni hætta á að þyngjast.
Ef kolvetni, ég tala nú ekki um hvítasykur, sem er aðal fíkniefnið, eru étin í miklum mæli, annar sú neysla brennslunni og jafnvel vel það, þannig að afgangurinn verður að fitu.
Ef engin kolvetni eru étin er fitunni brennt til að gefa orku.
Niðurstaðan er einfalt reikningsdæmi: Engin kolvetni = fitubrennsla. Lítil kolvetni og mikil hreyfing = fitubrennsla.
Lítil kolvetni = Minni þyngdaraukning, jafnvel létting.
Þetta eru að vísu aðeins megin línurnar því dæmið er auðvitað flóknara, en samt það sem þarf að hafa í huga.
![]() |
Sigraðist á sykurfíkninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2014 | 08:11
Græðgisæðibunugangurinn.
Græðgisæðibunugangurinn við að framkvæma stærsta "túrbínutrix" Íslandssögunnar er smám saman að koma betur fram í dagsljósið.
Allar flóðgáttir opnuðust árið 2002 þegar ætt var af stað í risaframkvæmdum hvar sem því varð við komið.
Þrátt fyrir heitorð um það að Kárahnjúkavirkjun, stærsta framkvæmd Íslandsssögunnar, yrði eina stórframkvæmdin næstu fimm árin, var líka ætt af stað með mestu húsnæðisbólu sögunnar og stórfelldar stóriðjuframkvæmdir á Suðvesturlandi.
Reist var fáheyrt og rándýrt monthús yfir OR, og byrjaðar framkvæmdir á lóð nýs álvers í Helguvík, þótt alveg væri eftir að finna og tryggja orku til þess og aðeins búið að semja við tvo aðila af minnst tólf, sem þurfti að semja við vegna þessarar geggjunar.
Orkuna átti auðvitað að selja í samræmi við stefnuna "lægsta orkuverð í heimi" sem var gefin í upphafi stóriðjuæðisins.
Í því fólst þetta stóra túrbínutrix.
Reist var um það bil fimm sinnum stærri Hellisheiðarvirkjun en glóra var í, ef orkan átti að vera endurnýjanleg og standast kröfur um sjálfbæra þróun, fullyrt að búið væri að leysa öll mengunarvandamál, þótt þau séu enn óleyst, meira en áratug síðar.
Fáránlegast af öllu er að fyrsta embættisverk núverandi ráðherra orkumála á fyrsta starfsdegi sínum var að slá því föstu, að álver í Helguvík skyldi rísa, og að öll ríkisstjórnin skyldi skömmu síðar lýsa því yfir, að hún stefndi einróma að því að reisa álver þarna.
![]() |
Vill losna undan orkusölusamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2014 | 22:54
Komið ansi langt fram úr samkomulaginu á Möltu.
George Bush eldri og Michael Gorbasjof leiddu Kalda stríðið til lykta á fundi á Möltu þar sem Gorbasjof féllst á sameiningu þýsku ríkjanna og sjálfsákvörðunarrétt Austur-Evrópuþjóðanna gegn því að NATO yrði ekki þanið út til austurs.
Austur-Evrópuþjóðirnar þrýstu hins vegar á að fá að komast undir verndarvæng NATO til þess að tryggja það að Rússar gætu ekki leikið sama leikinn aftur varðandi það að drottna yfir nágrannaríkjum sínum í vestri eins og þeir gerðu í Kalda stríðinu.
Það var að vísu eðlilegt að þær brygðust svona við því að fá frelsi frá oki kommúnismans, en það verður að horfa á þetta tafl um Austur-Evrópu frá báðum hliðum en ekki aðeins frá hinum vestræna sjónarhóli.
Eftir afleiðingarnar af útþenslu áhrifa Þjóðverja í Austur-Evrópu fram að innrásinni miklu í Sovétríkin 1941 er ekkert óeðlilegt við það að Rússar eigi erfitt með að gleyma þessum aðdraganda þess að 20 milljónir Rússa fórust í hildarleik "Föðurlandsstríðsins mikla."
Vopnaskak og ófriðartal er ekki leiðin til þess að friður geti ríkt í þessum hluta Evrópu heldur mun það ýta undir aukna tortryggni og ótta sem er ekki það sem þessar þjóðir þurfa.
![]() |
Evrópuríkin þurfa að efla varnir sínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.8.2014 | 12:02
Misnotkun trúarbragða enn böl mannkynsins.
"Guð vill það!" er sagt að hafi verið heróp krossfaranna á miðöldum sem fóru í herferðir tll Miðausturlanda til "að höggva mann og annan."
Í bjartsýni upphafs síðustu aldar héldu margir að tækniframfarir nútímans myndu þoka trúarbrögðunum og áhrifum þeirra til hliðar og að þau heyrðu að mestu sögunni til á 21. öldinni.
En nú virðast spár um að þessi öld verði jafnvel verri enn nokkur önnur í þessum efnum vera að rætast, illu heilli.
Undir yfirskini trúarbragða veður hrein villimennska haturs uppi, því að í hinum viðamiklu trúarritum er hægt að finna setningar og kenningar, sem þar komust inn að fornu og eiga alls ekki við á okkar tímum.
Í krafti þessarar harðskeyttu bókstafstrúar er síðan borist á banaspjót og verst haga sér þeir einstaklingar og hópar, sem þykjast vera öllum öðrum fremur útvaldir þjónar Guðs.
![]() |
Nú deyjum við. Vertu sæll. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (57)
13.8.2014 | 10:11
Hver er sjálfum sér næstur.
Ebólufaraldurinn núna minnir um sumt á það þegar alnæmi varð fyrst vart á áttunda áratug síðustu aldar.
Það virtist vera bundið við lítt þekkta homma og vera ólæknandi, en algerlega háð ábyrgðartilfinningu hvers og eins hvort það breiddist út. Þar með var búið að afgreiða það og málið dautt, því það snerti bara einhverja tiltölulega fáa óæskilega óreiðumenn samkvæmt almenningsálitinu.
En þegar þekktir Hollywoodleikarar létust úr sjúkdómnum vildi svo til að sjálflur forseti Bandaríkjanna var Hollywoodleikari og þá breyttist tónninn og farið var að bregðast við af krafti.
Þetta gjörbreytti stöðunni og síðan breyttist hún enn frekar þegar í ljós kom að gagnkynhneigðir fengu líka veikina og að þetta var farið að nálgast allan almenning.
Síðan þá hefur orðið mikil breyting í baráttunni við sjúkdóminn og ótrúlegur árangur hefur náðst á Vesturlöndum miðað við það vonleysi sem var í upphafi.
Svipað gæti verið að gerast varðandi ebólufaraldurinn. Að minnsta kosti er samanburðurinn sláandi.
![]() |
Gefa 1.000 skammta af bóluefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2014 | 11:07
Íslenska innrásin færist í aukana. Mikill heiður.
Innrás Íslendinga í þýskan handbolta hófst fyrir nokkrum áratugum þegar Geir Hallsteinsson varð fyrstur Íslendinga til þess að gerast atvinnumaður þar í landi.
Geir heillaði Þjóðverja upp úr skónum sem leiknasti handknattleiksmaður og snillingur, er sést hafði handleika boltann.
Síðan liðu árin og smám saman fór Íslendingum að fjölga og í kjölfarið íslenskum þjálfurum, þar sem þremenningarnir Alfreð Gíslason, Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson hafa heldur betur slegið í gegn.
Það þarf ekki lítið til að útlendingur sé fenginn til þess að leiða sjálft þjóðarstoltið, landsliðið, í Þýskalandi.
Pað er fágætur heiður sem Degi Sigurðssyni og íslenskum handbolta og þjóð hefur hlotnast með ráðningu hans sem landsliðsþjálfara.
Til hamingju, Dagur! Til hamingju, íslenskir íþróttamenn!
![]() |
Dagur ráðinn þjálfari þýska landsliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2014 | 23:08
Sumar matvörur virðast viðkvæmari en aðrar.
Einn af eftirlætis mjólkurréttum mínum er Hrísmjólk. Þegar hún ný og hefur verið vel kæld frá upphafi finnst mér hún hið mesta hnossgæti.
En svo virðist sem hún sé afar viðkvæm gagnvart því að vera ekki kæld samfellt, því að stundum er hún orðin þrá í umbúðum sínum löngu fyrir síðasta neysludag.
Það er erfitt að kvarta yfir þessu við framleiðandann, því að um leið og búið er að opna dolluna, er búið að eyða sönnunargagninu, sem er ástand mjólkurinnar í óupptekinni dollu.
Í ofanálag er engin leið að sanna, að dollan hafi ekki lent í hita og þess vegna eyðilagst.
En ég er viss um að margir fleiri en ég hafa orðið fyrir þessu og ef ekkert verður gert tl að koma í veg fyrir að þetta gerist, á það eftir að reynast framleiðandanum dýrt.
Það fyndist mér synd, því þetta er svo góð neysluvara og gegnir að mínum dómi mikilvægu hlutverki í flóru mjólkurafurða.
Þess vegna er þessi ábending, sem einhverjir kynnu að kalla árás á hrísmjólkina gerð í þveröfugum tilgangi, til þess að hjálpa til við að efla gengi þessarar stórgóðu framleiðsluvöru, en til þess þarf að leysa það vandamál, sem lýst er hér að ofan.
Stundum kemur mér í hug að þær dollur, sem standa fremst í kælihillunum í verslunum, fái lakari kælingu en þær, sem standa innar.
Ég skora á verslunareigendur og framleiðendur að láta mæla hitann í hillunum bæði fremst og fyrir innan til þess að upplýsa það mál.
Skyr virðist þola betur geymslu en hrísmjólkin ef marka má hið misjafna ástand hrísmjólkurinnar.
Fróðlegt væri að heyra, hvort fleiri en ég hafa þessa reynslu, en ég hef verið ákafur aðdáandi þessarar vöru um árabil.
![]() |
Hreinlæti og kæling grundvallaratriði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
11.8.2014 | 18:30
Norðanáttin er hlý fyrir norðan.
Nú er gott veður í Reykjavík og það ætlar að leggja alla fjölmiðla á hliðina.
En það er líka veður í öðrum landshlutum og fyrst á annað borð er spjallað um veður má geta þess að hér fyrir austan og norðaustan þar sem ég er núna á ferð, muna menn ekki eftir því að ár eftir ár komi hlýjar norðanáttir og rakar, líkt um sunnanvinda sé að næta og næturnar séu hlýjar.
Hér um árið var venjan sú að það væri skítkalt á norðanverðu landinu ef hann blés á norðan en nú eru komin það mörg sumur með hinu gagnstæða, að þetta virðist ætla að verða svona áfram.
Þótt ekki falli hitamet í hrönnum er munurinn sá að það eru miklu jafnari hiti á nóttu og degi en menn muna eftir.
![]() |
Sólríkur dagur á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.8.2014 | 15:17
Næstum því "óhugnanleg" tækni.
Ég er að ferð með kvikmyndatökumönnum sem hafa tekið kvikmyndir af ýmsum skurðaðgerðum og gefið mér lýsingar á þeirri upplifun að sjá slíkt.
Þegar maður er búinn að heyra þær eykur það bjartsýni og hrifningu á starfi þeirra lækna, sem þetta gera.
Aðferðirnar eru lygilegar, viðfangsefnið skoðað með fullkominni tækni þar sem ferðast er um það kerfi líffæra sem líkamar okkar eru, viðfangsefnið greint og læknismeðferðin valin.
Síðan eru tekin upp verkfæri, sem eru nánast eins í meginatriðum og gróf verkfæri manna, sem starfa við viðgerðir á hvers kyns hlutum, svo sem húsum og bílum, og teknar upp sagir af ýmsum toga, svo sem hjólsagir, auk meitla, hamra, þjala, hnífa o. s. frv.
Fyrir þá, sem eiga í vændum að fara í svona aðgerðir getur groddaleg lýsing á svona aðgerðum vakið óhug, en hvað okkur Helgu varðar, eykur hún aðeins bjartsýni, aðdáun og þakklæti í garð þeirrar mannúðarstarfsemi sem heilbrigðisstéttirnar stunda.
![]() |
Mörg þúsund láta laga í sér sjónina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2014 | 19:37
Tunglið var fyrsta örstutta skrefið, - mars verður fyrsta stökkið.
Tunglferðirnar fyrir rúmlega 40 árum voru stórt skref í framfarasókn mannkynsins eins og orð Neil Armstrongs orðaði það við að stíga fyrsta skrefið þar 1969.
Þó var þetta "risastóra skref" aðeins örstutt miðað við það stökk, sem fyrstu ferðir manna til mars geta orðið.
Ástæðan er einföld. Ekki er vottur af lífi, hvorki áður né nú né lífsmöguleikum á tunglinu en hvort tveggja er möguleiki á mars.
Þegar fyrir 15 árum var því slegið föstu að fyrsta búseta mannsins utan jarðarinnar gæti orðið á mars.
Við Íslendingar tengdumst tunglferðum vegna æfingarferðar tunglfaranna til Öskju 1967, en alþjóðasamtök áhugafólks um marsferðir hefur þegar valið sér æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í Gjástykki.
Það verður hins vegar borin von um að nýta það á hliðstæðan hátt og gert var vegna tunglfaranna í Öskju 1967, ef í Gjástykki rís ígildi Hellisheiðarvirkjunar. En nefnd um skipulag hálendisins hefur einróma ákveðið að gera svæðið að iðnaðar- og virkjunarsvæði og landeigendurnir sömuleiðis.
Tunglfararnir hefðu ekki komið í Öskju ef þar hefði verið risið jarðvarmaorkuver með stöðvarhúsi, skiljuhúsi, borholum, gufuleiðslum og vegum 1967.
Gjástykki tekur að sumu leyti Öskju fram sem náttúruvætti og hinn einbeitti vilji um að virkja á jarðvarmasvæði, sem sett var í biðflokk rammaáætlunar, bendir til að Askja og Kverkfjöll geti komist á aftökulista virkjanafíklanna hvenær sem er.
![]() |
NASA býr til súrefni á Mars 2021 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)