EKKI HRÆDDIR VIÐ LÝÐRÆÐI.

Dönsk kosningalög bera það ekki með sér að flokkur sem fær 3,3% fylgi séu álitinn slík ógnun við lýðræðið að rétt sé að meina honum að fá þingmenn nema fylgið sé yfir 5%. Ny alliance fær fimm þingmenn samkvæmt útgönguspá út á um 3% fylgi og gæti þessi nýi flokkur haft úrslitaáhrif á stjórnarmyndun.

Hræðsluáróðurinn fyrir kosningarnar hér heima í vor um að atkvæði greidd I-listanum myndu falla dauð kom í veg fyrir að þingfylgi listans væri í samræmi við kjörfylgi hans.

Eftir á að hyggja sést að líklegustu möguleikarnir hefðu orðið tveir ef Íslandshreyfingin hefði komið mönnum á þing.

Annar vegar sá að stjórnarandstaðan hefði myndað stjórn og stjórnin farið frá. Það hefði orðið mjög tæpur meirihluti en kannski eðlilegasta útkoman miðað við það mynstur í mörgum nágrannalöndum að stjórnarandstaðan taki við stjórnataumunum ef stjórnin missir meirihluta sinn. 

Hitt virðist sennilegra þegar litið er á það sem gerðist eftir kosningarnar, að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hefðu myndað núverandi stjórn úr því að ekki var mynduð stjórn með Framsóknarflokknum. 

Þá segja kannski sumir: Þingfylgi I-listans hefði þá hvort eð er engu breytt.

Það breytir að mínum dómi ekki því að framboðilistarnir við síðustu kosningar fengu ekki þingfylgi í samræmi við kjörfylgi og það getur seint talist fullkomið lýðræði.

Um þessar mundir er fylgi Frjálslyndra í kringum 4% í skoðanakönnunum og enda þótt lítið fylgi í skoðanakönnunum á milli kosninga þýði ekki að það verði áfram svo lítið í næstu kosningum, - Frjálslyndir hafa áður átt á brattann að sækja á milli kosninga en sótt í sig veðrið í kosningunum, -  þá gæti sú staða komið upp í kosningum hér að tveir 4% flokkar fengju engan þingmann og atkvæði 8% kjósenda féllu niður dauð.

Ekki er að sjá að flokkafjöldinn í Danmörku hafi reynst Dönum illa, - Danir virðast einfaldlega ekki hræddir við litla flokka.

5% þröskuldurinn í Þýskalandi mun hafa verið settur til að hamla því að nýnasistar kæmust á þing. Það er erfitt að skilja að framboð á Íslandi með á bilinu 2 - 5% séu samsvarandi ógn við lýðræðisþjóðfélag okkar og nasistar í Þýskalandi.  

 


mbl.is Fogh verður að treysta á Khader
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU, ÞORGERÐUR KATRÍN !

Alveg eins og Bernhöftstorfan og Laugavegurinn eru ekki einkamál Reykvíkinga eru hin nýfriðuðu hús á Akureyri ekki einkamál Akureyringa. Það blés ekki byrlega í þessu máli þegar ég skrifaði pistil um það í sumar en nú er von, þökk sé þeim sem standa að þessari friðun. Hótel hafa miklu meiri skírskotun til fólks um allt land og í öðrum löndum en flestar aðrar byggingar af augljósum ástæðum. Hótel eru ekki bara menningarminjar heldur þrungin menningarminningum.
mbl.is Þrjú hús friðuð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband