Færsluflokkur: Kvikmyndir
9.4.2021 | 22:58
Sérkennilegt mat Íslendinga á mismunandi rafknúnum farartækjum.
Þegar tvær verslanir hófu að selja mismunandi rafknúin hjól í fyrra, var hjá þein báðum um að ræða val fyrir kaupendur á milli mismuandi gerða.
Þegar fylgst var með sölunni í upphafi hjá öðru þeirra, Húsamiðjunni, stóð valið á milli þess að kaupa annað hvort rafskútur eða kaupa rafknúið léttbifhjól, sem oft eru ranglega kölluð vespur, því að Vespa er aðeins ein tegund af slíkum hjólum.
Magnað var að sjá misjafnt mat fólks á þessum hjólum.
Fólk þyrptist um rafskúturnar en leit ekki við rafknúna léttbifhjólinu.
Svipað var uppi á teningnum í verslunum Elko.
Þar var hægt að velja á svipaðan hátt og í Húsasmiðjunni, en þó á þann veg, að um þrjár mismunandi gerðir af svipaðri stærð var velja hvað varðandi rafknúnu léttbifhjólin hjá Elko; ein tegundin var með vespulagi en hinar tvær voru með "retro"lagi og litu svipað út og mótorhjól frá sjötta áratug síðustu aldar.
En í meginatriðum var hegðun hugsanlegra kaupemda svipuð hjá báðum þessum seljandum. Rafskúturnar seldustu í margra þúsunda tali en hins vegar margfalt færri rafknúin léttbifhjól.
Og þar kom annað í ljós varðandi einstaklegan sérkennilegan smekk Íslendinga; "retro"hjólin seldust miklu betur heldur en vespulaga hjólin!
Þegar lagst var í rannsóknarvinnu á þessu og notagildi farartækjanna, kon aldeilis kostuleg ástæða í ljós: Kaupendum "retro" hjólanna fannst þau svo töff og flott, en gátu hins vegar ekki hugsað sér að láta sjá sig á jafn barnalegu hjóli og rafvespunni, sem þó er mun notadrýgri!
Hún var meia að segja í augum þessara viðmælanda miklu barnalegri en hlaupahjólin!
Er það þveröfugt við það sem gildir í borgum Evrópu þar sem vespulaga léttbifhjól seljast svo vel, að þau eru forsenda fyrir því að umferðin þar fari ekki endanlega í algeran hnút.
Kostur slíkra hjóla er líka sá, að á þeim er mun betra skjól fyrir ökumann fyrir vindi og úrkomu og einnig mun meiri möguleikar á að hafa með sér farangur.
Á ódýrara ofannefnda "retro" hjólinu er hvorki hægt að festa farangurskassa aftast á hjólið né hafa neitt farteski með sér í auða rýminu milli sætis og stýris eins og til dæmis sést á gulum poka á hjólinu við Gullfoss, þegar Gullni hringurinn var farinn á því síðastliðið haust.
200-300 rafskútur á landsbyggðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)