TIL HAMINGJU, ÁRNI FINNSSON.

Þegar Íslendingar vekja athygli og fá viðurkenningu erlendis er það gott fyrir okkur vegna þess að bæði leiðir það athygli heimsins að okkar málum og varpar ljósi á það að á 21. öld getur enginn verið eyland. Árni Finnsson hefur staðið vaktina staðfastlega og einarðlega um langa hríð í umhverfis- og náttúruverndarmálum og þess vegna er ástæða til að óska honum til hamingju.

Nöturlegt er að sjá suma í bloggheimum hafa þetta á hornum sér. Þeir hafa nefnt það fólk "atvinnumótmælendur" sem reynt hefur af veikum mætti að andæfa áformum og framferði manna sem neyta yfirburða í skjóli valda, aðstöðu og fjár.

Helstu forsvarsmenn virkjana- og stóriðjufíklanna eru í vellaunuðum embættum við þá iðju en þeir eru víst ekki "atvinnustóriðjusinnar".

Svona umræða er á lágu plani og hittir þá fyrir sem draga málin þangað niður.

Enn og aftur, Árni Finnsson, til hamingju! Þótt átt svo sannarlega skilið að fá þessa viðurkenningu!


Bloggfærslur 16. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband