"EYLAND Í ORKUKERFINU - ÁHÆTTA."

Þessi tvö orð eru tekin úr skýrslu lögfræðings Landsvirkjunar þar sem hann telur upp helstu galla Kárahnjúkavirkjunar til þess að koma þeim eigendum vatnsréttinda niður á jörðina sem héldu að þetta væri svo pottþétt framkvæmd. Vegna sjö mánaðar seinkunar á sölu rafmagns frá Kárahnjúkavirkjun verður álverið í Reyðarfirði að treysta á það fram á útmánuði að fá allt það tiltæka rafmagn til sín sem hundur frá byggðalínunni getur flutt til þess.

Stærri bilun í kerfinu syðra yrði því slæmt mál fyrir Alcoa vegna þess að álverin syðra hafa forgang að orkunni frá suðvesturlandi. Á útmánuðum minnkar áhættan ekki heldur vex, því að þá á Kárahnjúkavirkjun ein að útvega allt rafmagn til Alcoa og verði bilun í Kárahnjúkavirkjun afkastar hundurinn frá byggðalínunni aðeins litlu broti af því rafmagni sem þarf.

Þessu ástandi var lýst í skýrslu Landsvirkjunar á þann hátt að Kárahnjúkavirkjun væri "eylandi í orkukerfinu."

Á teikniborðinu ligga áætlanir um lagningu stórrar línu vestur um hálendið og suður Sprengisand til virkjananna við Þjórsá.

Það verður hins vegar erfitt fjárhagslega að fara út í þá framkvæmd eftir að ljós hefur komið samkvæmt orðum Guðmundar Péturssonar hjá Landsvirkjun að milljarðarnir umfram kostnaðaráætlun séu farnir að hrannast upp.

Einnig hentar það ekki í augnablikinu að fara út í slaginn varðandi það að njörva stóran hluta hálendisins niður í nýjar háspennulínur en þessi áætlun liggur enn jafn fersk fyrir og áætlunin um Norðlingaölduveitu sem er að eins "á ísi" en hefur ekki verið blásin af.  

En þegar og ef stór bilun verður í kerfi Kárahnjúkavirkjunar verður "eylands"lýsingin notuð til að stilla mönnum upp við vegg: Viljið þið þetta áhættuástand áfram eða ekki?

Og þá mun rætast draumurinn um að byrja að njörva hálendið niður í línur og vegi, draumurinn sem sést svo vel í tölvumyndinni sem sýnd hefur verið með öðrum slíkum af Kárahnjúkavirkjun þar sem stóru flutningabílarnir bruna yfir Kárahnjúkastíflu á leið vestur Gæsavatnaleið  og Sprengisand á malbikuðum upphleyptum vegi.  


mbl.is Rafmagnstruflun stöðvaði álframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband