TIL HAMINGJU, ÁRNI FINNSSON.

Þegar Íslendingar vekja athygli og fá viðurkenningu erlendis er það gott fyrir okkur vegna þess að bæði leiðir það athygli heimsins að okkar málum og varpar ljósi á það að á 21. öld getur enginn verið eyland. Árni Finnsson hefur staðið vaktina staðfastlega og einarðlega um langa hríð í umhverfis- og náttúruverndarmálum og þess vegna er ástæða til að óska honum til hamingju.

Nöturlegt er að sjá suma í bloggheimum hafa þetta á hornum sér. Þeir hafa nefnt það fólk "atvinnumótmælendur" sem reynt hefur af veikum mætti að andæfa áformum og framferði manna sem neyta yfirburða í skjóli valda, aðstöðu og fjár.

Helstu forsvarsmenn virkjana- og stóriðjufíklanna eru í vellaunuðum embættum við þá iðju en þeir eru víst ekki "atvinnustóriðjusinnar".

Svona umræða er á lágu plani og hittir þá fyrir sem draga málin þangað niður.

Enn og aftur, Árni Finnsson, til hamingju! Þótt átt svo sannarlega skilið að fá þessa viðurkenningu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Ekki væri nú verra að fá nokkur dæmi um afrekin.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.10.2007 kl. 01:06

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"....manna sem neyta yfirburða í skjóli valda, aðstöðu og fjár".

Afhverju segirðu þetta ekki eins og það er? Yfirburða meirihluti í lýðræðisþjóðfélagi, þýðir að sá meirihluti hefur völd. Fylgismenn þínir eru 4% og þess vegna hefur þú engin völd. Aumt hlutskipti fyrir þig, en svona er þetta bara.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2007 kl. 02:13

3 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Gunnar Th., þú verður að viðurkenna að þeir sem eru í minnihluta hafa fullan lýðræðislegan rétt til að láta skoðanir sínar í ljós. Meira en það, þeir eiga ekki að þurfa að verða fyrir stöðugu áreiti vegna skoðana sinna.

Það er skylda í lýðræðisþjóðfélagi að hlusta á allar skoðanir og taka tillit til þeirra.

Brynjar Hólm Bjarnason, 17.10.2007 kl. 08:22

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Yfirburðirnir" sem ég vitnaði til eru ekki alltaf í skjóli yfirburða fylgis. Stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði enga yfirburði fylgis, - lá bæði í kosningum og skoðanakönnunum rétt við 50 prósentin. Fráleitt er þess vegna hjá Gunnari að tala um fylgishlutföllin 96 prósent á móti 4 prósentum.

Það var langur ferill í skjóli valda, aðstöðu og fjár sem gerði tveimur mönnum kleift að ganga gegn vilja 70 prósent þjóðarinnar í Íraksmálinu og ganga gegn þeim stóra meirihluta, - þeir voru orðnir svo vanir að beita aðstöðu sinni.

Ómar Ragnarsson, 17.10.2007 kl. 10:03

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að sjálfsögðu meiga ALLIR láta skoðanir sínar í ljós, en það má líka gagnrýna skoðanir. Skoðanakannanir eru ekki réttmæt mælistika á hvort valdahlutföll séu eðlileg eða ekki. Fylgi sveiflast frá degi til dags í skoðanakönnunum. Stjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks átti á tímabili yfir 60% fylgi þjóðarinnar í skoðanakönnun.

 Andstaðan við Kárahnjúkaframkvæmdirnar var yfir 70% á tímabili, þegar hver bomban af annari féll frá andstæðingunum án teljandi andsvara frá stjórnvöldum og Landsvirkjun. Sú prósenta breyttist hratt fylgjendum framkvæmdanna  í vil þegar raunverulegar staðreyndir fóru að skyggja á fabúleringarnar og getgáturnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband