ER ENGINN HÆFUR TIL AÐ SEGJA SANNLEIKANN?

Gamalkunnar röksemdir um hræsni sjást nú á kreiki um Al Gore. Hann má ekki segja hinn óþægilega sannleika um gjörðir manna við að sóa auðlindum jarðar og menga lofthjúpinn af því að hann lifir í umhverfi þar sem þetta er stundað. Á sínum tíma var ráðist á Héðin Valdimarsson fyrir það að hann væri vel stæður forstjóri og því mætti hann ekki berjast fyrir kjörum verkamanna af því að hann væri hræsnari.

Ég trúi mátulega fullyrðingum þessara manna um að Gore aki um daglega á stórum og eyðslufrekum jeppa því að sjálfur hef ég verið sakaður um hræsni fyrir það sama þótt ég aki meira en 90% af akstri mínum á minnstu, ódýrustu og sparneytnustu bílum sem hægt er að finna hér á landi.

Efst á lista fólks sem ekki má samkvæmt þessu hafa skoðanir og tjá sig um þær varðandi þessi mál eða kjör hinna lægst launuðu: Forseti Íslands, félagsmálaráðherra, biskup Íslands, formaður BSRB, o. s. frv.

Samkvæmt þessum gamalkunna áróðri má ekkert af þessu fólki berjast fyrir þessum málum.

Aðeins er hægt að draga eina ályktun af svona skrifum: Þeir sem svona skrifa vilja að þeir sem segi inn óþægilega sannleika búi við svo slæm kjör að þeir hafi engin tök á að láta að sér kveða. Ég get ekki séð neitt annað sem búi að baki.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert grínari og átt ekkert að vera að skipta þér af svona málum Ómar minn ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru engar gróusögur að Al Gore hefur ferðast mikið um á einkaþotum, t.d. þegar hann var að selja áróðursmynd sína.

Það var hinsvegar sprenghlægilegt þegar hann tók upp á því að ferðast með almenningsvögnum og lestum og gekk meira að segja síðasta spölinn að hótelinu sínu þegar hann kom til Óslóar í dag. Þetta gerir hann einmitt vegna gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að vera óumhverfisvænn. Hvern heldur hann sig vera að blekkja? Jú, Ómar Ragnarsson kannski.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 02:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Grínarar" hafa alveg jafn mikinn rétt til að hafa skoðanir og aðrir. Minni á setningu úr einu leikrita Shakespeares: "Betra er viturt fífl en flónskur vitringur."

Ómar Ragnarsson, 9.12.2007 kl. 06:52

4 Smámynd: Einar Örn Guðmundsson

Þó svo að einhver sé hræsnari þá þýðir það ekki að hann hafi rangt fyrir sér eða sé ófær um að berjast fyrir málstaði sem tengist hræsninni hans.

Einar Örn Guðmundsson, 9.12.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband