7.12.2007 | 23:09
ER ENGINN HÆFUR TIL AÐ SEGJA SANNLEIKANN?
Gamalkunnar röksemdir um hræsni sjást nú á kreiki um Al Gore. Hann má ekki segja hinn óþægilega sannleika um gjörðir manna við að sóa auðlindum jarðar og menga lofthjúpinn af því að hann lifir í umhverfi þar sem þetta er stundað. Á sínum tíma var ráðist á Héðin Valdimarsson fyrir það að hann væri vel stæður forstjóri og því mætti hann ekki berjast fyrir kjörum verkamanna af því að hann væri hræsnari. Ég trúi mátulega fullyrðingum þessara manna um að Gore aki um daglega á stórum og eyðslufrekum jeppa því að sjálfur hef ég verið sakaður um hræsni fyrir það sama þótt ég aki meira en 90% af akstri mínum á minnstu, ódýrustu og sparneytnustu bílum sem hægt er að finna hér á landi. Efst á lista fólks sem ekki má samkvæmt þessu hafa skoðanir og tjá sig um þær varðandi þessi mál eða kjör hinna lægst launuðu: Forseti Íslands, félagsmálaráðherra, biskup Íslands, formaður BSRB, o. s. frv. Samkvæmt þessum gamalkunna áróðri má ekkert af þessu fólki berjast fyrir þessum málum. Aðeins er hægt að draga eina ályktun af svona skrifum: Þeir sem svona skrifa vilja að þeir sem segi inn óþægilega sannleika búi við svo slæm kjör að þeir hafi engin tök á að láta að sér kveða. Ég get ekki séð neitt annað sem búi að baki. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2007 | 12:47
FORSENDUR, HEPPILEGA OG HAGRÆDD GÖGN RÁÐA.
![]() |
Ísland í fremstu röð í umhverfismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)