HVE LANGT NÆR BLOGGFRELSIÐ?

Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur orðið fyrir miklu ónæði og legið undir ámæli á marga lund fyrir bloggfærslur sem birst hafa undir nafninu Raxi þótt bloggarinn heiti alls ekki nafni sem tengist þessu bloggnafni hans. Ragnar hefur neyðst til að birta athugasemd þess efnis að hann tengist á engu þátti þessu bloggi en þá virðast ýmsir fyrtast við að Raxi telja sig hafa einkaleyfri á þessu heiti. 

Svo virðist sem sumir telji að taka hver sem er hafi frelsi til að nota nöfn eins og Raxi, Megas eða Bogomil sem aðeins þekktir einstakir menn hafa notað og engir aðrir hafa borið. 

Með slíku "gríni" er skapaður misskilningur, leiðindi og vandræði í nafni frelsisins og amast við því ef þeir sem fyrir þessu verða reyna að víkja frá sér ábyrgð á þeim. 

Ég spyr: Hvar er hugrekki manna sem nota nöfn annarra til að birta hvað sem þeim sýnist? Hvers vegna þora þessir menn ekki að standa sjálfir við eigin skoðanir.  


Bloggfærslur 7. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband