HVE LANGT NÆR BLOGGFRELSIÐ?

Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur orðið fyrir miklu ónæði og legið undir ámæli á marga lund fyrir bloggfærslur sem birst hafa undir nafninu Raxi þótt bloggarinn heiti alls ekki nafni sem tengist þessu bloggnafni hans. Ragnar hefur neyðst til að birta athugasemd þess efnis að hann tengist á engu þátti þessu bloggi en þá virðast ýmsir fyrtast við að Raxi telja sig hafa einkaleyfri á þessu heiti. 

Svo virðist sem sumir telji að taka hver sem er hafi frelsi til að nota nöfn eins og Raxi, Megas eða Bogomil sem aðeins þekktir einstakir menn hafa notað og engir aðrir hafa borið. 

Með slíku "gríni" er skapaður misskilningur, leiðindi og vandræði í nafni frelsisins og amast við því ef þeir sem fyrir þessu verða reyna að víkja frá sér ábyrgð á þeim. 

Ég spyr: Hvar er hugrekki manna sem nota nöfn annarra til að birta hvað sem þeim sýnist? Hvers vegna þora þessir menn ekki að standa sjálfir við eigin skoðanir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hver er að nota nöfn annarra? það er örugglega til maður einhversstaðar sem kallar sig Rax og hefur alltaf gert, þegar hann svo byrjar með bloggsíðu notar hann sína upphafsstai eða sitt logo eins og sagt er, Rax myndamaður verður bara að sætta sig við að hann er ekki einn í heiminum, ég á t.d. bella og er endalust að fá póst héðan og þaðan frá fólki sem heldur að það sé að senda á einhverja bellu sem það þekkir, ég sendi bara kurteislega til baka að viðkomandi athugi adressuna. Enginn á neitt nema nafnið sitt og ef það er eins og hjá einhverjum öðrum þó svo frægur sé, er ekkert bannað að nota sitt nafn

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 00:58

2 identicon

Náunginn er víst kallaður Raxi af félögum sínum. Hversu langt nær nafnafrelsið spyr ég nú bara? Ég heiti Erla og kölluð erla perla á blogginu og það eru margar aðrar Erlu-perlur í gangi í bloggheiminum og ekki mitt að spá í það hvað sem þær tjá sig um. Frægar eða ekki.

Kv,

Erla

Erla (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 01:41

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég er sammála Ómari,ég held að þeir sem ekki þora að koma fram undir fullu nafni eigi mjög lítið erindi ínn í svona umræður,það er þægilegt að geta verið með alskonar skens og geta svo skýlt sér á bak við nafnleyndina.Hvort sem þessi maður hefur verið eða er kallaður Raxi veit ég ekkert um,veit hinsvegar að Ragnar Axelsson hefur notað þetta síðan fóru að birtast myndir eftir hann,og það vita allir hver hann er,og halda þaraf leiðandi að hann sé höfundur greina sem hann hefur ekki skrifað.Ég gæti alveg kvittað undir með nafninu Erla ef ég kærði mig um það,en ég heiti ekki Erla.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 7.10.2007 kl. 08:31

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Alveg sammála þér Ómar.  Af hverju er ekki gerð sú krafa á Moggablogginu að það sé samfélag siðaðra og að allir skrifi undir fullu réttu nafni?  Geta eigendur vefsetursins ekki gert slíka kröfu sem virðist svo sjálfsögð!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 7.10.2007 kl. 08:33

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sumir hanga í þeirri þráhyggju að þeir hafi LEYFI til þessa og hins. Vel má vera að fyrir því megi finna rök að umræddur maður hafi verið kallaður Raxi í þröngum hóp. Hitt er spurning hversvegna honum er annt um að vera talinn vera einhver annar en hann er?

Árni Gunnarsson, 7.10.2007 kl. 10:34

6 Smámynd: ViceRoy

Ég verð nú að segja að mér blöskrar þetta eilítið. Af hverju ætti þess Raxi (bloggarinn) ekki að fá að blogga undir þessu nafni? Því einhver frægur maður kallar sig það? Hvað kemur það málinu við?  Var þessi maður hins vegar að blogga með það í huga að fólk teldi hann vera hinn sanni Raxi? Það væri allt annað mál.

Eins og Bubbi... ef þú bloggar undir nafninu Bubbi og ert músíkant en ert ekki Bubbi Morthens, á þá Bubbi einhvern rétt á að láta loka blogginu? Fullt af mönnum sem eru kallaðir Bubbi... Við vitum ekkert um það hvort einhver annar sé t.d. kallaður Megas eða Bogomil.  Menn fá skrýtnustu viðurnefni út af enn skrýtnari ástæðum, og það fólk hefur fullan rétt á að kalla sig það opinberlega hvort sem einhver annar frægur beri nafnið.

En eins og ég sagði, það er annað mál ef hann bloggaði undir nafninu og þykist vera hins eini sanni.  Það tek ég undir með þér Ómar en ef hann gerði það ekki, þá er ég engan veginn sammála

ViceRoy, 7.10.2007 kl. 15:01

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvaða fólk er þessi Erla og þessi Sæþór? Tek undir með Baldri Kristjánssyni.

Sigurður Hreiðar, 7.10.2007 kl. 19:53

8 Smámynd: Andrés Magnússon

Ragnar Axelsson er að öðrum ólöstuðum fremsti ljósmyndari þjóðarinnar. Hann merkir myndir sínar RAX, en hefur áratugum saman gegnt nafninu Raxi. Þegar einhver delerant fór að blogga undir því nafni hafði Ragnar af því ónæði, en hann er prúður maður, svo hann lét sér nægja að gefa út þessa yfirlýsingu, til þess að fyrirbyggja misskilning. Alveg eins og alnafnar hafa stundum þurft að gera. Ég skil ekki í því að nokkrum manni detti í hug að álasa Ragnari fyrir þau hófstilltu viðbrögð. Hann hefði getað gengið lengra og staðið á rétti sínum vegna listamannsnafns síns.

Í þessu samhengi má rifja upp að Guðmundur nokkur Guðmundsson tók sér á sínum tíma listamannsnafnið Ferro (járnkarlinn eða eitthvað í þá veru), en franskur málari að nafni Ferrault mótmælti og taldi nöfnin of lík þegar þau væru sögð upphátt. Guðmundur féllst á þetta og hefur síðan notað nafnið Erró.

Það er eitt að skrifa undir nafnleynd, en annað að vera að villa á sér heimildir. Hið fyrra gera menn í sjálsvörn, en hið síðara er í besta falli til þess að notfæra sér það nafn, sem aðrir hafa getið sér.

Andrés Magnússon, 7.10.2007 kl. 23:39

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nafnlaus skrif eiga ekki að líðast. Ég hef þá einföldu reglu að svara ekki nafnlausum innleggjum.

Ef einhver sem  hefur eitthvað merkilegt að segja er ekki maður til að segja það undir sínu rétta nafni á hann bara að halda sér saman.

Theódór Norðkvist, 7.10.2007 kl. 23:46

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Andrés: Guðmundur féllst ekki áþetta heldur var hann dæmdur til þess að hætta að nota nafnið. Hann breytti því nafninu nauðugur. Á nöfnunum Erró og Ferro munar bara einum staf líkt og Rax og Raxi

Ragnar (Rax)er búinn að koma  á framfæri að viðkomandi blogg (Raxi) er honum ótengt og er þá ekki málið dautt? Óttaleg viðkvæmni er þetta. Merkilegheit ef þið spyrjið mig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2007 kl. 01:31

11 identicon

Enginn veit með vissu hver skrifar í netheimum, varla í blöðum heldur. Gera verður greinarmun á því að skrifa undir dulnefni og að villa á sér heimildir.

Eftir því sem Rómverji fær best séð, þá skeyta margir lítt um skömm eða heiður þótt þeir skrifi undir meintu eiginnafni, rétt feðraðir og mæðraðir.

Margir skrifa bæði undir fullu nafni og dulnefni, stundum fleiri en einu. Baldur og Ómar ættu að prófa dulnefnið sér til gamans. Tæplega breyttust þeir í orðljóta mannorðsþjófa við það.

Rómverji (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:08

12 Smámynd: HP Foss

Er ekki fullmikið að staðhæfa að maðurinn hafi ákveðið að kalla sig Raxa á blogginu en hafi ekki gert það áður? Ég ruglaði honum eitt sinn við Rax en Raxi var frekar pirraður útí mig fyrir það, ekki var nú áhugi hans á Rax meiri en það.

Mér finnst að þessi Yfirlýsing Rax hefið mátt vera betur orðuð, eða að Mogginn hefði kallað þá saman, Raxa og Rax og birt mynd af þeim og allt hefði geta verið í bróðerni. En það er nú svo gott að sjá hlutina eftirá. Hmm?

HP Foss, 8.10.2007 kl. 18:44

13 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Mér finnst að allir sem skrifa pistla hér inn á mbl blogginu ætti að skrifa undir réttu nafni ekki dulnefni.  Þeir sem er með dulnefni geta ekki treyst á að þeir séu teknir alvarlega.

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 9.10.2007 kl. 08:40

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef bloggarinn góði hefði skrifað undir nafninu Raggi hefði það verið allt í lag því Raggarnir á Íslandi eru líklega þúsund og því gat enginn misskilningur orðið vegna þess. 

Ef Jón Gunnar Grétarsson byrjaði að blogga undir nafninu Jón Gnarr yrði það afar óheppilegt vegna þess að þótt Jón Gnarr heiti líka Jón Gunnar hefur aðeins einn Íslendingur fram að þessu notað nafnið Jón Gnarr.

Sama er að segja um Megas. Það eru til margir fleiri en hann sem heita Magnús Jónsson en Megas er sá eini þeirra sem hefur notað nafnið Megas.

Mér finnst það bera vott um skort á hugmyndaauðgi ef menn sem eru í þörf fyrir annað nafn en þeir heita geta ekki fundið upp nafn sem ruglar þeim ekki saman við aðra.  

Ómar Ragnarsson, 9.10.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband